Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar 5. september 2025 13:02 Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils. Þverpólitísk samstaða var um þá tillögu þáverandi meirihluta sem Samfylkingin og fleiri flokkar höfðu verið með í sínum kosningastefnuskrám fyrir síðustu kosningar. Fyrir hækkun nýttu um 74% barna í Reykjavík frístundastyrkinn en það hlutfall hefur hækkað í 82% eftir hækkun styrksins. Nokkur munur er þó á nýtingu eftir hverfum og er hún minni í tveimur hverfum Breiðholti og Kjalarnesi, þó þátttakan þar hafi aukist talsvert undanfarin tvö ár. Verkefni okkar er að grípa til aðgerða til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi, með sérstaka áherslu á þessu hverfi. Tillögur um aukið frístundaframboð á Kjalarnesi Við höfum þegar samþykkt tillögur um fjölgun frístundatilboða á Kjalarnesi þar sem áberandi er að þátttaka stúlkna er marktækt minni. Þar viljum við auka framboð á frístundatilboði í dansi, kórastarfi og fleiri greinum sem höfða sérstaklega til stúlkna. Þá leggjum við til að sérstök áhersla verði lögð á að kynna björgunarsveitastarf fyrir unglingum á Kjalarnesi í samvinnu við Björgunarsveitina Kjöl og Landsbjörg. Ég þekki það úr minni fjölskyldu að starf í unglingadeildum björgunarsveitanna er frábær reynsla fyrir ungt fólk sem sameinar göfugt starf við að bjarga samborgurum sínum úr háska, fjölbreytta útivist og upplifun sem eflir seiglu, úthald og snerpu auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir unglinga. Ég er sannfærður um að námskeið og frístundatilboð sem tengjast björgunarsveitunum er mál sem á erindi í öðrum hverfum borgarinnar. Nýtt þróunarverkefni í Breiðholti Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suðurmiðstöð sem þjónar íbúum í Breiðholti hafa undirbúið nýtt þróunarverkefni til þriggja ára sem miðar að aukinni inngildingu barna og unglinga, með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna. Menningar – og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 27. júní sl. að taka þátt í verkefninu og leggja fram 4 milljóna króna fjárveitingu til þess. Verkefninu verður ýtt úr vör á morgun 6. september með veglegri íþróttahátíð í Breiðholti þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í þau fjölmörgu tilboð sem eru í boði varðandi íþróttaiðkun í hverfinu. Kynningar fara fram á ÍR svæðinu, Leiknis svæðinu og í íþróttahúsinu Austurbergi milli 12 og 14.30, vegleg skemmtidagskrá verður með lifandi tónlist og dagskránni lýkur með leik Leiknis og Selfossi í Lengjudeildinni kl. 16. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. Í næstu viku verður svo haldin málstofa í Leiknisheimilinu þar sem boðið verður upp á kynningu og samtal við foreldra og fulltrúa íþróttafélaganna um hvernig megi styrkja samstarf allra aðila í Breiðholtinu með það að markiði að þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru frístundastarfi, þ.m.t. listnámi aukist. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir heilsu og hreysti ungu kynslóðarinnar en líka í forvarnarskyni og til að efla félagsþroska. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Frístund barna Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils. Þverpólitísk samstaða var um þá tillögu þáverandi meirihluta sem Samfylkingin og fleiri flokkar höfðu verið með í sínum kosningastefnuskrám fyrir síðustu kosningar. Fyrir hækkun nýttu um 74% barna í Reykjavík frístundastyrkinn en það hlutfall hefur hækkað í 82% eftir hækkun styrksins. Nokkur munur er þó á nýtingu eftir hverfum og er hún minni í tveimur hverfum Breiðholti og Kjalarnesi, þó þátttakan þar hafi aukist talsvert undanfarin tvö ár. Verkefni okkar er að grípa til aðgerða til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi, með sérstaka áherslu á þessu hverfi. Tillögur um aukið frístundaframboð á Kjalarnesi Við höfum þegar samþykkt tillögur um fjölgun frístundatilboða á Kjalarnesi þar sem áberandi er að þátttaka stúlkna er marktækt minni. Þar viljum við auka framboð á frístundatilboði í dansi, kórastarfi og fleiri greinum sem höfða sérstaklega til stúlkna. Þá leggjum við til að sérstök áhersla verði lögð á að kynna björgunarsveitastarf fyrir unglingum á Kjalarnesi í samvinnu við Björgunarsveitina Kjöl og Landsbjörg. Ég þekki það úr minni fjölskyldu að starf í unglingadeildum björgunarsveitanna er frábær reynsla fyrir ungt fólk sem sameinar göfugt starf við að bjarga samborgurum sínum úr háska, fjölbreytta útivist og upplifun sem eflir seiglu, úthald og snerpu auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir unglinga. Ég er sannfærður um að námskeið og frístundatilboð sem tengjast björgunarsveitunum er mál sem á erindi í öðrum hverfum borgarinnar. Nýtt þróunarverkefni í Breiðholti Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suðurmiðstöð sem þjónar íbúum í Breiðholti hafa undirbúið nýtt þróunarverkefni til þriggja ára sem miðar að aukinni inngildingu barna og unglinga, með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna. Menningar – og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 27. júní sl. að taka þátt í verkefninu og leggja fram 4 milljóna króna fjárveitingu til þess. Verkefninu verður ýtt úr vör á morgun 6. september með veglegri íþróttahátíð í Breiðholti þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í þau fjölmörgu tilboð sem eru í boði varðandi íþróttaiðkun í hverfinu. Kynningar fara fram á ÍR svæðinu, Leiknis svæðinu og í íþróttahúsinu Austurbergi milli 12 og 14.30, vegleg skemmtidagskrá verður með lifandi tónlist og dagskránni lýkur með leik Leiknis og Selfossi í Lengjudeildinni kl. 16. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. Í næstu viku verður svo haldin málstofa í Leiknisheimilinu þar sem boðið verður upp á kynningu og samtal við foreldra og fulltrúa íþróttafélaganna um hvernig megi styrkja samstarf allra aðila í Breiðholtinu með það að markiði að þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru frístundastarfi, þ.m.t. listnámi aukist. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir heilsu og hreysti ungu kynslóðarinnar en líka í forvarnarskyni og til að efla félagsþroska. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun