Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar 5. september 2025 09:32 Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Umræðan um samræmd próf og tölulegar einkunnir fer reglulega í hringi. Þá er rætt um mikilvægi mælikvarða, samanburðar, samræmis og gæða í skólastarfi. Tölurnar birtast í fjölmiðlum og sveitarfélögin bera saman skóla. Börnin sjálf lesa í töluna eins og hún segi þeim hvers virði þau séu. Samræmd próf eru kölluð hlutlægur mælikvarði. En þau mæla hvorki forvitni, frumkvæði, sköpun né félagsfærni. Þau mæla ekki sjálfstraustið sem byggðist upp eftir erfiðan vetur. Þau mæla ekki áræðnina hjá nemanda sem loksins þorði að spyrja í kennslustund eða þann sem lagði alla orku í að mæta yfir höfuð í skólann. Prófin mæla eitthvað, vissulega, en þau láta líka margt óátalið. Og það sem þau sleppa er oft það sem skiptir mestu máli fyrir þroska einstaklingsins og hæfni hans til að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Í þessari umræðu er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvaða veganesti viljum við að börn taki með sér út í lífið eftir grunnskóla? Þegar tölulegar niðurstöður verða aðalviðmið í umræðu um menntun þrengjum við ekki aðeins matið sjálft heldur líka hugmyndir okkar um hvað nám eigi að vera. Þá fer námið að miðast við það sem hægt er að mæla í stað þess sem raunverulega skiptir máli. Þegar við miðum allt nám við mælanlega þætti þrengjum við líka sýn barnsins á eigið gildi. Börn fara að tengja sjálfsmynd sína við tölur á blaði í stað þess að sjá styrkleika sína í sköpun, hugrekki, samvinnu eða forvitni. Þau læra að leggja meiri áherslu á rétta svarið en spurninguna sjálfa, að forðast mistök í stað þess að læra af þeim. Þannig missum við úr hendi þá eiginleika sem raunverulega nýtast í lífinu: þrautseigju, gagnrýna hugsun og trú á eigin getu. Kennarar sjá hæfni sem ekki kemst fyrir í stöðluðum kerfum. Þeir sjá nemendur byggja upp, spyrja skarpri spurninga, skapa nýjungar og vinna saman. Þeir sjá börn blómstra í fjölbreyttum verkefnum en skora síðan lágt á samræmdum prófum. Það er ekkert að því að meta námsárangur. En þegar tölulegar niðurstöður taka yfir alla umræðu um skólastarf þá gleymist stærri myndin. Ef við tökum eingöngu mark á því sem er mælanlegt hættum við smám saman að meta það sem raunverulega skiptir máli í námi og þroska hvers einstaklings. Við þurfum nýja sýn á hvað telst gæði í menntun. Ekki fleiri próf. Ekki fleiri samanburði. Heldur dýpri skilning á því hvers vegna við menntum og hvernig við viljum að skólinn undirbúi nemendur fyrir framtíðina. Í skólanum þjálfast nemendur í hæfni sem ekki verður mæld í tölum eða samræmdum prófum. Er slík færni einskis virði í augum samfélagsins? Tölur segja ekki alla söguna, en þær móta hana samt. Ef við látum tölurnar ráða ferðinni hættum við að sjá það sem raunverulega skiptir máli. Þá erum við ekki að undirbúa börn fyrir framtíðina heldur fyrir fortíðina. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Umræðan um samræmd próf og tölulegar einkunnir fer reglulega í hringi. Þá er rætt um mikilvægi mælikvarða, samanburðar, samræmis og gæða í skólastarfi. Tölurnar birtast í fjölmiðlum og sveitarfélögin bera saman skóla. Börnin sjálf lesa í töluna eins og hún segi þeim hvers virði þau séu. Samræmd próf eru kölluð hlutlægur mælikvarði. En þau mæla hvorki forvitni, frumkvæði, sköpun né félagsfærni. Þau mæla ekki sjálfstraustið sem byggðist upp eftir erfiðan vetur. Þau mæla ekki áræðnina hjá nemanda sem loksins þorði að spyrja í kennslustund eða þann sem lagði alla orku í að mæta yfir höfuð í skólann. Prófin mæla eitthvað, vissulega, en þau láta líka margt óátalið. Og það sem þau sleppa er oft það sem skiptir mestu máli fyrir þroska einstaklingsins og hæfni hans til að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Í þessari umræðu er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvaða veganesti viljum við að börn taki með sér út í lífið eftir grunnskóla? Þegar tölulegar niðurstöður verða aðalviðmið í umræðu um menntun þrengjum við ekki aðeins matið sjálft heldur líka hugmyndir okkar um hvað nám eigi að vera. Þá fer námið að miðast við það sem hægt er að mæla í stað þess sem raunverulega skiptir máli. Þegar við miðum allt nám við mælanlega þætti þrengjum við líka sýn barnsins á eigið gildi. Börn fara að tengja sjálfsmynd sína við tölur á blaði í stað þess að sjá styrkleika sína í sköpun, hugrekki, samvinnu eða forvitni. Þau læra að leggja meiri áherslu á rétta svarið en spurninguna sjálfa, að forðast mistök í stað þess að læra af þeim. Þannig missum við úr hendi þá eiginleika sem raunverulega nýtast í lífinu: þrautseigju, gagnrýna hugsun og trú á eigin getu. Kennarar sjá hæfni sem ekki kemst fyrir í stöðluðum kerfum. Þeir sjá nemendur byggja upp, spyrja skarpri spurninga, skapa nýjungar og vinna saman. Þeir sjá börn blómstra í fjölbreyttum verkefnum en skora síðan lágt á samræmdum prófum. Það er ekkert að því að meta námsárangur. En þegar tölulegar niðurstöður taka yfir alla umræðu um skólastarf þá gleymist stærri myndin. Ef við tökum eingöngu mark á því sem er mælanlegt hættum við smám saman að meta það sem raunverulega skiptir máli í námi og þroska hvers einstaklings. Við þurfum nýja sýn á hvað telst gæði í menntun. Ekki fleiri próf. Ekki fleiri samanburði. Heldur dýpri skilning á því hvers vegna við menntum og hvernig við viljum að skólinn undirbúi nemendur fyrir framtíðina. Í skólanum þjálfast nemendur í hæfni sem ekki verður mæld í tölum eða samræmdum prófum. Er slík færni einskis virði í augum samfélagsins? Tölur segja ekki alla söguna, en þær móta hana samt. Ef við látum tölurnar ráða ferðinni hættum við að sjá það sem raunverulega skiptir máli. Þá erum við ekki að undirbúa börn fyrir framtíðina heldur fyrir fortíðina. Höfundur er kennari.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun