Fótbolti

Freyr ó­sáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Felix Horn Myhre og félagar í Brann eru komnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Felix Horn Myhre og félagar í Brann eru komnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. epa/Paul S. Amundsen

Þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Brann, Freyr Alexandersson, var langt frá því að vera sáttur með hvernig meistarar Bodø/Glimt báru sig að þegar þeir freistuðu þess að kaupa miðjumanninn Felix Horn Myhre.

„Bodø/Glimt halda að þeir geti komið á lokadegi félagaskiptagluggans og keypt besta miðjumann Noregs. Fyrir þriðjung eða fjórðung af því sem þeim var boðið fyrir Patrick Berg. Þetta er mjög hrokafullt,“ sagði Freyr við Bergens Tidende.

Tilboð Bodø/Glimt í Myhre vakti mikla athygli og ekki síst að leikmaðurinn steig fram og sagðist vilja fara til norsku meistaranna. Freyr hafði lítinn húmor fyrir því útspili Myhres.

„Ég skil að það sé freistandi þegar einhver kemur með stóran peningapoka rétt áður en félagaskiptaglugganum er lokað. En ég var ekki sáttur með viðtalið sem hann fór í,“ sagði Freyr.

Hann sagði jafnframt að Myhre hafi aldrei verið nálægt því að fara til Bodø/Glimt.

„Við seljum ekki leikmenn til Bodø/Glimt,“ sagði Freyr.

Brann er í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig, átta stigum á eftir Bodø/Glimt og Viking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×