Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar 5. september 2025 14:32 Í héraðinu Pampanga á Filippseyjum er við lýði sérstök og heldur öfgafull páskahefð. Þar má sjá menn bera stóra viðarkrossa eftir fjölförnum götum. Fast á hæla þeirra fylgir fjöldi manna sem slær sig ítrekað með svipum á blóði drifinn hátt. Að göngunni lokinni eru þeir sem bera krossana krossfestir. Með þessari iðju vona þeir að Guð sjái aumur á þeim og fyrirgefi syndir þeirra. Líklega munu fæstir sjónarvottar telja þessa hegðun bera merki um skynsemi eða andlegt heilbrigði. Sjálfshýðingar af þessu tagi eru raunar þekktar allt frá miðöldum, sérstaklega meðal munka og einsetumanna. Líkamlegt eðli þessara athafna gerir skaðsemina augljósa. Í öðru samhengi, við atferli sem mætti kalla sálræna sjálfshýðingu, er skaðsemin kannski ekki jafn augljós. Um öll Vesturlönd má finna einstaklinga sem iðka sálrænar sjálfshýðingar. Þær byggja á rótgróinni og hamlandi sektarkennd sem getur litað allt líf einstaklingsins. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að sektarkennd getur verið eðlileg upplifun ef, og aðeins ef, einstaklingur (eða stofnun sem einstaklingurinn ber ábyrgð á) hefur raunverulega gert eitthvað á hlut einhvers. Í því tilfelli getur sektarkenndin drifið einstaklinginn áfram til að leita sátta og þannig haft jákvæð áhrif. Þessi grein fjallar ekki um þessa tegund sektarkenndar, heldur fjallar hún um fyrirbæri sem mætti kalla „samfélagslega sektarkennd“. Utanaðkomandi sektarkennd Samfélagsleg sektarkennd er viðvarandi sektarkennd vegna fyrirbæra sem einstaklingurinn ber ekki persónulega ábyrgð á. Hún er til komin vegna utanaðkomandi áhrifa, hvort sem það er frá fjölmiðlum, trúfélögum eða aðstandendum. Þeir sem reyna að höfða til sektarkenndar fólks eru fyllilega meðvitaðir um að það er auðveldara að stjórna sakbitnu fólki. Því miður virðast margir vera haldnir sektarkennd yfir hlutum sem þeir bera ekki ábyrgð á, til dæmis meðfæddri samfélagsstöðu, loftslagsbreytingum og sögulegri arfleifð. Það er athyglisvert að þetta fyrirbæri er nær eingöngu að finna á Vesturlöndum, sérstaklega hvað viðkemur sögulegri arfleifð. Hvort sem það er vegna þrælahalds, nýlendustefnu eða kynjamisréttis, reyna margir Vesturlandabúar stöðugt að friðþægja fyrir meintar syndir fortíðarinnar. Rússar, Kínverjar og Arabar, svo fá dæmi séu nefnd, hafa alveg jafn myrka sögu og Vesturlönd, fulla af þrælahaldi, nýlendustefnu og kynjamisrétti. Sektarkennd vegna sögunnar þekkist hins vegar ekki meðal þessara þjóða. Sekt og ábyrgð Á ákveðnum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég glímdi við mikla samfélagslega sektarkennd. Eftir að hafa íhugað málið vel gerði ég mér grein fyrir því að sektarkenndin var innrætt, ekki sjálfsprottin, og hafði haft skaðleg áhrif á andlega líðan mína. Staðreyndin er sú að við berum ekki ábyrgð á því hvar og hvenær við fæðumst, eða inn í hvaða þjóðfélagshóp. Það ætti að segja sig sjálft að við getum ekki borið sekt vegna einhvers sem við berum ekki ábyrgð á. Það er því algjörlega ómaklegt að leggjast í andlegar sjálfshýðingar yfir því. Sá sem býr við stöðuga sektarkennd er andlega í sárum, ekkert síður en að sá sem hefur húðstrýkt sig til blóðs er líkamlega í sárum. Trúlega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir séu haldnir ómaklegri sektarkennd. Til að komast að því gætir þú, lesandi góður, spurt sjálfan þig áleitinna spurninga, til dæmis: „Tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir loftslagsbreytingum?“ „Hef ég sektarkennd yfir því að búa í háþróuðum hluta heimsins?“ „Skammast ég mín fyrir sögu mína og menningu?“ Ef þú svarar einhverri þessara spurninga játandi ertu haldinn ómaklegri sektarkennd. Staðreyndin er sú að þú ættir ekki að upplifa sektarkennd yfir neinum þessara hluta. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en það er hægt að segja skilið við þessa tilfinningu, annað hvort á eigin spýtur eða með hjálp fagaðila. Þér mun líða betur ef það tekst. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Í héraðinu Pampanga á Filippseyjum er við lýði sérstök og heldur öfgafull páskahefð. Þar má sjá menn bera stóra viðarkrossa eftir fjölförnum götum. Fast á hæla þeirra fylgir fjöldi manna sem slær sig ítrekað með svipum á blóði drifinn hátt. Að göngunni lokinni eru þeir sem bera krossana krossfestir. Með þessari iðju vona þeir að Guð sjái aumur á þeim og fyrirgefi syndir þeirra. Líklega munu fæstir sjónarvottar telja þessa hegðun bera merki um skynsemi eða andlegt heilbrigði. Sjálfshýðingar af þessu tagi eru raunar þekktar allt frá miðöldum, sérstaklega meðal munka og einsetumanna. Líkamlegt eðli þessara athafna gerir skaðsemina augljósa. Í öðru samhengi, við atferli sem mætti kalla sálræna sjálfshýðingu, er skaðsemin kannski ekki jafn augljós. Um öll Vesturlönd má finna einstaklinga sem iðka sálrænar sjálfshýðingar. Þær byggja á rótgróinni og hamlandi sektarkennd sem getur litað allt líf einstaklingsins. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að sektarkennd getur verið eðlileg upplifun ef, og aðeins ef, einstaklingur (eða stofnun sem einstaklingurinn ber ábyrgð á) hefur raunverulega gert eitthvað á hlut einhvers. Í því tilfelli getur sektarkenndin drifið einstaklinginn áfram til að leita sátta og þannig haft jákvæð áhrif. Þessi grein fjallar ekki um þessa tegund sektarkenndar, heldur fjallar hún um fyrirbæri sem mætti kalla „samfélagslega sektarkennd“. Utanaðkomandi sektarkennd Samfélagsleg sektarkennd er viðvarandi sektarkennd vegna fyrirbæra sem einstaklingurinn ber ekki persónulega ábyrgð á. Hún er til komin vegna utanaðkomandi áhrifa, hvort sem það er frá fjölmiðlum, trúfélögum eða aðstandendum. Þeir sem reyna að höfða til sektarkenndar fólks eru fyllilega meðvitaðir um að það er auðveldara að stjórna sakbitnu fólki. Því miður virðast margir vera haldnir sektarkennd yfir hlutum sem þeir bera ekki ábyrgð á, til dæmis meðfæddri samfélagsstöðu, loftslagsbreytingum og sögulegri arfleifð. Það er athyglisvert að þetta fyrirbæri er nær eingöngu að finna á Vesturlöndum, sérstaklega hvað viðkemur sögulegri arfleifð. Hvort sem það er vegna þrælahalds, nýlendustefnu eða kynjamisréttis, reyna margir Vesturlandabúar stöðugt að friðþægja fyrir meintar syndir fortíðarinnar. Rússar, Kínverjar og Arabar, svo fá dæmi séu nefnd, hafa alveg jafn myrka sögu og Vesturlönd, fulla af þrælahaldi, nýlendustefnu og kynjamisrétti. Sektarkennd vegna sögunnar þekkist hins vegar ekki meðal þessara þjóða. Sekt og ábyrgð Á ákveðnum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég glímdi við mikla samfélagslega sektarkennd. Eftir að hafa íhugað málið vel gerði ég mér grein fyrir því að sektarkenndin var innrætt, ekki sjálfsprottin, og hafði haft skaðleg áhrif á andlega líðan mína. Staðreyndin er sú að við berum ekki ábyrgð á því hvar og hvenær við fæðumst, eða inn í hvaða þjóðfélagshóp. Það ætti að segja sig sjálft að við getum ekki borið sekt vegna einhvers sem við berum ekki ábyrgð á. Það er því algjörlega ómaklegt að leggjast í andlegar sjálfshýðingar yfir því. Sá sem býr við stöðuga sektarkennd er andlega í sárum, ekkert síður en að sá sem hefur húðstrýkt sig til blóðs er líkamlega í sárum. Trúlega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir séu haldnir ómaklegri sektarkennd. Til að komast að því gætir þú, lesandi góður, spurt sjálfan þig áleitinna spurninga, til dæmis: „Tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir loftslagsbreytingum?“ „Hef ég sektarkennd yfir því að búa í háþróuðum hluta heimsins?“ „Skammast ég mín fyrir sögu mína og menningu?“ Ef þú svarar einhverri þessara spurninga játandi ertu haldinn ómaklegri sektarkennd. Staðreyndin er sú að þú ættir ekki að upplifa sektarkennd yfir neinum þessara hluta. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en það er hægt að segja skilið við þessa tilfinningu, annað hvort á eigin spýtur eða með hjálp fagaðila. Þér mun líða betur ef það tekst. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar