Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2025 14:09 Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar. Vísir Samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar telur að að skýra mætti betur í lögum hver ráði fyrirkomulagi útfarar komi til deilna. Afar sjaldgæft sé að slíkt komi upp en þá reyni prestar að miðla málum. Örsjaldan þurfi þó að halda tvær kistulagningar, tvær minningarathafnir og tvær útfarir. Við sögðum í gær frá máli Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem gagnrýndi að hún hefði ekki fengið að hafa neitt um kistulagningu og greftrun móður sinnar að segja. Það hafi líka valdið sér ómældum sársauka að beðið var með útför móður hennar í þrjá mánuði, auk þess sem kistulagningin hafi farið fram í heimahúsi þvert gegn hennar vilja. Þegar hún hafi leitað til Biskupsstofu til að fá stuðning hafi svarið verið að miðað við lögin þá virtist við fyrstu sýn ekkert standa þar um hve lengi má geyma lík. Þá virtist eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Svar biskups til Margrétar Hugrúnar vegna málsins maí 2022. Margrét telur málið sýna að bæta þurfi löggjöf um hvað gerist milli andláts og greftrunar. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á sama máli fyrir rúmu ári en þá sagði hún í ræðu á þingi að það væri gat í lögunum frá því að dánarvottorð væri gefið út og þar til viðkomandi væri grafinn. Löggjafanum bæri að leita lausnar á því. Bæði maki og niðjar ráða útförinni Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir lög kveða á um að maki og niðjar ákveði útför hafi hinn látni ekki sett fram óskir fyrir andlát sitt. „Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu kemur skýrt fram í 1. kafla 2. grein að maki og niðjar ráði útför sé ekki vitað um vilja hins látna. Í örfáum tilvikum geta þessir einstaklingar ekki komið sér saman um hlutina og þá er það prestanna að reyna að ná sáttum. Í langflestum tilvikum tekst það. Ef það tekst ekki þá er gengið mjög langt í það að reyna að koma á móts við óskir beggja til dæmis með því að hafa tvær kistulagningarathafnir,tvær minningarathafnir og jafnvel tvær útfarir,“ segir Heimir. Hann segir að lögin séu komin til ára sinna. Mætti skýra betur hver ræður „Fjölskyldumynstur þjóðarinnar eru mun flóknari en þau voru árið 1993 þegar lögin voru samin. Þannig að það er alveg sjálfsagt mál að yfirfara þau með gagnrýnum augum. Það má alveg spyrja sig hvort skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu. Ég held að prestastéttin væri afar ánægð með að hafa skýrari ramma um þessi mál,“ segir Heimir. Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Við sögðum í gær frá máli Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem gagnrýndi að hún hefði ekki fengið að hafa neitt um kistulagningu og greftrun móður sinnar að segja. Það hafi líka valdið sér ómældum sársauka að beðið var með útför móður hennar í þrjá mánuði, auk þess sem kistulagningin hafi farið fram í heimahúsi þvert gegn hennar vilja. Þegar hún hafi leitað til Biskupsstofu til að fá stuðning hafi svarið verið að miðað við lögin þá virtist við fyrstu sýn ekkert standa þar um hve lengi má geyma lík. Þá virtist eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Svar biskups til Margrétar Hugrúnar vegna málsins maí 2022. Margrét telur málið sýna að bæta þurfi löggjöf um hvað gerist milli andláts og greftrunar. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á sama máli fyrir rúmu ári en þá sagði hún í ræðu á þingi að það væri gat í lögunum frá því að dánarvottorð væri gefið út og þar til viðkomandi væri grafinn. Löggjafanum bæri að leita lausnar á því. Bæði maki og niðjar ráða útförinni Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir lög kveða á um að maki og niðjar ákveði útför hafi hinn látni ekki sett fram óskir fyrir andlát sitt. „Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu kemur skýrt fram í 1. kafla 2. grein að maki og niðjar ráði útför sé ekki vitað um vilja hins látna. Í örfáum tilvikum geta þessir einstaklingar ekki komið sér saman um hlutina og þá er það prestanna að reyna að ná sáttum. Í langflestum tilvikum tekst það. Ef það tekst ekki þá er gengið mjög langt í það að reyna að koma á móts við óskir beggja til dæmis með því að hafa tvær kistulagningarathafnir,tvær minningarathafnir og jafnvel tvær útfarir,“ segir Heimir. Hann segir að lögin séu komin til ára sinna. Mætti skýra betur hver ræður „Fjölskyldumynstur þjóðarinnar eru mun flóknari en þau voru árið 1993 þegar lögin voru samin. Þannig að það er alveg sjálfsagt mál að yfirfara þau með gagnrýnum augum. Það má alveg spyrja sig hvort skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu. Ég held að prestastéttin væri afar ánægð með að hafa skýrari ramma um þessi mál,“ segir Heimir.
Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira