Fótbolti

Spán­verjar og Belgar skoruðu sex

Siggeir Ævarsson skrifar
Spánverjar fagna einu af sex mörkum sínum í kvöld
Spánverjar fagna einu af sex mörkum sínum í kvöld EPA/ERDEM SAHIN

Átta leikir fóru fram í undankeppni HM 2026 í dag og í kvöld og það vantaði heldur betur ekki mörkin en alls voru skoruð 34 mörk í leikjunum átta.

Belgar rúlluðu yfir Kazakhstan 6-0 þar sem Kevin De Bruyne og Jérémy Doku skoruðu sitthvora tvennuna. Kazakhstan er þó ekki slakasta liðið í J-riðli heldur Liechtenstein sem hefur tapað öllum sínum leikjum, með markatöluna 0-19 og tapaði í kvöld fyrir Norður Makedóníu á útivelli 5-0.

Í A-riðli voru menn hvað rólegastir í markaskorun. Þjóðverjar lögðu N-Írlandi nokkuð örugglega 3-1 og þá vann Slóvaíka 0-1 sigur á Lúxemborg.

Í E-riðli var boðið upp á markaregn þar sem Spánverjar gerðu góða ferð til Tyrklands og unnu 0-6 þar sem miðjumaðurinn Mikel Merino skoraði þrennu. Þá vann Georgía 3-0 sigur á Búlgaríu.

Hollendingar gerðu góða ferð til Litháen og unnu 2-3 sigur þar sem Memphis Depay skrifaði sig í sögubækurnar. Í sama riðli, G-riðli, unnu Pólverjar 3-1 sigur á Finnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×