Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar 4. september 2025 14:31 Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Leiftursókn ríkis gegn sveitarfélögum Ráðherrarnir tveir lögðu áherslu á að ekki væri þörf á frekari efnislegri umræðu, því þau væru jú einfaldlega búin að taka þessa ákvörðun. Í kjölfar fundarins, sem hafði verið auglýstur með örfárra klukkustunda fyrirvara, var skýrslan svo birt sem ráðherrarnir vilja meina að rökstyðji þessa öfgakenndu niðurstöðu. Sýndarsamráð Umrædd skýrsla er dagsett í júní 2025 en einhverra hluta vegna þá ákvað umhverfisráðuneytið að sýna ekki heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skýrsluna fyrr en á blaðamannafundinum sjálfum sem haldinn var 2. september. Að sama skapi þá hefur almenningur ekki heldur fengið að kynna sér þessar röksemdafærslur fyrr en nú, jafnvel þótt afleiðingarnar myndu bitna verst á almenningi. Áform kynnt sem ákvörðun Í lýðræðisríkinu Íslandi er það Alþingi sem setur lög, jafnvel þótt ráðherrar spili þar lykilhlutverk. Enn á eftir að kynna áformin formlega og leggja lagafrumvarp fyrir þingið, svo það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru enn sem komið er einungis áform sem þarf að ræða en ekki frágengin ákvörðun. Reyndar má segja að þessi áform hafi verið til staðar lengi innan veggja umhverfisráðuneytisins en vandinn er sá að rökstuðningur og samráð við sérfræðinga hefur ekki tekist vel. Skiptir heilbrigðiseftirlit ekki máli? Til að sýna fram á mikilvægi heilbrigðiseftirlits má sem dæmi nefna uppgötvun ólöglegs matvælalagers í Sóltúni í Reykjavík haustið 2023. Íbúar í nágrenni höfðu kvartað yfir ólykt frá húsnæðinu, sem heilbrigðiseftirlitið rannsakaði jafnvel þótt engar upplýsingar væru um að matvæli kæmu þar við sögu. Þessi þjónusta við almenning er eitt af því sem myndi falla milli skips og bryggju í núverandi áformum ráðherra, sem virðast einungist snúa að leyfisskyldri starfsemi en ekki samfélaginu í heild sinni. Þjálfun er lykill að samræmingu Eitt helsta umkvörtunarefnið sem þessi áform eiga að leysa er skortur á samræmingu eftirlits. Þarna fer þó ekki alveg saman hljóð og mynd, því jafnvel eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur bent atvinnuvegaráðuneytinu á að til að uppfylla kröfur ESB sé ekki nauðsynlegt að leggja niður staðbundnu stjórnvöldin (heilbrigðiseftirlitið). Þá hefur umhverfisráðuneytið jafnframt áður reynt að afnema löggildingu heilbrigðisfulltrúa og þ.a.l. sérstakar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef raunverulegur vilji væri til að auka samræmingu, þá væri eðlilegast að efla heilbrigðiseftirlit m.a. með því að auka kröfur til þjálfunar heilbrigðisfulltrúa. Tölvukerfi og aðra stoðþjónustu má svo einfaldlega útfæra og samræma innan ramma núverandi kerfis. Köstum ekki barninu út með baðvatninu Frá því umhverfisráðuneytið tók við málaflokki heilbrigðiseftirlits frá heilbrigðisráðuneytinu á 10. áratug síðustu aldar hafa margar skýrslur verið gerðar um mögulegar breytingar á kerfinu. Þrátt fyrir það hefur umhverfisráðuneytinu ekki enn tekist að móta skýra framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem útskýrir kannski uppgjöfina sem felst í því að vilja einfaldlega leggja heilbrigðiseftirlit niður. Slík áform eru þó í raun fráleit, enda er um að ræða einn af lykilinnviðum íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kveðið á um í lögum síðan árið 1901 og hefur það markmið að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði. Góð samvinna er grundvöllur hagsældar Þótt ekki sé ástæða til að efast um vilja umræddra ráðherra til að bæta hagsæld landsmanna, þá sjá þeir sem þekkja til að upplýsingarnar sem settar hafa verið fram eru misvísandi. Þarna bera embættismenn og starfsmenn ráðuneytanna mikla ábyrgð og er óhætt að segja að vinnubrögðin undanfarna daga hafi ekki verið til fyrirmyndar. Almenningur treystir á heilbrigðiseftirlit í landinu og til að hægt sé að byggja upp betra kerfi ættu æðstu embættismenn að nálgast störf sín af auðmýkt, virðingu og síðast en ekki síst yfirvegun. Heilbrigðiseftirlit er samfélagsverkefni sem við megum ekki glutra frá okkur í óðagoti, enda byggir framtíð okkar m.a. á því að virða og vernda réttindi allra til heilnæms umhverfis. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Leiftursókn ríkis gegn sveitarfélögum Ráðherrarnir tveir lögðu áherslu á að ekki væri þörf á frekari efnislegri umræðu, því þau væru jú einfaldlega búin að taka þessa ákvörðun. Í kjölfar fundarins, sem hafði verið auglýstur með örfárra klukkustunda fyrirvara, var skýrslan svo birt sem ráðherrarnir vilja meina að rökstyðji þessa öfgakenndu niðurstöðu. Sýndarsamráð Umrædd skýrsla er dagsett í júní 2025 en einhverra hluta vegna þá ákvað umhverfisráðuneytið að sýna ekki heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skýrsluna fyrr en á blaðamannafundinum sjálfum sem haldinn var 2. september. Að sama skapi þá hefur almenningur ekki heldur fengið að kynna sér þessar röksemdafærslur fyrr en nú, jafnvel þótt afleiðingarnar myndu bitna verst á almenningi. Áform kynnt sem ákvörðun Í lýðræðisríkinu Íslandi er það Alþingi sem setur lög, jafnvel þótt ráðherrar spili þar lykilhlutverk. Enn á eftir að kynna áformin formlega og leggja lagafrumvarp fyrir þingið, svo það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru enn sem komið er einungis áform sem þarf að ræða en ekki frágengin ákvörðun. Reyndar má segja að þessi áform hafi verið til staðar lengi innan veggja umhverfisráðuneytisins en vandinn er sá að rökstuðningur og samráð við sérfræðinga hefur ekki tekist vel. Skiptir heilbrigðiseftirlit ekki máli? Til að sýna fram á mikilvægi heilbrigðiseftirlits má sem dæmi nefna uppgötvun ólöglegs matvælalagers í Sóltúni í Reykjavík haustið 2023. Íbúar í nágrenni höfðu kvartað yfir ólykt frá húsnæðinu, sem heilbrigðiseftirlitið rannsakaði jafnvel þótt engar upplýsingar væru um að matvæli kæmu þar við sögu. Þessi þjónusta við almenning er eitt af því sem myndi falla milli skips og bryggju í núverandi áformum ráðherra, sem virðast einungist snúa að leyfisskyldri starfsemi en ekki samfélaginu í heild sinni. Þjálfun er lykill að samræmingu Eitt helsta umkvörtunarefnið sem þessi áform eiga að leysa er skortur á samræmingu eftirlits. Þarna fer þó ekki alveg saman hljóð og mynd, því jafnvel eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur bent atvinnuvegaráðuneytinu á að til að uppfylla kröfur ESB sé ekki nauðsynlegt að leggja niður staðbundnu stjórnvöldin (heilbrigðiseftirlitið). Þá hefur umhverfisráðuneytið jafnframt áður reynt að afnema löggildingu heilbrigðisfulltrúa og þ.a.l. sérstakar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef raunverulegur vilji væri til að auka samræmingu, þá væri eðlilegast að efla heilbrigðiseftirlit m.a. með því að auka kröfur til þjálfunar heilbrigðisfulltrúa. Tölvukerfi og aðra stoðþjónustu má svo einfaldlega útfæra og samræma innan ramma núverandi kerfis. Köstum ekki barninu út með baðvatninu Frá því umhverfisráðuneytið tók við málaflokki heilbrigðiseftirlits frá heilbrigðisráðuneytinu á 10. áratug síðustu aldar hafa margar skýrslur verið gerðar um mögulegar breytingar á kerfinu. Þrátt fyrir það hefur umhverfisráðuneytinu ekki enn tekist að móta skýra framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem útskýrir kannski uppgjöfina sem felst í því að vilja einfaldlega leggja heilbrigðiseftirlit niður. Slík áform eru þó í raun fráleit, enda er um að ræða einn af lykilinnviðum íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kveðið á um í lögum síðan árið 1901 og hefur það markmið að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði. Góð samvinna er grundvöllur hagsældar Þótt ekki sé ástæða til að efast um vilja umræddra ráðherra til að bæta hagsæld landsmanna, þá sjá þeir sem þekkja til að upplýsingarnar sem settar hafa verið fram eru misvísandi. Þarna bera embættismenn og starfsmenn ráðuneytanna mikla ábyrgð og er óhætt að segja að vinnubrögðin undanfarna daga hafi ekki verið til fyrirmyndar. Almenningur treystir á heilbrigðiseftirlit í landinu og til að hægt sé að byggja upp betra kerfi ættu æðstu embættismenn að nálgast störf sín af auðmýkt, virðingu og síðast en ekki síst yfirvegun. Heilbrigðiseftirlit er samfélagsverkefni sem við megum ekki glutra frá okkur í óðagoti, enda byggir framtíð okkar m.a. á því að virða og vernda réttindi allra til heilnæms umhverfis. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar