Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 11:40 Litlir skrímslabangsar eru það allra vinsælasta hjá ungu kynslóðinni í dag. Getty/Visir Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna. „Það voru alls konar skrítnir hlutir farnir að gerast. Þetta var farið að stjórna alls konar hlutum í skólastofum og valda miklum leiðindum. Við ákváðum svo að óska eftir því að bangsarnir yrðu bara skildir eftir heima,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur, en hann kemur í lokaðri pakkningu og kaupandinn veit ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og hafa sumir selst á hundruði þúsunda í endursölu. Eftirlíkingar af böngsunum hafa einnig látið á sér kræla. Ekki fyrsta æðið sem börn fá þráhyggju yfir Sigríður segir að hún hafi á sínum 16 árum sem skólastjóri séð nokkur æði eins og Labubu æðið ganga yfir. Mörg þeirra eigi það sameiginlegt að börnin finnist þau þurfa eignast meira og meira af vörunni. „Svo koma eftirlíkingar, og þú ert ekki nógu góður ef þú átt bara eftirlíkingar.“ „Svo á einhver sex bangsa, og þeir hanga allir utan á skólatöskunni, þá er kominn metingur og þá er farið að gráta heima og börnin segja, af hverju á ég ekki svona.“ „Þetta á ekkert heima í skólunum,“ segir Sigríður. Ísaksskóli hafi sent tölvupóst til foreldra á fimmtudaginn þar sem biðlað var til foreldra að skilja bangsana eftir heima, og strax hafi hún fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum. „Einn pabbi svaraði og sagðist algjörlega sammála, en það væri dótadagur á morgun og hann spurði hvort þau mættu koma með bangsana þá. Það var ekkert mál.“ Sigríður segir að það eigi ekki að setja börn í aðstæður sem þessar, þeim eigi að líða vel í skólanum og þar eigi allir að vera á jafningjagrundvelli. „Já það er gleðin ein að setja ró og vinnufrið inn í daginn hjá okkur, af því þegar börnum líður vel í skólunum sínum og þau finna öryggið, þá gengur börnum vel að læra. Það er bara þannig,“ segir Sigríður. Skóla- og menntamál Tíska og hönnun Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Það voru alls konar skrítnir hlutir farnir að gerast. Þetta var farið að stjórna alls konar hlutum í skólastofum og valda miklum leiðindum. Við ákváðum svo að óska eftir því að bangsarnir yrðu bara skildir eftir heima,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur, en hann kemur í lokaðri pakkningu og kaupandinn veit ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og hafa sumir selst á hundruði þúsunda í endursölu. Eftirlíkingar af böngsunum hafa einnig látið á sér kræla. Ekki fyrsta æðið sem börn fá þráhyggju yfir Sigríður segir að hún hafi á sínum 16 árum sem skólastjóri séð nokkur æði eins og Labubu æðið ganga yfir. Mörg þeirra eigi það sameiginlegt að börnin finnist þau þurfa eignast meira og meira af vörunni. „Svo koma eftirlíkingar, og þú ert ekki nógu góður ef þú átt bara eftirlíkingar.“ „Svo á einhver sex bangsa, og þeir hanga allir utan á skólatöskunni, þá er kominn metingur og þá er farið að gráta heima og börnin segja, af hverju á ég ekki svona.“ „Þetta á ekkert heima í skólunum,“ segir Sigríður. Ísaksskóli hafi sent tölvupóst til foreldra á fimmtudaginn þar sem biðlað var til foreldra að skilja bangsana eftir heima, og strax hafi hún fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum. „Einn pabbi svaraði og sagðist algjörlega sammála, en það væri dótadagur á morgun og hann spurði hvort þau mættu koma með bangsana þá. Það var ekkert mál.“ Sigríður segir að það eigi ekki að setja börn í aðstæður sem þessar, þeim eigi að líða vel í skólanum og þar eigi allir að vera á jafningjagrundvelli. „Já það er gleðin ein að setja ró og vinnufrið inn í daginn hjá okkur, af því þegar börnum líður vel í skólunum sínum og þau finna öryggið, þá gengur börnum vel að læra. Það er bara þannig,“ segir Sigríður.
Skóla- og menntamál Tíska og hönnun Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira