Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar 2. september 2025 18:32 Inngangur Í íslenskum fjölmiðlum hefur undanfarið borið á rangfærslum um uppruna stríðsátaka á Gaza. Vonandi stafar það af þekkingarleysi þeirra sem þar um véla. Verra er ef dreginn er taumur annars aðilans, sem byggist á inngróinni hollustu við hann og fordómum gagnvart hinum aðilanum, á kostnað sannleikans. Sem dæmi um þetta er forystugrein Morgunblaðsins 2. ágúst 2025 undir fyrirsögninni „Einkennilegar áherslur-hryðjuverk Hamas verðlaunuð“ en þar er fjallað um samstarfsyfirlýsingu við heimastjórnina og hvatningu utanríkisráðherra til annarra ríkja um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Þar eru fullyrðingar sem eru fjarri öllum raunveruleika en eru mjög einkennandi fyrir afstöðu margra, sem lýsir sér oftast sem tómlæti og þöggun gagnvart því sem er að gerast. Sorglegt er að lesa hvernig fjallað er um atburðina á Gaza án þess að minnst sé á þjáningar íbúanna sem hafa orðið fyrir grimmilegum árásum eins öflugasta hers heims. Í þessari grein er meiningin að reyna að varpa ljósi á atburðina á Gaza í sögulegu samhengi og hvernig við Íslendingar höfum verið þátttakendur í þeim og um leið að leiðrétta rangfærslur sem fram koma í áðurnefndri ritstjórnargrein. Aðdragandi að stofnun Ísraelsríkis Í fyrri heimsstyrjöld náðu Bretar yfirráðum yfir Palestínu af Ottómanska lýðveldinu. Með Balfour yfirlýsingunni 1917 var stofnað “þjóðarheimili Gyðinga” til þess að veita landflótta Gyðingum skjól. Svæðið var skilgreint sem “Mandatory Palestine” sem útleggst sem hlutlaust svæði og var samþykkt sem slíkt af Þjóðabandalaginu 1920 en undir yfirstjórn Breta. Bretar settu takmarkanir á fjölda innflytjenda og takmarkanir á landakaup og var miðað við hámark 10 þús. manns á ári og hámark 75 þús manns á árunum 1940-44. Eftir það myndi frekari búseta Gyðingar verða háð samþykki meirihluta Araba á svæðinu. Bretar höfnuðu hugmyndum um uppskiptingu Palestínu og töldu framtíðina felast í sameiginlegu landi Gyðinga og þáverandi íbúa Palestínu. Landið yrði óháð tveggja þjóðflokka land með meirihluta araba. Ofsóttir Gyðingar hvaðanæva úr heiminum byrjuðu að flytja til Palestínu árið 1920 og skiptu þeir tugum þúsunda á hverju ári. Eftir seinna stríð lagði Truman Bandaríkjaforseti til að 100 þús. eftirlifendum helfararinnar væri veitt landvistarleyfi í Palestínu. Bretar lögðust gegn því og vísuðu til fyrri ákvarðana sinna um fjölda innflytjenda. Í apríl 1946 lagði síðan ensk-ameríska (Anglo-American) nefndin til að veitt yrði leyfi fyrir 100 þús. innflytjendur og landið yrði hvorki á forræði Araba né Gyðinga. Sambúð þáverandi íbúa og innflytjendanna var stormasöm frá upphafi en vera breskra herflokka á staðnum var hugsuð til þess að skakka leikinn. Árin 1936-39 gerðu Arabar á svæðinu uppreisn gegn hernámsliðinu og árin 1944-48 gerðu Gyðingar uppreisn gegn Bretum sem þróaðist síðan í borgarastyrjöld. Þau átök enduðu með brotthvarfi breskra herflokka og síðan stofnun Ísraelsríkis 14. maí 1948. Niðurstaða alþjóðlegrar nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna UNSCOP var sú að skipta landinu í 3 hluta: Yfirráðasvæði Gyðinga með 56 % af heildarflatarmáli Palestínu, yfirráðasvæði Araba með 43 % af flatarmáli og innan við 1 % lands sem tilheyrði öllum og næði yfir Jerúsalem og Bethlehem. Skv. tillögunni náði yfirráðasvæði Araba yfir Vesturbakka Jórdanár sem varð síðan hluti af Jórdaníu og Gaza sem varð hluti af Egyptalandi. Tillögum UNSCOP um skiptingu Palestínu (Resolution 181 (II)) var hafnað af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 25. nóv. 1947 með eins atkvæðis mun en var samþykkt 29. nóvember sama árs eftir smávægilegar lagfæringar. Á sama tíma höfðu talsmenn Zíonista beitt miklum þrýstingi á þau ríki sem höfðu greitt atkvæði áður á móti tillögunni. Sem dæmi má nefna að ríkjum í Asíu eins og Kína var lofað verulegum fjárstuðningi frá Bandaríkjunum samþykktu þau tillöguna og Frakklandi var hótað að draga til baka styrk til uppbyggingar eftir seinna stríð styddi það ekki tillöguna. Einnig var reynt að múta Indverjum og hóta með lífláti fulltrúa þeirra hjá SÞ en þeir stóðu í fæturna og greiddu atkvæði á móti. Tillagan var síðan samþykkt með 33 atkvæðum gegn 13 og voru t.d. öll Norðurlöndin í hópi þeirra sem sögðu já. Gyðingar samþykktu tillöguna með semingi og töldu hana samt vera skref í rétta átt þar sem þeir gætu í framhaldinu lagt undir sig meira svæði og hafa þeir svo sannarlega staðið við það. Arabar, búsettir í Palestínu, höfnuðu hins vegar tillögunni þar sem þeir voru um 2/3 íbúanna og áttu meirihluta landsins. Seinni hluti borgarastyrjaldar braust út í framhaldi af því og tillagan var ekki framkvæmd. Árið 1948 voru 700 þús. manns reknir eða flúðu frá heimilum sínum og voru það 80 % af íbúum af arabískum uppruna á landi sem átti eftir að tilheyra Ísrael. Stóðu Zíonisk hernaðarsamtök að því sem seinna urðu að ísraelskri varnarsveit (Israel Defense Force). Fjöldamorð voru framin af Gyðingum og 400-600 þorp Palestínumanna lögð í rúst. Samband Íslands og Ísrael Stuðningur Íslendinga við Gyðinga hefur verið sveiflukenndur. Þegar ofsóknir á hendur Gyðingum hófust vegna stefnu nasista í Þýskalandi flúðu margir þeirra til annarra ríkja, meðal annars til Íslands. Hundruðum Gyðinga var neitað um landvistarleyfi á þeim forsendum að þeir hefðu atvinnu af Íslendingum og gætu spillt menningu okkar og kynstofni. Árið 1938, ári áður en síðari heimsstyrjöld hófst, var stefna stjórnvalda skýr og fleiri Gyðingum yrði ekki veitt landvist á Íslandi. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld og helförina var annar hljómur í Íslendingum gagnvart Gyðingum. Árið 1947 markaði viss tímamót í samskiptum þjóðanna þegar Ísland var valið í nefnd þriggja ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að gera tillögur að skiptingu Palestínu. Thor Thors, sendiherra og fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, var samhljóða valinn framsögumaður. Thor mælti fyrir hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn, sem áður er getið um, þar sem Palestínu væri skipt upp í tvö ríki; ríki Gyðinga og ríki araba, og gerði þar af leiðandi ráð fyrir tilvist Ísraels. Þetta varð til þess að Ísrael sótti um inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar um það bil tveimur árum síðar og var kosið um það á allsherjarþinginu hinn 11. maí 1949. Meðal þeirra sem kusu með ályktuninni var að sjálfsögðu Ísland. Á þinginu tók íslenski sendiherrann það fram að sendinefnd landsins tryði því að öflug þátttaka Ísraels myndi styrkja Sameinuðu þjóðirnar og stuðla að árangursríkum lausnum bæði á núverandi vandamáli og framtíðarvandamálum. Þar af leiðandi ætti að bjóða Ísrael velkomið sem aðila Sameinuðu þjóðanna. Ályktunin var samþykkt með 37 atkvæðum en tólf voru á móti og níu sátu hjá. Meðal ástæðna sem gefnar voru fyrir þessari ákvörðun var að það væri rökrétt niðurstaða að taka ríkið inn sem aðila í Sameinuðu þjóðirnar þar sem það var stofnunin sjálf sem skapaði ríkið Ísrael. Síðan þá hafa verið sterk vináttubönd milli Íslands og Ísraels. Eftirmálar stofnunar Ísraelsríkis Eins og fram hefur komið hér á undan var ekki sátt um skiptingu Palestínu og árið 1967 hófst stríð Ísraels við nágranna sína Jórdani og Egypta sem lauk með algerum sigri Ísraela og innlimun Vesturbakkans og Gaza. Palestínumenn höfðu þó enn sín sjálfsstjórnarsvæði en undir strangri gæslu Ísraela. Smátt og smátt hefur síðan saxast á yfirráðasvæði Palestínumanna og stórt stökk varð með tilkomu landnemabyggða á Vesturbakkanum þar sem Ísrael hefur lagt undir sig land Palestínumanna með einhliða ákvörðun. Þessi aðgerð hefur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu og Sameinuðu þjóðunum. Þegar Hamas tók við stjórn Gaza eftir lýðræðislegar kosningar árið 2007 með 44 % atkvæða urðu miklar breytingar til hins verra fyrir íbúana. Ísraelsríki lokaði Gaza svæðið af með víggirðingum og stjórnaði umferð fólks þangað og flutningi aðfanga. Nánast samfelld stríð hafa geysað milli Hamas og Ísraels frá upphafi, árin 2008-9, 2012, 2014 og 2021, með miklu mannfalli aðallega Palestínumegin. Íbúar Gaza hafa mótmælt þeim afarkostum sem þeir búa við með algerri innilokun á takmörkuðu svæði. Árin 2018-19 voru vikuleg friðsamleg mótmæli við landamæri Gaza og Ísraels. Ísraelar komu fyrir leyniskyttum sem drápu hundruðir mótmælenda og særðu þúsundir. Í þessum stríðum hafa Ísraelsmenn ekki skirrst við að senda sprengjuregn yfir Gaza sem beinst hefur fyrst og fremst að almennum borgurum. Stofnun UNWRA hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna, til þess að tryggja grundvallarþarfir íbúanna fyrir læknishjálp, menntun og nauðþurftir, var mikilvægt skref fyrir sjálfstæði Gaza. Í núverandi ástandi hefur UNWRA verið ásakað um að standa með Hamas í átökunum og jafnvel vera þátttakandi í atburðunum 7. október 2023. Engar sannanir hafa þó fundist fyrir þessar staðhæfingu en starfsemi UNWRA og annarra hjálparsamtaka hafa verið gerð nánast ógerleg og lífshættuleg. Stríðið á Gaza Núverandi stríð á Gaza sem hófst með árás Hamas á Ísrael 7. október 2023 hefur nú staðið í tæp 2 ár. Alls hafa Ísraelar drepið að meðaltali 93 manns á dag, að meirihluta konur og börn. Í samanburði við aðrar deilur er fjöldi drepinna blaðamanna, hjálparstarfsmanna og barna sá hæsti. Ísraelar hafa eyðilagt um 97 % allra bygginga á Gaza og heildareyðilegging mannvirkja á Gaza er sú hæsta í nútímasögu og há dauðsföll almennra borgara hafa leitt til ákæru um glæpi gegn mannkyni. Um 1,9 milljón íbúa Gaza (85 % íbúa) hafa sætt nauðungarflutningum. Lokað hefur verið fyrir aðflutning matvæla og annarra hjálpargagna, sem hefur verið framfylgt af hörku af Ísraelum, og hefur það stuðlað að því að svelta íbúa sem standa frammi fyrir hungursneyð. Snemma í ferlinu lokuðu Ísraelar fyrir vatn og rafmagn til Gaza. Í ágúst 2024 voru aðeins17 af 36 sjúkrahúsum á Gaza starfhæf að hluta og 84 % af heilsugæslustöðvum höfðu verið eyðilagðar. Ísrael hefur einnig eyðilagt fjölda menningartengdra bygginga þ.á.m. alla 12 háskóla á Gaza, 80 % af öllum skólum og fjölda moska, kirkna, safna og bókasafna. Ísraelar hafa á undanförnum mánuðum myrt yfir 1000 manns sem eru að sækja sér mataraðstoð. Ísraelsmenn hafa drepið 60 þús. manns, að meirihluta konur og börn, og sært margfalt fleiri sem eru örkumla eftir. Með þeim sem grafnir eru undir rústum húsa er fjöldi drepinna yfir 100 þús. Ísraelsher vinnur nú markvisst að því að leggja húsnæði og innviði á Gaza í rúst. Skv. Genfar sáttmálanum um stríðsrekstur flokkast slíkt sem stríðsglæpur. Ísraelar rökstyðja hernaðaraðgerðir með því að þeir séu að eyða öllum sem tengjast Hamas. Reyndin er sú að sókn Ísraels hefur fyrst og fremst beinst gegn almennum borgurum undir því yfirskyni að þeir séu að ráðast á Hamas. Markvisst er verið að eyðileggja tilverurétt Gaza-búa á svæðinu og haft hefur verið eftir Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á lokuðum fundi, að herinn væri að eyðileggja fleiri og fleiri heimili til þess að Gaza búar hefðu „engan stað“ til að vera á. Alþjóða mannúðarlög banna slíka eyðileggingu eigna almennings. Einnig ber hernámsaðilum að tryggja íbúum svæði til að búa á sem er algerlega í andstöðu við núverandi stefnu Ísraels að gera allt Gaza-svæðið óbyggilegt. Ísrael segist ætla að útbúa „mannúðarþorp“ í Rafah í suðurhluta Gaza en þegar er búið að leggja þar allt í rúst. Ásetningur Ísraela um þjóðarmorð Í desember 2023 höfðaði S-Afríka mál á hendur Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gaza á grundvelli samþykktar um þjóðarmorð frá 1948 og hefur málið verið tekið fyrir þar. Dómstóllinn úrskurðaði í upphafi að S-Afríka hefði rétt til að reka málið og að Palestínubúar ættu rétt á vernd gegn þjóðarmorði. Dómstóllinn krafði Ísraelsríki um að gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, að koma í veg fyrir og refsa öllum tilhneigingum til þjóðarmorðs, og að leyfa mannúðarþjónustu, aðstoð og aðgang vista að Gaza. Seinna krafði dómstóllinn Ísrael um að auka mannúðaraðstoð á Gaza og fresta sókn hersins inn á Gaza. Ísraelar hafa neitað ásökunum dómstólsins og segja að þeir eigi rétt á að „verja sig“. Í nóvember 2024 gaf Alþjóða Glæpadómstóllinn út ákæru og handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra fyrir glæpi gegn mannkyni í formi morða og stríðsglæpa sem felast í að nota hungursneyð sem vopn í hernaði. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og Human Rights Watch hafa vitnað í yfirlýsingar ráðamanna Ísraels sem benda til þess að markmið þeirra sé „ásetningur um að eyða“ íbúum Gaza að hluta eða öllu leyti. Það uppfyllir lagalegan grundvöll fyrir ákæru um þjóðarmorð. Sú niðurstaða er algerlega óháð því hver upptök stríðins eru og er nægilegt að vitna til Genfar sáttmálans og alþjóðlegra laga um þjóðarmorð í því efni. Forystugrein Morgunblaðsins Í forystugrein Morgunblaðsins sem vitnað var til í upphafi segir: „ Mikil áhersla hefur verið lögð á málefni Palestínu, t.d. með samstarfsyfirlýsingu við heimastjórnina og hvatningu utanríkisráðherra til annarra ríkja um að viðurkenna hana sem sjálfstætt ríki. Sú viðurkenning er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Palestína er ekki og hefur aldrei verið sjálfstætt ríki“. Það er verið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki vegna þess að hún er það ekki ! Það þarf að rýna fortíðina til þess að skilja samhengið. Palestína var heimaland Araba þegar Bretar ákváðu að veita landflótta Gyðingum þar landvistarleyfi árið 1918. Þáverandi íbúar voru ekki spurðir álits enda landið hernumið af Bretum. Vilji Sameinuðu þjóðanna í upphafi var að þarna yrðu tvö ríki. Árið 1948 eða í lok fyrra stríðs þegar samúð heimsins var með Gyðingum er Ísraelsríki formlega stofnað og landinu skipt milli Ísraels og Palestínumanna. Engin sátt var um þá skiptingu og var hún aldrei samþykkt af þáverandi íbúum landsins. Ísrael lét ekki staðar numið við það land sem því var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum, eða 56 % af Palestínu, og hefur síðan lagt undir sig ólöglega stóran hluta af landi Palestínumanna og ræður nú yfir 85 % af upphaflegri Palestínu. Það má því segja að Ísrael, í núverandi mynd, sé ekki sjálfstætt ríki þar sem útþensla þess síðan 1948 er ólögleg og hefur verið fordæmd af Sameinuðu þjóðunum. Það að leitast við að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki í dag er í raun að framfylgja ákvörðun Sameinuðu þjóðanna óháð því hvernig stjórnarháttum þar er háttað. Og síðan segir: „Viðurkenning á ríki sem ekki er ríki er ekki til þess fallin að styrkja friðarferlið þar, óburðugt sem það er. Þvert á móti er snúist á sveif með fasískri hryðjuverkahreyfingu Hamas á Gasasvæðinu og gerspilltri stjórn Al Fatah á Vesturbakkanum, sem nýverið hóf 19. kosningalausa árið af 4 ára kjörtímabili sínu. Með því er Hamas verðlaunað fyrir hryðjuverkin og allur hvati til uppgjafar og lausnar gísla að engu gerður“. Skiljanlegt er að þjóð sem hefur sætt endalausum ofsóknum og yfirgangi af nágrannaþjóð sinni í 77 ár hafi ekki komið sér upp heilbrigðum stjórnarháttum. Þegar talað er um að verið sé að verðlauna Hamas fyrir hryðjuverkin með því að viðurkenna sjálfstæði Palestínu er horft fram hjá árásum Ísraels á almenning á Gaza sem hefur þróast í ein verstu fjöldamorð á síðari tímum. Stríðsrekstur Ísraels beinist einkum að íbúum Gaza með drápum á almennum borgurum, aðallega konum og börnum, tilbúinni hungursneyð með því að loka fyrir aðföng að svæðinu og eyðileggingu allra innviða og húsnæðis. Frelsun gísla hefur ekki tekist vegna þrákelkni Ísraels sem hefur aftur og aftur rofið vopnahlé sem sett var sem skilyrði. Ef Ísrael ætlar að fá gíslana lausa verða þeir að stíga fyrsta skrefið. Öllu máli skiptir að stöðva grimmilega aðför að almennum borgurum og það er ekki verið að verðlauna Hamas með því, eingöngu að bjarga saklausum þolendum þjóðarmorðs. Og að síðustu segir: „Ekki til að styðja frelsi Palestínumanna; aðeins til þess að refsa Ísrael fyrir stríðið sem Hamas hóf. Það er bæði vanhugsað og annarlegt. Og óskynsamlegt vilji ríkisstjórnin friðmælast við Trump“. Það er Ísrael sem hefur ofsótt Palestínumenn linnulaust frá upphafi tilvistar þess m.a. með árásum á núverandi íbúa til þess að hrekja þá frá sínum heimilum og eyðileggja lífsviðurværi þeirra. Stríðið á Gaza hefur staðið nánast linnulaust, frá því að Hamas tók við völdum þar árið 2007, með miklu mannfalli aðallega Palestínu megin. Heildarfjöldi látinna í þessum átökum eru 6.400 Palestínumenn á móti 300 Ísraelum. Friðsamlegum mótmælum hefur verið mætt með drápum á mótmælendum Ísraelsmegin.Í núverandi stríði hafa um 60 þúsund manns af íbúum Gaza verið drepin og á annað hundrað þúsund slasast af völdum Ísraelshers og meirihlutinn eru konur og börn. Ímyndum okkur að Gaza væri Úkraína eða að Hamas væri IRA, hvar væri samúðin þá ? Og það að friðmælast við Trump með því að láta kyrrt liggja er vægast sagt lágkúruleg hugmynd ! Höfundur er verkfræðingur á eftirlaunum og áhugamaður um mannréttindi Heimildir: Hanna Ragnheiður Ingadóttir. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Lokaverkefni til BA-gráðu. Háskólinn á Bifröst. Haustið 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tvær sögur Anna Frank var stúlka af gyðingaættum sem hélt dagbók meðan hún var í felum í Amsterdam, ásamt fjölskyldu sinni og fjórum vinum, þegar Holland var hernumið af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld. Anna var fædd í Frankfurt am Main í Þýskalandi árið 1929 og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Amsterdam árið 1934, eftir að nasistarnir komust til valda í Þýskalandi. Sjö kynslóðir fjölskyldunnar höfðu búið í Frankfurt. 1. september 2025 15:00 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Inngangur Í íslenskum fjölmiðlum hefur undanfarið borið á rangfærslum um uppruna stríðsátaka á Gaza. Vonandi stafar það af þekkingarleysi þeirra sem þar um véla. Verra er ef dreginn er taumur annars aðilans, sem byggist á inngróinni hollustu við hann og fordómum gagnvart hinum aðilanum, á kostnað sannleikans. Sem dæmi um þetta er forystugrein Morgunblaðsins 2. ágúst 2025 undir fyrirsögninni „Einkennilegar áherslur-hryðjuverk Hamas verðlaunuð“ en þar er fjallað um samstarfsyfirlýsingu við heimastjórnina og hvatningu utanríkisráðherra til annarra ríkja um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Þar eru fullyrðingar sem eru fjarri öllum raunveruleika en eru mjög einkennandi fyrir afstöðu margra, sem lýsir sér oftast sem tómlæti og þöggun gagnvart því sem er að gerast. Sorglegt er að lesa hvernig fjallað er um atburðina á Gaza án þess að minnst sé á þjáningar íbúanna sem hafa orðið fyrir grimmilegum árásum eins öflugasta hers heims. Í þessari grein er meiningin að reyna að varpa ljósi á atburðina á Gaza í sögulegu samhengi og hvernig við Íslendingar höfum verið þátttakendur í þeim og um leið að leiðrétta rangfærslur sem fram koma í áðurnefndri ritstjórnargrein. Aðdragandi að stofnun Ísraelsríkis Í fyrri heimsstyrjöld náðu Bretar yfirráðum yfir Palestínu af Ottómanska lýðveldinu. Með Balfour yfirlýsingunni 1917 var stofnað “þjóðarheimili Gyðinga” til þess að veita landflótta Gyðingum skjól. Svæðið var skilgreint sem “Mandatory Palestine” sem útleggst sem hlutlaust svæði og var samþykkt sem slíkt af Þjóðabandalaginu 1920 en undir yfirstjórn Breta. Bretar settu takmarkanir á fjölda innflytjenda og takmarkanir á landakaup og var miðað við hámark 10 þús. manns á ári og hámark 75 þús manns á árunum 1940-44. Eftir það myndi frekari búseta Gyðingar verða háð samþykki meirihluta Araba á svæðinu. Bretar höfnuðu hugmyndum um uppskiptingu Palestínu og töldu framtíðina felast í sameiginlegu landi Gyðinga og þáverandi íbúa Palestínu. Landið yrði óháð tveggja þjóðflokka land með meirihluta araba. Ofsóttir Gyðingar hvaðanæva úr heiminum byrjuðu að flytja til Palestínu árið 1920 og skiptu þeir tugum þúsunda á hverju ári. Eftir seinna stríð lagði Truman Bandaríkjaforseti til að 100 þús. eftirlifendum helfararinnar væri veitt landvistarleyfi í Palestínu. Bretar lögðust gegn því og vísuðu til fyrri ákvarðana sinna um fjölda innflytjenda. Í apríl 1946 lagði síðan ensk-ameríska (Anglo-American) nefndin til að veitt yrði leyfi fyrir 100 þús. innflytjendur og landið yrði hvorki á forræði Araba né Gyðinga. Sambúð þáverandi íbúa og innflytjendanna var stormasöm frá upphafi en vera breskra herflokka á staðnum var hugsuð til þess að skakka leikinn. Árin 1936-39 gerðu Arabar á svæðinu uppreisn gegn hernámsliðinu og árin 1944-48 gerðu Gyðingar uppreisn gegn Bretum sem þróaðist síðan í borgarastyrjöld. Þau átök enduðu með brotthvarfi breskra herflokka og síðan stofnun Ísraelsríkis 14. maí 1948. Niðurstaða alþjóðlegrar nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna UNSCOP var sú að skipta landinu í 3 hluta: Yfirráðasvæði Gyðinga með 56 % af heildarflatarmáli Palestínu, yfirráðasvæði Araba með 43 % af flatarmáli og innan við 1 % lands sem tilheyrði öllum og næði yfir Jerúsalem og Bethlehem. Skv. tillögunni náði yfirráðasvæði Araba yfir Vesturbakka Jórdanár sem varð síðan hluti af Jórdaníu og Gaza sem varð hluti af Egyptalandi. Tillögum UNSCOP um skiptingu Palestínu (Resolution 181 (II)) var hafnað af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 25. nóv. 1947 með eins atkvæðis mun en var samþykkt 29. nóvember sama árs eftir smávægilegar lagfæringar. Á sama tíma höfðu talsmenn Zíonista beitt miklum þrýstingi á þau ríki sem höfðu greitt atkvæði áður á móti tillögunni. Sem dæmi má nefna að ríkjum í Asíu eins og Kína var lofað verulegum fjárstuðningi frá Bandaríkjunum samþykktu þau tillöguna og Frakklandi var hótað að draga til baka styrk til uppbyggingar eftir seinna stríð styddi það ekki tillöguna. Einnig var reynt að múta Indverjum og hóta með lífláti fulltrúa þeirra hjá SÞ en þeir stóðu í fæturna og greiddu atkvæði á móti. Tillagan var síðan samþykkt með 33 atkvæðum gegn 13 og voru t.d. öll Norðurlöndin í hópi þeirra sem sögðu já. Gyðingar samþykktu tillöguna með semingi og töldu hana samt vera skref í rétta átt þar sem þeir gætu í framhaldinu lagt undir sig meira svæði og hafa þeir svo sannarlega staðið við það. Arabar, búsettir í Palestínu, höfnuðu hins vegar tillögunni þar sem þeir voru um 2/3 íbúanna og áttu meirihluta landsins. Seinni hluti borgarastyrjaldar braust út í framhaldi af því og tillagan var ekki framkvæmd. Árið 1948 voru 700 þús. manns reknir eða flúðu frá heimilum sínum og voru það 80 % af íbúum af arabískum uppruna á landi sem átti eftir að tilheyra Ísrael. Stóðu Zíonisk hernaðarsamtök að því sem seinna urðu að ísraelskri varnarsveit (Israel Defense Force). Fjöldamorð voru framin af Gyðingum og 400-600 þorp Palestínumanna lögð í rúst. Samband Íslands og Ísrael Stuðningur Íslendinga við Gyðinga hefur verið sveiflukenndur. Þegar ofsóknir á hendur Gyðingum hófust vegna stefnu nasista í Þýskalandi flúðu margir þeirra til annarra ríkja, meðal annars til Íslands. Hundruðum Gyðinga var neitað um landvistarleyfi á þeim forsendum að þeir hefðu atvinnu af Íslendingum og gætu spillt menningu okkar og kynstofni. Árið 1938, ári áður en síðari heimsstyrjöld hófst, var stefna stjórnvalda skýr og fleiri Gyðingum yrði ekki veitt landvist á Íslandi. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld og helförina var annar hljómur í Íslendingum gagnvart Gyðingum. Árið 1947 markaði viss tímamót í samskiptum þjóðanna þegar Ísland var valið í nefnd þriggja ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að gera tillögur að skiptingu Palestínu. Thor Thors, sendiherra og fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, var samhljóða valinn framsögumaður. Thor mælti fyrir hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn, sem áður er getið um, þar sem Palestínu væri skipt upp í tvö ríki; ríki Gyðinga og ríki araba, og gerði þar af leiðandi ráð fyrir tilvist Ísraels. Þetta varð til þess að Ísrael sótti um inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar um það bil tveimur árum síðar og var kosið um það á allsherjarþinginu hinn 11. maí 1949. Meðal þeirra sem kusu með ályktuninni var að sjálfsögðu Ísland. Á þinginu tók íslenski sendiherrann það fram að sendinefnd landsins tryði því að öflug þátttaka Ísraels myndi styrkja Sameinuðu þjóðirnar og stuðla að árangursríkum lausnum bæði á núverandi vandamáli og framtíðarvandamálum. Þar af leiðandi ætti að bjóða Ísrael velkomið sem aðila Sameinuðu þjóðanna. Ályktunin var samþykkt með 37 atkvæðum en tólf voru á móti og níu sátu hjá. Meðal ástæðna sem gefnar voru fyrir þessari ákvörðun var að það væri rökrétt niðurstaða að taka ríkið inn sem aðila í Sameinuðu þjóðirnar þar sem það var stofnunin sjálf sem skapaði ríkið Ísrael. Síðan þá hafa verið sterk vináttubönd milli Íslands og Ísraels. Eftirmálar stofnunar Ísraelsríkis Eins og fram hefur komið hér á undan var ekki sátt um skiptingu Palestínu og árið 1967 hófst stríð Ísraels við nágranna sína Jórdani og Egypta sem lauk með algerum sigri Ísraela og innlimun Vesturbakkans og Gaza. Palestínumenn höfðu þó enn sín sjálfsstjórnarsvæði en undir strangri gæslu Ísraela. Smátt og smátt hefur síðan saxast á yfirráðasvæði Palestínumanna og stórt stökk varð með tilkomu landnemabyggða á Vesturbakkanum þar sem Ísrael hefur lagt undir sig land Palestínumanna með einhliða ákvörðun. Þessi aðgerð hefur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu og Sameinuðu þjóðunum. Þegar Hamas tók við stjórn Gaza eftir lýðræðislegar kosningar árið 2007 með 44 % atkvæða urðu miklar breytingar til hins verra fyrir íbúana. Ísraelsríki lokaði Gaza svæðið af með víggirðingum og stjórnaði umferð fólks þangað og flutningi aðfanga. Nánast samfelld stríð hafa geysað milli Hamas og Ísraels frá upphafi, árin 2008-9, 2012, 2014 og 2021, með miklu mannfalli aðallega Palestínumegin. Íbúar Gaza hafa mótmælt þeim afarkostum sem þeir búa við með algerri innilokun á takmörkuðu svæði. Árin 2018-19 voru vikuleg friðsamleg mótmæli við landamæri Gaza og Ísraels. Ísraelar komu fyrir leyniskyttum sem drápu hundruðir mótmælenda og særðu þúsundir. Í þessum stríðum hafa Ísraelsmenn ekki skirrst við að senda sprengjuregn yfir Gaza sem beinst hefur fyrst og fremst að almennum borgurum. Stofnun UNWRA hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna, til þess að tryggja grundvallarþarfir íbúanna fyrir læknishjálp, menntun og nauðþurftir, var mikilvægt skref fyrir sjálfstæði Gaza. Í núverandi ástandi hefur UNWRA verið ásakað um að standa með Hamas í átökunum og jafnvel vera þátttakandi í atburðunum 7. október 2023. Engar sannanir hafa þó fundist fyrir þessar staðhæfingu en starfsemi UNWRA og annarra hjálparsamtaka hafa verið gerð nánast ógerleg og lífshættuleg. Stríðið á Gaza Núverandi stríð á Gaza sem hófst með árás Hamas á Ísrael 7. október 2023 hefur nú staðið í tæp 2 ár. Alls hafa Ísraelar drepið að meðaltali 93 manns á dag, að meirihluta konur og börn. Í samanburði við aðrar deilur er fjöldi drepinna blaðamanna, hjálparstarfsmanna og barna sá hæsti. Ísraelar hafa eyðilagt um 97 % allra bygginga á Gaza og heildareyðilegging mannvirkja á Gaza er sú hæsta í nútímasögu og há dauðsföll almennra borgara hafa leitt til ákæru um glæpi gegn mannkyni. Um 1,9 milljón íbúa Gaza (85 % íbúa) hafa sætt nauðungarflutningum. Lokað hefur verið fyrir aðflutning matvæla og annarra hjálpargagna, sem hefur verið framfylgt af hörku af Ísraelum, og hefur það stuðlað að því að svelta íbúa sem standa frammi fyrir hungursneyð. Snemma í ferlinu lokuðu Ísraelar fyrir vatn og rafmagn til Gaza. Í ágúst 2024 voru aðeins17 af 36 sjúkrahúsum á Gaza starfhæf að hluta og 84 % af heilsugæslustöðvum höfðu verið eyðilagðar. Ísrael hefur einnig eyðilagt fjölda menningartengdra bygginga þ.á.m. alla 12 háskóla á Gaza, 80 % af öllum skólum og fjölda moska, kirkna, safna og bókasafna. Ísraelar hafa á undanförnum mánuðum myrt yfir 1000 manns sem eru að sækja sér mataraðstoð. Ísraelsmenn hafa drepið 60 þús. manns, að meirihluta konur og börn, og sært margfalt fleiri sem eru örkumla eftir. Með þeim sem grafnir eru undir rústum húsa er fjöldi drepinna yfir 100 þús. Ísraelsher vinnur nú markvisst að því að leggja húsnæði og innviði á Gaza í rúst. Skv. Genfar sáttmálanum um stríðsrekstur flokkast slíkt sem stríðsglæpur. Ísraelar rökstyðja hernaðaraðgerðir með því að þeir séu að eyða öllum sem tengjast Hamas. Reyndin er sú að sókn Ísraels hefur fyrst og fremst beinst gegn almennum borgurum undir því yfirskyni að þeir séu að ráðast á Hamas. Markvisst er verið að eyðileggja tilverurétt Gaza-búa á svæðinu og haft hefur verið eftir Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á lokuðum fundi, að herinn væri að eyðileggja fleiri og fleiri heimili til þess að Gaza búar hefðu „engan stað“ til að vera á. Alþjóða mannúðarlög banna slíka eyðileggingu eigna almennings. Einnig ber hernámsaðilum að tryggja íbúum svæði til að búa á sem er algerlega í andstöðu við núverandi stefnu Ísraels að gera allt Gaza-svæðið óbyggilegt. Ísrael segist ætla að útbúa „mannúðarþorp“ í Rafah í suðurhluta Gaza en þegar er búið að leggja þar allt í rúst. Ásetningur Ísraela um þjóðarmorð Í desember 2023 höfðaði S-Afríka mál á hendur Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gaza á grundvelli samþykktar um þjóðarmorð frá 1948 og hefur málið verið tekið fyrir þar. Dómstóllinn úrskurðaði í upphafi að S-Afríka hefði rétt til að reka málið og að Palestínubúar ættu rétt á vernd gegn þjóðarmorði. Dómstóllinn krafði Ísraelsríki um að gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, að koma í veg fyrir og refsa öllum tilhneigingum til þjóðarmorðs, og að leyfa mannúðarþjónustu, aðstoð og aðgang vista að Gaza. Seinna krafði dómstóllinn Ísrael um að auka mannúðaraðstoð á Gaza og fresta sókn hersins inn á Gaza. Ísraelar hafa neitað ásökunum dómstólsins og segja að þeir eigi rétt á að „verja sig“. Í nóvember 2024 gaf Alþjóða Glæpadómstóllinn út ákæru og handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra fyrir glæpi gegn mannkyni í formi morða og stríðsglæpa sem felast í að nota hungursneyð sem vopn í hernaði. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og Human Rights Watch hafa vitnað í yfirlýsingar ráðamanna Ísraels sem benda til þess að markmið þeirra sé „ásetningur um að eyða“ íbúum Gaza að hluta eða öllu leyti. Það uppfyllir lagalegan grundvöll fyrir ákæru um þjóðarmorð. Sú niðurstaða er algerlega óháð því hver upptök stríðins eru og er nægilegt að vitna til Genfar sáttmálans og alþjóðlegra laga um þjóðarmorð í því efni. Forystugrein Morgunblaðsins Í forystugrein Morgunblaðsins sem vitnað var til í upphafi segir: „ Mikil áhersla hefur verið lögð á málefni Palestínu, t.d. með samstarfsyfirlýsingu við heimastjórnina og hvatningu utanríkisráðherra til annarra ríkja um að viðurkenna hana sem sjálfstætt ríki. Sú viðurkenning er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Palestína er ekki og hefur aldrei verið sjálfstætt ríki“. Það er verið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki vegna þess að hún er það ekki ! Það þarf að rýna fortíðina til þess að skilja samhengið. Palestína var heimaland Araba þegar Bretar ákváðu að veita landflótta Gyðingum þar landvistarleyfi árið 1918. Þáverandi íbúar voru ekki spurðir álits enda landið hernumið af Bretum. Vilji Sameinuðu þjóðanna í upphafi var að þarna yrðu tvö ríki. Árið 1948 eða í lok fyrra stríðs þegar samúð heimsins var með Gyðingum er Ísraelsríki formlega stofnað og landinu skipt milli Ísraels og Palestínumanna. Engin sátt var um þá skiptingu og var hún aldrei samþykkt af þáverandi íbúum landsins. Ísrael lét ekki staðar numið við það land sem því var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum, eða 56 % af Palestínu, og hefur síðan lagt undir sig ólöglega stóran hluta af landi Palestínumanna og ræður nú yfir 85 % af upphaflegri Palestínu. Það má því segja að Ísrael, í núverandi mynd, sé ekki sjálfstætt ríki þar sem útþensla þess síðan 1948 er ólögleg og hefur verið fordæmd af Sameinuðu þjóðunum. Það að leitast við að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki í dag er í raun að framfylgja ákvörðun Sameinuðu þjóðanna óháð því hvernig stjórnarháttum þar er háttað. Og síðan segir: „Viðurkenning á ríki sem ekki er ríki er ekki til þess fallin að styrkja friðarferlið þar, óburðugt sem það er. Þvert á móti er snúist á sveif með fasískri hryðjuverkahreyfingu Hamas á Gasasvæðinu og gerspilltri stjórn Al Fatah á Vesturbakkanum, sem nýverið hóf 19. kosningalausa árið af 4 ára kjörtímabili sínu. Með því er Hamas verðlaunað fyrir hryðjuverkin og allur hvati til uppgjafar og lausnar gísla að engu gerður“. Skiljanlegt er að þjóð sem hefur sætt endalausum ofsóknum og yfirgangi af nágrannaþjóð sinni í 77 ár hafi ekki komið sér upp heilbrigðum stjórnarháttum. Þegar talað er um að verið sé að verðlauna Hamas fyrir hryðjuverkin með því að viðurkenna sjálfstæði Palestínu er horft fram hjá árásum Ísraels á almenning á Gaza sem hefur þróast í ein verstu fjöldamorð á síðari tímum. Stríðsrekstur Ísraels beinist einkum að íbúum Gaza með drápum á almennum borgurum, aðallega konum og börnum, tilbúinni hungursneyð með því að loka fyrir aðföng að svæðinu og eyðileggingu allra innviða og húsnæðis. Frelsun gísla hefur ekki tekist vegna þrákelkni Ísraels sem hefur aftur og aftur rofið vopnahlé sem sett var sem skilyrði. Ef Ísrael ætlar að fá gíslana lausa verða þeir að stíga fyrsta skrefið. Öllu máli skiptir að stöðva grimmilega aðför að almennum borgurum og það er ekki verið að verðlauna Hamas með því, eingöngu að bjarga saklausum þolendum þjóðarmorðs. Og að síðustu segir: „Ekki til að styðja frelsi Palestínumanna; aðeins til þess að refsa Ísrael fyrir stríðið sem Hamas hóf. Það er bæði vanhugsað og annarlegt. Og óskynsamlegt vilji ríkisstjórnin friðmælast við Trump“. Það er Ísrael sem hefur ofsótt Palestínumenn linnulaust frá upphafi tilvistar þess m.a. með árásum á núverandi íbúa til þess að hrekja þá frá sínum heimilum og eyðileggja lífsviðurværi þeirra. Stríðið á Gaza hefur staðið nánast linnulaust, frá því að Hamas tók við völdum þar árið 2007, með miklu mannfalli aðallega Palestínu megin. Heildarfjöldi látinna í þessum átökum eru 6.400 Palestínumenn á móti 300 Ísraelum. Friðsamlegum mótmælum hefur verið mætt með drápum á mótmælendum Ísraelsmegin.Í núverandi stríði hafa um 60 þúsund manns af íbúum Gaza verið drepin og á annað hundrað þúsund slasast af völdum Ísraelshers og meirihlutinn eru konur og börn. Ímyndum okkur að Gaza væri Úkraína eða að Hamas væri IRA, hvar væri samúðin þá ? Og það að friðmælast við Trump með því að láta kyrrt liggja er vægast sagt lágkúruleg hugmynd ! Höfundur er verkfræðingur á eftirlaunum og áhugamaður um mannréttindi Heimildir: Hanna Ragnheiður Ingadóttir. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Lokaverkefni til BA-gráðu. Háskólinn á Bifröst. Haustið 2012.
Tvær sögur Anna Frank var stúlka af gyðingaættum sem hélt dagbók meðan hún var í felum í Amsterdam, ásamt fjölskyldu sinni og fjórum vinum, þegar Holland var hernumið af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld. Anna var fædd í Frankfurt am Main í Þýskalandi árið 1929 og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Amsterdam árið 1934, eftir að nasistarnir komust til valda í Þýskalandi. Sjö kynslóðir fjölskyldunnar höfðu búið í Frankfurt. 1. september 2025 15:00
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun