Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 8. september 2025 09:01 Undanfarinn áratug, þó fyrst og fremst árin 2019 til 2025, hafa bein útgjöld ríkissjóðs vegna ýmissa efnahagsáfalla og náttúruhamfara verið rúmlega 337 milljarðar króna. Þetta setur allt tal núverandi stjórnarliða um óráðsíu og hallarekstur í nýtt samhengi, því óbeinu áhrifin eru hér ekki reiknuð. Fyrir þessa 337 milljarða hefði verið hægt að byggja 15 til 20 ný Hvalfjarðargöng víðs vegar um land. Það er ekki sjálfsagt fyrir ríki að geta tekist á við svona kostnaðarsöm óvænt áföll og undirstrikar hversu mikilvæg áhersla Sjálfstæðisflokksins á niðurgreiðslu skulda var árin áður. Í umræðu um fjármál ríkisins hef ég ítrekað bent á mikinn kostnað vegna téðra atburða. Það kemur engum á óvart að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst dýrastur, þar sem bein útgjöld nema rúmlega 194 milljörðum. Hægt er að lesa nánar um útgjöldin í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni frá því í vor. Bein útgjöld eru bara önnur hlið peningsins Það er mikilvægt að skilja að þær tölur sem hér eru kynntar ná aðeins yfir bein útgjöld ríkissjóðs. Bein útgjöld eru fjárveitingar sem ríkið greiðir beint, eins og neyðaraðgerðir, stuðning við einstaklinga og fyrirtæki, eða fjármögnun stofnana sem sinna viðbrögðum. Hins vegar er raunverulegur kostnaður og áhrif áfalla miklu meiri. Tölurnar taka ekki til óbeinna áhrifa á ríkisfjármál og samfélagið allt, svo sem tekjumissis, samdráttar í efnahagsstarfsemi eða kostnaðar sem fellur á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Þegar efnahagslífið dregst saman þá minnka skatttekjur ríkisins, til dæmis vegna þess að fólk kaupir minna og fyrirtæki selja minna. Þessi tekjumissir er ekki hluti af þeim tölum sem hér er rætt um heldur bætist hann ofan á en er alveg jafn raunverulegur og dýr fyrir samfélagið og bein útgjöld. Óbeinu áhrifin, sem nánast ógerlegt er að reikna, eru sennilega ekki minni heldur líklega mun umfangsmeiri og nema hundruðum milljarða. Hröð og markviss viðbrögð Á þessu tímabili stóðu stjórnvöld frammi fyrir ýmsum áskorunum sem kröfðust hraðra og markvissra viðbragða. Þau miklu útgjöld sem ráðist var í sem viðbrögð við heimsfaraldri voru nauðsynleg til að tryggja afkomu einstaklinga og fyrirtækja auk þess að vernda heilsu almennings eftir bestu upplýsingum sem í boði voru á þeim tíma. Næststærsta áfallið hafa verið jarðhræringar í Grindavík frá 2023, sem hafa leitt til rúmlega 82 milljarða útgjalda ríkissjóðs, þar sem uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík vega þyngst. Aðrir stórir kostnaðarliðir voru viðbrögð og varnir gegn náttúruhamförum eins og fárviðrum, snjóflóðum og skriðuföllum og innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 sem birtist í viðbótarframlögum til utanríkismála, mannúðaraðstoðar og innlendra aðgerða. Að ógleymdu gjaldþroti flugfélagsins WOW air árið 2019 sem hafði í för með sér aukinn kostnað vegna greiðslu atvinnuleysisbóta og framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa. Á þeim tíma lögðu stjórnvöld fram nýja fjármálaáætlun sem samþykkt var til að bregðast við áætluðum áhrifum á efnahagslífið. Búumst við hinu óvænta Svar ráðherra sýnir að það er erfitt að skilgreina nákvæmlega og meta heildarkostnað áfalla. Reynslan sýnir að ríkið þarf að vera undirbúið fyrir óvæntar aðstæður sem geta raskað skatttekjum og aukið útgjöld hratt. Því er mikilvægt að ríkisfjármál séu alltaf sveigjanleg og hafi nægilegan styrk til að mæta slíkum áskorunum og að búið sé vel í haginn fyrir mögru árin sem koma þegar við eigum síst von á. Við munum áfram leggja áherslu á það, nú næst í komandi umræðu um fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug, þó fyrst og fremst árin 2019 til 2025, hafa bein útgjöld ríkissjóðs vegna ýmissa efnahagsáfalla og náttúruhamfara verið rúmlega 337 milljarðar króna. Þetta setur allt tal núverandi stjórnarliða um óráðsíu og hallarekstur í nýtt samhengi, því óbeinu áhrifin eru hér ekki reiknuð. Fyrir þessa 337 milljarða hefði verið hægt að byggja 15 til 20 ný Hvalfjarðargöng víðs vegar um land. Það er ekki sjálfsagt fyrir ríki að geta tekist á við svona kostnaðarsöm óvænt áföll og undirstrikar hversu mikilvæg áhersla Sjálfstæðisflokksins á niðurgreiðslu skulda var árin áður. Í umræðu um fjármál ríkisins hef ég ítrekað bent á mikinn kostnað vegna téðra atburða. Það kemur engum á óvart að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst dýrastur, þar sem bein útgjöld nema rúmlega 194 milljörðum. Hægt er að lesa nánar um útgjöldin í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni frá því í vor. Bein útgjöld eru bara önnur hlið peningsins Það er mikilvægt að skilja að þær tölur sem hér eru kynntar ná aðeins yfir bein útgjöld ríkissjóðs. Bein útgjöld eru fjárveitingar sem ríkið greiðir beint, eins og neyðaraðgerðir, stuðning við einstaklinga og fyrirtæki, eða fjármögnun stofnana sem sinna viðbrögðum. Hins vegar er raunverulegur kostnaður og áhrif áfalla miklu meiri. Tölurnar taka ekki til óbeinna áhrifa á ríkisfjármál og samfélagið allt, svo sem tekjumissis, samdráttar í efnahagsstarfsemi eða kostnaðar sem fellur á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Þegar efnahagslífið dregst saman þá minnka skatttekjur ríkisins, til dæmis vegna þess að fólk kaupir minna og fyrirtæki selja minna. Þessi tekjumissir er ekki hluti af þeim tölum sem hér er rætt um heldur bætist hann ofan á en er alveg jafn raunverulegur og dýr fyrir samfélagið og bein útgjöld. Óbeinu áhrifin, sem nánast ógerlegt er að reikna, eru sennilega ekki minni heldur líklega mun umfangsmeiri og nema hundruðum milljarða. Hröð og markviss viðbrögð Á þessu tímabili stóðu stjórnvöld frammi fyrir ýmsum áskorunum sem kröfðust hraðra og markvissra viðbragða. Þau miklu útgjöld sem ráðist var í sem viðbrögð við heimsfaraldri voru nauðsynleg til að tryggja afkomu einstaklinga og fyrirtækja auk þess að vernda heilsu almennings eftir bestu upplýsingum sem í boði voru á þeim tíma. Næststærsta áfallið hafa verið jarðhræringar í Grindavík frá 2023, sem hafa leitt til rúmlega 82 milljarða útgjalda ríkissjóðs, þar sem uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík vega þyngst. Aðrir stórir kostnaðarliðir voru viðbrögð og varnir gegn náttúruhamförum eins og fárviðrum, snjóflóðum og skriðuföllum og innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 sem birtist í viðbótarframlögum til utanríkismála, mannúðaraðstoðar og innlendra aðgerða. Að ógleymdu gjaldþroti flugfélagsins WOW air árið 2019 sem hafði í för með sér aukinn kostnað vegna greiðslu atvinnuleysisbóta og framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa. Á þeim tíma lögðu stjórnvöld fram nýja fjármálaáætlun sem samþykkt var til að bregðast við áætluðum áhrifum á efnahagslífið. Búumst við hinu óvænta Svar ráðherra sýnir að það er erfitt að skilgreina nákvæmlega og meta heildarkostnað áfalla. Reynslan sýnir að ríkið þarf að vera undirbúið fyrir óvæntar aðstæður sem geta raskað skatttekjum og aukið útgjöld hratt. Því er mikilvægt að ríkisfjármál séu alltaf sveigjanleg og hafi nægilegan styrk til að mæta slíkum áskorunum og að búið sé vel í haginn fyrir mögru árin sem koma þegar við eigum síst von á. Við munum áfram leggja áherslu á það, nú næst í komandi umræðu um fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun