Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar 5. september 2025 13:02 Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils. Þverpólitísk samstaða var um þá tillögu þáverandi meirihluta sem Samfylkingin og fleiri flokkar höfðu verið með í sínum kosningastefnuskrám fyrir síðustu kosningar. Fyrir hækkun nýttu um 74% barna í Reykjavík frístundastyrkinn en það hlutfall hefur hækkað í 82% eftir hækkun styrksins. Nokkur munur er þó á nýtingu eftir hverfum og er hún minni í tveimur hverfum Breiðholti og Kjalarnesi, þó þátttakan þar hafi aukist talsvert undanfarin tvö ár. Verkefni okkar er að grípa til aðgerða til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi, með sérstaka áherslu á þessu hverfi. Tillögur um aukið frístundaframboð á Kjalarnesi Við höfum þegar samþykkt tillögur um fjölgun frístundatilboða á Kjalarnesi þar sem áberandi er að þátttaka stúlkna er marktækt minni. Þar viljum við auka framboð á frístundatilboði í dansi, kórastarfi og fleiri greinum sem höfða sérstaklega til stúlkna. Þá leggjum við til að sérstök áhersla verði lögð á að kynna björgunarsveitastarf fyrir unglingum á Kjalarnesi í samvinnu við Björgunarsveitina Kjöl og Landsbjörg. Ég þekki það úr minni fjölskyldu að starf í unglingadeildum björgunarsveitanna er frábær reynsla fyrir ungt fólk sem sameinar göfugt starf við að bjarga samborgurum sínum úr háska, fjölbreytta útivist og upplifun sem eflir seiglu, úthald og snerpu auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir unglinga. Ég er sannfærður um að námskeið og frístundatilboð sem tengjast björgunarsveitunum er mál sem á erindi í öðrum hverfum borgarinnar. Nýtt þróunarverkefni í Breiðholti Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suðurmiðstöð sem þjónar íbúum í Breiðholti hafa undirbúið nýtt þróunarverkefni til þriggja ára sem miðar að aukinni inngildingu barna og unglinga, með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna. Menningar – og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 27. júní sl. að taka þátt í verkefninu og leggja fram 4 milljóna króna fjárveitingu til þess. Verkefninu verður ýtt úr vör á morgun 6. september með veglegri íþróttahátíð í Breiðholti þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í þau fjölmörgu tilboð sem eru í boði varðandi íþróttaiðkun í hverfinu. Kynningar fara fram á ÍR svæðinu, Leiknis svæðinu og í íþróttahúsinu Austurbergi milli 12 og 14.30, vegleg skemmtidagskrá verður með lifandi tónlist og dagskránni lýkur með leik Leiknis og Selfossi í Lengjudeildinni kl. 16. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. Í næstu viku verður svo haldin málstofa í Leiknisheimilinu þar sem boðið verður upp á kynningu og samtal við foreldra og fulltrúa íþróttafélaganna um hvernig megi styrkja samstarf allra aðila í Breiðholtinu með það að markiði að þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru frístundastarfi, þ.m.t. listnámi aukist. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir heilsu og hreysti ungu kynslóðarinnar en líka í forvarnarskyni og til að efla félagsþroska. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Frístund barna Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils. Þverpólitísk samstaða var um þá tillögu þáverandi meirihluta sem Samfylkingin og fleiri flokkar höfðu verið með í sínum kosningastefnuskrám fyrir síðustu kosningar. Fyrir hækkun nýttu um 74% barna í Reykjavík frístundastyrkinn en það hlutfall hefur hækkað í 82% eftir hækkun styrksins. Nokkur munur er þó á nýtingu eftir hverfum og er hún minni í tveimur hverfum Breiðholti og Kjalarnesi, þó þátttakan þar hafi aukist talsvert undanfarin tvö ár. Verkefni okkar er að grípa til aðgerða til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi, með sérstaka áherslu á þessu hverfi. Tillögur um aukið frístundaframboð á Kjalarnesi Við höfum þegar samþykkt tillögur um fjölgun frístundatilboða á Kjalarnesi þar sem áberandi er að þátttaka stúlkna er marktækt minni. Þar viljum við auka framboð á frístundatilboði í dansi, kórastarfi og fleiri greinum sem höfða sérstaklega til stúlkna. Þá leggjum við til að sérstök áhersla verði lögð á að kynna björgunarsveitastarf fyrir unglingum á Kjalarnesi í samvinnu við Björgunarsveitina Kjöl og Landsbjörg. Ég þekki það úr minni fjölskyldu að starf í unglingadeildum björgunarsveitanna er frábær reynsla fyrir ungt fólk sem sameinar göfugt starf við að bjarga samborgurum sínum úr háska, fjölbreytta útivist og upplifun sem eflir seiglu, úthald og snerpu auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir unglinga. Ég er sannfærður um að námskeið og frístundatilboð sem tengjast björgunarsveitunum er mál sem á erindi í öðrum hverfum borgarinnar. Nýtt þróunarverkefni í Breiðholti Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suðurmiðstöð sem þjónar íbúum í Breiðholti hafa undirbúið nýtt þróunarverkefni til þriggja ára sem miðar að aukinni inngildingu barna og unglinga, með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna. Menningar – og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 27. júní sl. að taka þátt í verkefninu og leggja fram 4 milljóna króna fjárveitingu til þess. Verkefninu verður ýtt úr vör á morgun 6. september með veglegri íþróttahátíð í Breiðholti þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í þau fjölmörgu tilboð sem eru í boði varðandi íþróttaiðkun í hverfinu. Kynningar fara fram á ÍR svæðinu, Leiknis svæðinu og í íþróttahúsinu Austurbergi milli 12 og 14.30, vegleg skemmtidagskrá verður með lifandi tónlist og dagskránni lýkur með leik Leiknis og Selfossi í Lengjudeildinni kl. 16. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. Í næstu viku verður svo haldin málstofa í Leiknisheimilinu þar sem boðið verður upp á kynningu og samtal við foreldra og fulltrúa íþróttafélaganna um hvernig megi styrkja samstarf allra aðila í Breiðholtinu með það að markiði að þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru frístundastarfi, þ.m.t. listnámi aukist. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir heilsu og hreysti ungu kynslóðarinnar en líka í forvarnarskyni og til að efla félagsþroska. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar