Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2025 21:22 Donald Trump líkir sér við persónuna Bill Kilgore úr Apocalypse Now. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þetta kemur fram í færslu Trump á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann vísar í kvikmynd Francis Ford Coppola frá 1979, Apocalypse Now. „Ég elska þefinn af brottvísunum á morgnanna,“ skrifar Trump og vísar þar til orða undirofurstans brimbrettaóða Bill Kilgore, sem Robert Duvall lék eftirminnilega í umræddri kvikmynd, en sá sagðist elska lyktina af napalmi. Jafnframt birtir Trump mynd, að því er virðist gervigreindarteiknaða, af sjálfum sér í hlutverki Kilgore með yfirskriftinni: Chipocalypse Now. Hér má sjá myndina sem Trump birti á Truth Social. „Chigago er í þann mund að fara að komast að því hvers vegna við köllum það stríðsmálaráðuneytið,“ skrifar Trump, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hygðist breyta nafni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna yfir í stríðsmálaráðuneytinu. Trump hefur undanfarið gefið verulega til kynna að hann muni senda hermenn til Chicago til að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og takast á við glæpi. Ríkisstjóri Illinois, ríkisins þar sem Chicago er að finna, hefur andmælt þessum áformum forsetans. Hann segist túlka þessa nýjustu færslu Trump á þann veg að „forseti Bandaríkjanna sé að hóta að fara í stríð við ameríska borg“. „Þetta er ekki brandari. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Donald Trump er enginn kraftajötunn. Hann er hræddur maður. Illinois mun ekki láta þessa einræðisherraeftirhermu ógna sér.“ Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Trump á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann vísar í kvikmynd Francis Ford Coppola frá 1979, Apocalypse Now. „Ég elska þefinn af brottvísunum á morgnanna,“ skrifar Trump og vísar þar til orða undirofurstans brimbrettaóða Bill Kilgore, sem Robert Duvall lék eftirminnilega í umræddri kvikmynd, en sá sagðist elska lyktina af napalmi. Jafnframt birtir Trump mynd, að því er virðist gervigreindarteiknaða, af sjálfum sér í hlutverki Kilgore með yfirskriftinni: Chipocalypse Now. Hér má sjá myndina sem Trump birti á Truth Social. „Chigago er í þann mund að fara að komast að því hvers vegna við köllum það stríðsmálaráðuneytið,“ skrifar Trump, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hygðist breyta nafni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna yfir í stríðsmálaráðuneytinu. Trump hefur undanfarið gefið verulega til kynna að hann muni senda hermenn til Chicago til að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og takast á við glæpi. Ríkisstjóri Illinois, ríkisins þar sem Chicago er að finna, hefur andmælt þessum áformum forsetans. Hann segist túlka þessa nýjustu færslu Trump á þann veg að „forseti Bandaríkjanna sé að hóta að fara í stríð við ameríska borg“. „Þetta er ekki brandari. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Donald Trump er enginn kraftajötunn. Hann er hræddur maður. Illinois mun ekki láta þessa einræðisherraeftirhermu ógna sér.“
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59