Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar 4. september 2025 14:31 Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Leiftursókn ríkis gegn sveitarfélögum Ráðherrarnir tveir lögðu áherslu á að ekki væri þörf á frekari efnislegri umræðu, því þau væru jú einfaldlega búin að taka þessa ákvörðun. Í kjölfar fundarins, sem hafði verið auglýstur með örfárra klukkustunda fyrirvara, var skýrslan svo birt sem ráðherrarnir vilja meina að rökstyðji þessa öfgakenndu niðurstöðu. Sýndarsamráð Umrædd skýrsla er dagsett í júní 2025 en einhverra hluta vegna þá ákvað umhverfisráðuneytið að sýna ekki heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skýrsluna fyrr en á blaðamannafundinum sjálfum sem haldinn var 2. september. Að sama skapi þá hefur almenningur ekki heldur fengið að kynna sér þessar röksemdafærslur fyrr en nú, jafnvel þótt afleiðingarnar myndu bitna verst á almenningi. Áform kynnt sem ákvörðun Í lýðræðisríkinu Íslandi er það Alþingi sem setur lög, jafnvel þótt ráðherrar spili þar lykilhlutverk. Enn á eftir að kynna áformin formlega og leggja lagafrumvarp fyrir þingið, svo það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru enn sem komið er einungis áform sem þarf að ræða en ekki frágengin ákvörðun. Reyndar má segja að þessi áform hafi verið til staðar lengi innan veggja umhverfisráðuneytisins en vandinn er sá að rökstuðningur og samráð við sérfræðinga hefur ekki tekist vel. Skiptir heilbrigðiseftirlit ekki máli? Til að sýna fram á mikilvægi heilbrigðiseftirlits má sem dæmi nefna uppgötvun ólöglegs matvælalagers í Sóltúni í Reykjavík haustið 2023. Íbúar í nágrenni höfðu kvartað yfir ólykt frá húsnæðinu, sem heilbrigðiseftirlitið rannsakaði jafnvel þótt engar upplýsingar væru um að matvæli kæmu þar við sögu. Þessi þjónusta við almenning er eitt af því sem myndi falla milli skips og bryggju í núverandi áformum ráðherra, sem virðast einungist snúa að leyfisskyldri starfsemi en ekki samfélaginu í heild sinni. Þjálfun er lykill að samræmingu Eitt helsta umkvörtunarefnið sem þessi áform eiga að leysa er skortur á samræmingu eftirlits. Þarna fer þó ekki alveg saman hljóð og mynd, því jafnvel eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur bent atvinnuvegaráðuneytinu á að til að uppfylla kröfur ESB sé ekki nauðsynlegt að leggja niður staðbundnu stjórnvöldin (heilbrigðiseftirlitið). Þá hefur umhverfisráðuneytið jafnframt áður reynt að afnema löggildingu heilbrigðisfulltrúa og þ.a.l. sérstakar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef raunverulegur vilji væri til að auka samræmingu, þá væri eðlilegast að efla heilbrigðiseftirlit m.a. með því að auka kröfur til þjálfunar heilbrigðisfulltrúa. Tölvukerfi og aðra stoðþjónustu má svo einfaldlega útfæra og samræma innan ramma núverandi kerfis. Köstum ekki barninu út með baðvatninu Frá því umhverfisráðuneytið tók við málaflokki heilbrigðiseftirlits frá heilbrigðisráðuneytinu á 10. áratug síðustu aldar hafa margar skýrslur verið gerðar um mögulegar breytingar á kerfinu. Þrátt fyrir það hefur umhverfisráðuneytinu ekki enn tekist að móta skýra framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem útskýrir kannski uppgjöfina sem felst í því að vilja einfaldlega leggja heilbrigðiseftirlit niður. Slík áform eru þó í raun fráleit, enda er um að ræða einn af lykilinnviðum íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kveðið á um í lögum síðan árið 1901 og hefur það markmið að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði. Góð samvinna er grundvöllur hagsældar Þótt ekki sé ástæða til að efast um vilja umræddra ráðherra til að bæta hagsæld landsmanna, þá sjá þeir sem þekkja til að upplýsingarnar sem settar hafa verið fram eru misvísandi. Þarna bera embættismenn og starfsmenn ráðuneytanna mikla ábyrgð og er óhætt að segja að vinnubrögðin undanfarna daga hafi ekki verið til fyrirmyndar. Almenningur treystir á heilbrigðiseftirlit í landinu og til að hægt sé að byggja upp betra kerfi ættu æðstu embættismenn að nálgast störf sín af auðmýkt, virðingu og síðast en ekki síst yfirvegun. Heilbrigðiseftirlit er samfélagsverkefni sem við megum ekki glutra frá okkur í óðagoti, enda byggir framtíð okkar m.a. á því að virða og vernda réttindi allra til heilnæms umhverfis. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Leiftursókn ríkis gegn sveitarfélögum Ráðherrarnir tveir lögðu áherslu á að ekki væri þörf á frekari efnislegri umræðu, því þau væru jú einfaldlega búin að taka þessa ákvörðun. Í kjölfar fundarins, sem hafði verið auglýstur með örfárra klukkustunda fyrirvara, var skýrslan svo birt sem ráðherrarnir vilja meina að rökstyðji þessa öfgakenndu niðurstöðu. Sýndarsamráð Umrædd skýrsla er dagsett í júní 2025 en einhverra hluta vegna þá ákvað umhverfisráðuneytið að sýna ekki heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skýrsluna fyrr en á blaðamannafundinum sjálfum sem haldinn var 2. september. Að sama skapi þá hefur almenningur ekki heldur fengið að kynna sér þessar röksemdafærslur fyrr en nú, jafnvel þótt afleiðingarnar myndu bitna verst á almenningi. Áform kynnt sem ákvörðun Í lýðræðisríkinu Íslandi er það Alþingi sem setur lög, jafnvel þótt ráðherrar spili þar lykilhlutverk. Enn á eftir að kynna áformin formlega og leggja lagafrumvarp fyrir þingið, svo það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru enn sem komið er einungis áform sem þarf að ræða en ekki frágengin ákvörðun. Reyndar má segja að þessi áform hafi verið til staðar lengi innan veggja umhverfisráðuneytisins en vandinn er sá að rökstuðningur og samráð við sérfræðinga hefur ekki tekist vel. Skiptir heilbrigðiseftirlit ekki máli? Til að sýna fram á mikilvægi heilbrigðiseftirlits má sem dæmi nefna uppgötvun ólöglegs matvælalagers í Sóltúni í Reykjavík haustið 2023. Íbúar í nágrenni höfðu kvartað yfir ólykt frá húsnæðinu, sem heilbrigðiseftirlitið rannsakaði jafnvel þótt engar upplýsingar væru um að matvæli kæmu þar við sögu. Þessi þjónusta við almenning er eitt af því sem myndi falla milli skips og bryggju í núverandi áformum ráðherra, sem virðast einungist snúa að leyfisskyldri starfsemi en ekki samfélaginu í heild sinni. Þjálfun er lykill að samræmingu Eitt helsta umkvörtunarefnið sem þessi áform eiga að leysa er skortur á samræmingu eftirlits. Þarna fer þó ekki alveg saman hljóð og mynd, því jafnvel eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur bent atvinnuvegaráðuneytinu á að til að uppfylla kröfur ESB sé ekki nauðsynlegt að leggja niður staðbundnu stjórnvöldin (heilbrigðiseftirlitið). Þá hefur umhverfisráðuneytið jafnframt áður reynt að afnema löggildingu heilbrigðisfulltrúa og þ.a.l. sérstakar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef raunverulegur vilji væri til að auka samræmingu, þá væri eðlilegast að efla heilbrigðiseftirlit m.a. með því að auka kröfur til þjálfunar heilbrigðisfulltrúa. Tölvukerfi og aðra stoðþjónustu má svo einfaldlega útfæra og samræma innan ramma núverandi kerfis. Köstum ekki barninu út með baðvatninu Frá því umhverfisráðuneytið tók við málaflokki heilbrigðiseftirlits frá heilbrigðisráðuneytinu á 10. áratug síðustu aldar hafa margar skýrslur verið gerðar um mögulegar breytingar á kerfinu. Þrátt fyrir það hefur umhverfisráðuneytinu ekki enn tekist að móta skýra framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem útskýrir kannski uppgjöfina sem felst í því að vilja einfaldlega leggja heilbrigðiseftirlit niður. Slík áform eru þó í raun fráleit, enda er um að ræða einn af lykilinnviðum íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kveðið á um í lögum síðan árið 1901 og hefur það markmið að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði. Góð samvinna er grundvöllur hagsældar Þótt ekki sé ástæða til að efast um vilja umræddra ráðherra til að bæta hagsæld landsmanna, þá sjá þeir sem þekkja til að upplýsingarnar sem settar hafa verið fram eru misvísandi. Þarna bera embættismenn og starfsmenn ráðuneytanna mikla ábyrgð og er óhætt að segja að vinnubrögðin undanfarna daga hafi ekki verið til fyrirmyndar. Almenningur treystir á heilbrigðiseftirlit í landinu og til að hægt sé að byggja upp betra kerfi ættu æðstu embættismenn að nálgast störf sín af auðmýkt, virðingu og síðast en ekki síst yfirvegun. Heilbrigðiseftirlit er samfélagsverkefni sem við megum ekki glutra frá okkur í óðagoti, enda byggir framtíð okkar m.a. á því að virða og vernda réttindi allra til heilnæms umhverfis. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun