Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar 5. september 2025 07:35 Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar? Á Kársnesinu er ástandið sérstaklega alvarlegt. Kársnesbraut og Sæbólsbraut mætast á gatnamótum sem íbúar hafa árum saman kvartað yfir. Þar er grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur á sama tíma og bílar fá grænt til að beygja. Þetta er slysagildra. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hefur ekki verið brugðist við. Hraðinn á Kársnesbraut var lækkaður úr 50 niður í 40 km/klst. Víða í Kópavogi hefur hann verið lækkaður í 30. En því miður er því ekki fylgt eftir. Á Kársnesinu bætist við mikil og þung umferð: flutningabílar, langferðabílar og leigubílar. Þetta eru ekki langir vegkaflar og það er með réttum úrlausnum hægt að stýra umferðinni þannig að það tryggi öryggi allra. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir skorti á öruggum gangbrautum yfir umferðarþungar götur – við leikskóla, grunnskóla og stoppistöðvar skólabíla. En viðeigandi ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, aðeins lofað breytingum á næstu árum. En börnin okkar hafa ekki tíma til að bíða í mörg ár. Þau eru lítil og óreynd í umferðinni í dag. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir slysi til að fá úrbætur. Lausnirnar eru til: þrengja þarf götur, fylgja eftir hraðatakmörkunum og endurskipuleggja umferðarflæði með það að markmiði að öryggi gangandi og hjólandi verði í forgangi. Það er á ábyrgð bæjaryfirvalda að bregðast við þessum ábendingum íbúa – ekki seinna, heldur strax. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar? Á Kársnesinu er ástandið sérstaklega alvarlegt. Kársnesbraut og Sæbólsbraut mætast á gatnamótum sem íbúar hafa árum saman kvartað yfir. Þar er grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur á sama tíma og bílar fá grænt til að beygja. Þetta er slysagildra. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hefur ekki verið brugðist við. Hraðinn á Kársnesbraut var lækkaður úr 50 niður í 40 km/klst. Víða í Kópavogi hefur hann verið lækkaður í 30. En því miður er því ekki fylgt eftir. Á Kársnesinu bætist við mikil og þung umferð: flutningabílar, langferðabílar og leigubílar. Þetta eru ekki langir vegkaflar og það er með réttum úrlausnum hægt að stýra umferðinni þannig að það tryggi öryggi allra. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir skorti á öruggum gangbrautum yfir umferðarþungar götur – við leikskóla, grunnskóla og stoppistöðvar skólabíla. En viðeigandi ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, aðeins lofað breytingum á næstu árum. En börnin okkar hafa ekki tíma til að bíða í mörg ár. Þau eru lítil og óreynd í umferðinni í dag. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir slysi til að fá úrbætur. Lausnirnar eru til: þrengja þarf götur, fylgja eftir hraðatakmörkunum og endurskipuleggja umferðarflæði með það að markmiði að öryggi gangandi og hjólandi verði í forgangi. Það er á ábyrgð bæjaryfirvalda að bregðast við þessum ábendingum íbúa – ekki seinna, heldur strax. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar