„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 23:41 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Lýður valberg Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Sérstök ráðstefna fór fram í morgun þar sem fimm ár eru liðin frá þessum voveiflega atburði. Þar tóku fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ýmsir aðilar til máls og var farið yfri þær breytingar sem hafa verið gerðir til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. HMS hefur til að mynda lagt fram þrettán tillögur í kjölfar brunans en tólf af þeim hafa nú tekið gildi eða eru í vinnslu. „Þetta eru tillögur sem snúa mikið að brunaöryggi og endurskoðun á byggingarregluverki. Til dæmis eitt verkefni sem við fórum í var vitundarvakning almennings um brunavarnir. Við sýndum til dæmis fram á mælanlegar niðurstöður eins og að í dag eru um 96 prósent landsmanna með reykskynjara á sínum heimilum. Það er eitt að setja regluverk. Hitt er að tryggja eftirfylgni með regluverkinu.“ Eina tillaga HMS sem er með öllu útistandandi er þrettánda tillagan sem segir til um að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. „Já ég held að það hafi verið skýr áskorun um það í dag að tillögu þrettán yrði komið til framkvæmda,“ segir Regína. „Það er eitthvað sem við erum tilbúin að skoða. Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi. Þetta er gamalt kerfi og hefur reynst okkur á margan veg vel. Það hefur kannski skort á hvata að fylgja eftir öryggismálum sem auðvitað kom í ljós í þessum hræðilega atburði að væru ekki í lagi. Allar þjóðirnar í kringum okkur eru með fyrirkomulag um brunatryggingar. Þar sem að eru ekki skyldutryggingar hafa tryggingaraðilarnir sjálfir eftirlit með því hvert ástand húsnæðisins er. Við þurfum að skoða hvernig við getum komið því við í okkar kerfi,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ábyrgð eigenda mikla. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Sérstök ráðstefna fór fram í morgun þar sem fimm ár eru liðin frá þessum voveiflega atburði. Þar tóku fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ýmsir aðilar til máls og var farið yfri þær breytingar sem hafa verið gerðir til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. HMS hefur til að mynda lagt fram þrettán tillögur í kjölfar brunans en tólf af þeim hafa nú tekið gildi eða eru í vinnslu. „Þetta eru tillögur sem snúa mikið að brunaöryggi og endurskoðun á byggingarregluverki. Til dæmis eitt verkefni sem við fórum í var vitundarvakning almennings um brunavarnir. Við sýndum til dæmis fram á mælanlegar niðurstöður eins og að í dag eru um 96 prósent landsmanna með reykskynjara á sínum heimilum. Það er eitt að setja regluverk. Hitt er að tryggja eftirfylgni með regluverkinu.“ Eina tillaga HMS sem er með öllu útistandandi er þrettánda tillagan sem segir til um að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. „Já ég held að það hafi verið skýr áskorun um það í dag að tillögu þrettán yrði komið til framkvæmda,“ segir Regína. „Það er eitthvað sem við erum tilbúin að skoða. Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi. Þetta er gamalt kerfi og hefur reynst okkur á margan veg vel. Það hefur kannski skort á hvata að fylgja eftir öryggismálum sem auðvitað kom í ljós í þessum hræðilega atburði að væru ekki í lagi. Allar þjóðirnar í kringum okkur eru með fyrirkomulag um brunatryggingar. Þar sem að eru ekki skyldutryggingar hafa tryggingaraðilarnir sjálfir eftirlit með því hvert ástand húsnæðisins er. Við þurfum að skoða hvernig við getum komið því við í okkar kerfi,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ábyrgð eigenda mikla. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira