Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar 8. september 2025 15:30 Árið er 2025. Fjórðungur aldar er liðinn frá því að fyrsta stórátakið í lestri hófst á Íslandi og þjóðin hefur margsinnis verið minnt á mikilvægi læsis og lesskilnings. Læsi í víðum skilningi er nátengt samskiptum okkar við aðra. Það tengist félagslegum venjum, tengslum, þekkingu, tungumáli og menningu okkar. Læsi er hluti af lífi okkar ásamt öðrum leiðum til samskipta. Fyrir marga er læsi sjálfsagður hlutur – en þeir sem ekki geta lesið eru í dag einangraðir frá margs konar samskiptum. Lestur er lykill að öllu námi og flestum hliðum daglegs lífs. Rannsóknir á borð við PISA (Menntamálastofnun – PISA 2018) sýna að íslensk börn hafa almennt staðið ágætlega í lestri, en á síðustu árum hefur það orðið meira áhyggjuefni hversu margir stríða við slakan lesskilning. Nýjustu niðurstöður alþjóðlegra kannana sýna að íslensk börn og ungmenni eiga í vaxandi erfiðleikum með að lesa og skilja texta (OECD PISA 2022). Hjá LESA höfum við verið á bólakafi í að skoða lestur frá öllum sjónarhornum, enda okkar hjartans mál þar sem við vinnum að því að gera heimalestur árangursríkan og skemmtilegan. Við höfum meðal annars skoðað átök í lestri undanfarinn ársfjórðung og telst svo til að 3-5 stórum lestrarátökum hafi verið hrundið af stað og mörgum minni. Hér verður farið yfir helstu átök og stefnumótun frá árinu 2000 til dagsins í dag. Þetta er ekki bara upptalning heldur einnig mat á því hvað virkaði, hvað féll í mold og hvar við stöndum nú þegar lestur er í harðri samkeppni við skjái og sífellt styttri athyglisbrest barnanna okkar. Við Íslendingar erum svolítið átakafólk, látum oft hlutina bíða, tökum okkur svo taki og ráðumst í verkin. Undarlegt nokk þá skilar þessi aðferð oft góðri útkomu. En gengur svona vinnulag þegar við erum að kenna börnunum okkar að lesa? Fyrsta átakið - Átak í lestri Árið 2000 hófst formlegt landsátak sem fékk einfaldlega nafnið Átak í lestri sem hafði það markmið að efla lestrarvenjur barna og ungmenna. Hugmyndafræðin var skýr: lestur er samfélagsmál, ekki bara kennaraverkefni. Verkefnið var sett af stað af menntayfirvöldum í samvinnu við skóla, bókasöfn og fjölmiðla. Tilefnið var vaxandi áhyggjur af lesfærni hér á landi. Rannsóknir á þeim tíma bentu til þess að íslensk börn læsu minna en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum (Menntamálastofnun – niðurstöður PISA) og margir kennarar töldu að áhugi á bókum væri á undanhaldi. Átakinu var stillt upp sem sameiginlegri ábyrgð samfélagsins – ekki aðeins verkefni kennara eða skólakerfisins. Hvatt var til daglegs heimalesturs sem gæti haft langtímaáhrif á lesskilning og orðaforða barna. Með átakinu var ætlunin að snúa þróuninni við, efla lestrarvenjur og tryggja að komandi kynslóðir hefðu traustan grunn í móðurmálinu. Fyrstu árin tóku margir þátt af krafti. Fjölmiðlar fylgdust með, bókasöfn buðu upp á nýja viðburði og útgefendur lögðu sitt af mörkum. Lestur bóka varð að umræðuefni og ýtti af stað ýmsum viðburðum, en segja má að langtímaáhrifin hafi verið lítil. Þau má helst merkja í lestrarhátíðum og hvatningarverðlaunum til nemenda og kennara. Þegar kom að PISA-könnunum árin eftir 2000 stóðu íslenskir nemendur vel að vígi, en þróunin tók smám saman að síga til verri vegar (Menntamálastofnun – niðurstöður PISA). Læsissáttmáli - þjóðarsáttmáli um læsi Árið 2015 gerði Mennta- og menningarmálaráðuneytið, sveitarfélög og landssamtök foreldra, Heimili og skóli með sér samning um að bæta læsi í landinu. Sáttmálinn fól í sér það markmið að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns og aukið þannig möguleika þeirra til virkrar þátttöku í samfélaginu.Hlutverk MMS var að útbúa skimunarpróf fyrir skóla, aðstoða kennara við mælingar, styðja sveitarfélögin við að ná markmiðum sínum, reka virka upplýsingagátt varðandi læsi og kennslu og að standa fyrir viðburðum um læsi. Heimili og skóli vildu fá ramma sem svipaði til Foreldrasáttmála samtakanna og styðja þannig foreldra til að taka meiri þátt og ábyrgð í læsisferlinu. Því var gerður sáttmáli sem samanstóð af 6 atriðum til stuðnings foreldrum og heimilum í lestrarnámi barnanna. Á vef MMS (sjá: Læsisvefurinn) er sagt frá samstarfi við fjölmarga aðila eins og Borgarbókasafn, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, RÚV og fjölda fagfélaga. Lestrarátak Ævars vísindamanns Árin 2014 til 2019 stóð Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, fyrir lestrarátaki meðal allra grunnskólanema landsins (sjá: Bókmenntavefinn). Ætlunin var að gera lestur að skemmtilegu ævintýri fyrir börn. Börnin voru hvött til að lesa meira - þau sem lásu mest voru valdir sem persónur í bókum hans um bernskubrek Ævars vísindamanns. Að lokum voru nokkrir heppnir krakkar valdir til að verða hluti af bókunum – og þar með leynilegar persónur í ævintýrum Ævars vísindamanns. Í kjölfarið fylgdu svo margs konar lestrar hvatar eins og að komast sem persóna í bækur um hrollvekjur og vélmenni. Lestrar hvatarnir fólu í sér að nemendur lásu og skráðu lestrarárangur á ákveðið form sem skólabókasöfn tóku við. Á meðan á átaksskrefunum stóð lásu börnin samtals yfir 330 þúsund bækur (sjá Facebook síðu Ævars) sem má telja ágætis árangur. Önnur smærri átök í lestri Hér má nefna: Bókabrölt í Breiðholti frá 2018, Tími til að lesa (2022) og Ofurhetju lestrarverkefni almenningsbókasafnanna 2024. Eflaust má finna fleiri lestrarátök sem sveitarfélög og fólk sem brennur fyrir lestri og íslensku tungumáli hafa hrundið af stað á undanförnum 25 árum. Árangurinn - hvað segir tölfræðin? MSS hefur nú lagt fyrir lesfimipróf í nokkur ár eða frá haustinu 2016 - þau eru lögð fram þrisvar á ári. Samkvæmt lesfimiprófi MMS sem lagt var fyrir nemendur í öllum bekkjum grunnskóla í lok árs 2018 jókst lesfimi skólabarna marktækt milli ára. Vísbendingar voru því um að aðgerðir til að auka lestrarfærni og áhuga barna væru að skila árangri (sjá: MMS). Þessar vísbendingar gengu því miður á skjön við niðurstöður úr einu alþjóðlegu könnuninni sem við tökum þátt í.Niðurstöður úr PISA 2022 (Programme for International Student Assessment) á vegum OECD sýna að íslenskir nemendur eru enn undir væntingum í lesskilningi og staðan fer versnandi. OECD meðaltalið sýndi sömu eða verri frammistöðu í lestri milli 2018 og 2022 þar sem Ísland lækkaði um 40 stig sem telst stór dýfa samkvæmt töflunni hér að neðan og þjóðinni ber að taka þessar niðurstöður alvarlega. PISA lestur - Íslands 2000-2022: Ár Ísland lestur stig OECD meðaltal stig Mismunur Breyting frá fyrra Breyting frá 2000 2022 436 476 -40 -38 -71 2018 474 487 -13 -8 -33 2015 482 493 -11 -1 -25 2012 483 496 -13 -17 -24 2009 500 493 7 16 -7 2006 484 492 -8 -8 -23 2003 492 494 -2 -15 -15 2000 507 500 7 0 Ef skoðað er hvar Ísland mælist í samanburði við önnur lönd þá er erfitt að greina lestrar þáttinn eingöngu. En gróft á litið þá var Ísland í efri helmingi þ.e. yfir meðaltali árið 2000 en var svo komið í áberandi niðursveiflu árin 2015 / 2018 og ógnvænlega neðarlega í röðinni árið 2022 - í kringum 37 sætið en nokkur óvissa er í tölum varðandi lesturinn eingöngu (sjá: Wikipedia).Hvað er að: Samkvæmt greiningu Wikipedia um PISA könnunina 2022 þá hefur: ●Læsi hefur dalað í 20 ár. OECD metur það svo að 15 ára Íslendingar árið 2022 séu á stigi sem 14 ára nemendur voru nokkrum árum fyrr. ●Of stór hópur nær ekki lágmarks kunnáttu í lestri en 40%íslenskra nemenda ná ekki grunnhæfni samanborið við 26% á Norðurlöndum. ●Mikill munur er á milli árangurs stúlkna og drengja en þær eru að meðaltali 35 stigum betri í lestri en þeir. ●Sorglegt er að sjá að 47% drengja náðu ekki lágmarks lestrarfærni (stig 2) á meðan 32% stelpna eru staddar á þeim stað. Þetta er ekki sá árangur sem vonir stóðu til að yrði. Það er í rauninni mjög vandasamt að meta árangur af þessum þremur stóru átökum: Átaki í lestri (2000), Þjóðarsáttmálinn (2014) og Lestrarátaki Ævars vísindamanns (2015) sem lýst var hér að framan, aðallega vegna þess að markmið þeirra voru ekki skýr og illa mælanleg, ekkert stöðumat var gert til þess að miða breytingar við og mælingar sem til eru voru ekki gerðar til að mæla árangur átakanna sem slíkra.Aðlögum umhverfið að börnunum, ekki börnin að umhverfinu.Átak í lestri árið 2000 minnti þjóðina á að lestur er grunnur menntunar og menningar. Nú, þegar nýjar kynslóðir vaxa úr grasi í hraðari heimi sem býr yfir miklu meiri áreiti en þá var, þurfum við að hugsa málin upp á nýtt. Ef við viljum að íslenskan blómstri áfram og að börn framtíðarinnar standi sterkt í alþjóðlegum heimi, þá er engin einfaldari, ódýrari og áhrifaríkari leið en að lesa – á hverjum degi.Það er markmið þeirra sem standa að LESA ( sjá lesa.is) - að auka lestrarfærni og lestrargleði barna og ýta þeim yfir í yndislestur. Til þess munum við nýta alla þá tækni og vitneskju sem bæst hefur í safnið frá árinu 2000. Forritun hefur fleygt fram, leikjafræði hefur tekið stórum framförum, gervigreindin er komin á ótrúlegan stað og allt þetta munum við nýta til að mæta börnunum með heilbrigðum leik og námi á skjánum. Því börnin eru þar hvort sem okkur líkar vel eða illa.Við ætlum að greina með mælingum: náttúrulegan lestrarhraða, lesskilning, lestrargleði og samfellutölfræði. Mikilvægast er að skapa jákvæða upplifun með því að nota aðferðir leikjafræða svo börnin tengi lestur við ánægju, forvitni og samveru, ekki bara skyldu. Höfundur er framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Revera og stofnandi Lesa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Árið er 2025. Fjórðungur aldar er liðinn frá því að fyrsta stórátakið í lestri hófst á Íslandi og þjóðin hefur margsinnis verið minnt á mikilvægi læsis og lesskilnings. Læsi í víðum skilningi er nátengt samskiptum okkar við aðra. Það tengist félagslegum venjum, tengslum, þekkingu, tungumáli og menningu okkar. Læsi er hluti af lífi okkar ásamt öðrum leiðum til samskipta. Fyrir marga er læsi sjálfsagður hlutur – en þeir sem ekki geta lesið eru í dag einangraðir frá margs konar samskiptum. Lestur er lykill að öllu námi og flestum hliðum daglegs lífs. Rannsóknir á borð við PISA (Menntamálastofnun – PISA 2018) sýna að íslensk börn hafa almennt staðið ágætlega í lestri, en á síðustu árum hefur það orðið meira áhyggjuefni hversu margir stríða við slakan lesskilning. Nýjustu niðurstöður alþjóðlegra kannana sýna að íslensk börn og ungmenni eiga í vaxandi erfiðleikum með að lesa og skilja texta (OECD PISA 2022). Hjá LESA höfum við verið á bólakafi í að skoða lestur frá öllum sjónarhornum, enda okkar hjartans mál þar sem við vinnum að því að gera heimalestur árangursríkan og skemmtilegan. Við höfum meðal annars skoðað átök í lestri undanfarinn ársfjórðung og telst svo til að 3-5 stórum lestrarátökum hafi verið hrundið af stað og mörgum minni. Hér verður farið yfir helstu átök og stefnumótun frá árinu 2000 til dagsins í dag. Þetta er ekki bara upptalning heldur einnig mat á því hvað virkaði, hvað féll í mold og hvar við stöndum nú þegar lestur er í harðri samkeppni við skjái og sífellt styttri athyglisbrest barnanna okkar. Við Íslendingar erum svolítið átakafólk, látum oft hlutina bíða, tökum okkur svo taki og ráðumst í verkin. Undarlegt nokk þá skilar þessi aðferð oft góðri útkomu. En gengur svona vinnulag þegar við erum að kenna börnunum okkar að lesa? Fyrsta átakið - Átak í lestri Árið 2000 hófst formlegt landsátak sem fékk einfaldlega nafnið Átak í lestri sem hafði það markmið að efla lestrarvenjur barna og ungmenna. Hugmyndafræðin var skýr: lestur er samfélagsmál, ekki bara kennaraverkefni. Verkefnið var sett af stað af menntayfirvöldum í samvinnu við skóla, bókasöfn og fjölmiðla. Tilefnið var vaxandi áhyggjur af lesfærni hér á landi. Rannsóknir á þeim tíma bentu til þess að íslensk börn læsu minna en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum (Menntamálastofnun – niðurstöður PISA) og margir kennarar töldu að áhugi á bókum væri á undanhaldi. Átakinu var stillt upp sem sameiginlegri ábyrgð samfélagsins – ekki aðeins verkefni kennara eða skólakerfisins. Hvatt var til daglegs heimalesturs sem gæti haft langtímaáhrif á lesskilning og orðaforða barna. Með átakinu var ætlunin að snúa þróuninni við, efla lestrarvenjur og tryggja að komandi kynslóðir hefðu traustan grunn í móðurmálinu. Fyrstu árin tóku margir þátt af krafti. Fjölmiðlar fylgdust með, bókasöfn buðu upp á nýja viðburði og útgefendur lögðu sitt af mörkum. Lestur bóka varð að umræðuefni og ýtti af stað ýmsum viðburðum, en segja má að langtímaáhrifin hafi verið lítil. Þau má helst merkja í lestrarhátíðum og hvatningarverðlaunum til nemenda og kennara. Þegar kom að PISA-könnunum árin eftir 2000 stóðu íslenskir nemendur vel að vígi, en þróunin tók smám saman að síga til verri vegar (Menntamálastofnun – niðurstöður PISA). Læsissáttmáli - þjóðarsáttmáli um læsi Árið 2015 gerði Mennta- og menningarmálaráðuneytið, sveitarfélög og landssamtök foreldra, Heimili og skóli með sér samning um að bæta læsi í landinu. Sáttmálinn fól í sér það markmið að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns og aukið þannig möguleika þeirra til virkrar þátttöku í samfélaginu.Hlutverk MMS var að útbúa skimunarpróf fyrir skóla, aðstoða kennara við mælingar, styðja sveitarfélögin við að ná markmiðum sínum, reka virka upplýsingagátt varðandi læsi og kennslu og að standa fyrir viðburðum um læsi. Heimili og skóli vildu fá ramma sem svipaði til Foreldrasáttmála samtakanna og styðja þannig foreldra til að taka meiri þátt og ábyrgð í læsisferlinu. Því var gerður sáttmáli sem samanstóð af 6 atriðum til stuðnings foreldrum og heimilum í lestrarnámi barnanna. Á vef MMS (sjá: Læsisvefurinn) er sagt frá samstarfi við fjölmarga aðila eins og Borgarbókasafn, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, RÚV og fjölda fagfélaga. Lestrarátak Ævars vísindamanns Árin 2014 til 2019 stóð Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, fyrir lestrarátaki meðal allra grunnskólanema landsins (sjá: Bókmenntavefinn). Ætlunin var að gera lestur að skemmtilegu ævintýri fyrir börn. Börnin voru hvött til að lesa meira - þau sem lásu mest voru valdir sem persónur í bókum hans um bernskubrek Ævars vísindamanns. Að lokum voru nokkrir heppnir krakkar valdir til að verða hluti af bókunum – og þar með leynilegar persónur í ævintýrum Ævars vísindamanns. Í kjölfarið fylgdu svo margs konar lestrar hvatar eins og að komast sem persóna í bækur um hrollvekjur og vélmenni. Lestrar hvatarnir fólu í sér að nemendur lásu og skráðu lestrarárangur á ákveðið form sem skólabókasöfn tóku við. Á meðan á átaksskrefunum stóð lásu börnin samtals yfir 330 þúsund bækur (sjá Facebook síðu Ævars) sem má telja ágætis árangur. Önnur smærri átök í lestri Hér má nefna: Bókabrölt í Breiðholti frá 2018, Tími til að lesa (2022) og Ofurhetju lestrarverkefni almenningsbókasafnanna 2024. Eflaust má finna fleiri lestrarátök sem sveitarfélög og fólk sem brennur fyrir lestri og íslensku tungumáli hafa hrundið af stað á undanförnum 25 árum. Árangurinn - hvað segir tölfræðin? MSS hefur nú lagt fyrir lesfimipróf í nokkur ár eða frá haustinu 2016 - þau eru lögð fram þrisvar á ári. Samkvæmt lesfimiprófi MMS sem lagt var fyrir nemendur í öllum bekkjum grunnskóla í lok árs 2018 jókst lesfimi skólabarna marktækt milli ára. Vísbendingar voru því um að aðgerðir til að auka lestrarfærni og áhuga barna væru að skila árangri (sjá: MMS). Þessar vísbendingar gengu því miður á skjön við niðurstöður úr einu alþjóðlegu könnuninni sem við tökum þátt í.Niðurstöður úr PISA 2022 (Programme for International Student Assessment) á vegum OECD sýna að íslenskir nemendur eru enn undir væntingum í lesskilningi og staðan fer versnandi. OECD meðaltalið sýndi sömu eða verri frammistöðu í lestri milli 2018 og 2022 þar sem Ísland lækkaði um 40 stig sem telst stór dýfa samkvæmt töflunni hér að neðan og þjóðinni ber að taka þessar niðurstöður alvarlega. PISA lestur - Íslands 2000-2022: Ár Ísland lestur stig OECD meðaltal stig Mismunur Breyting frá fyrra Breyting frá 2000 2022 436 476 -40 -38 -71 2018 474 487 -13 -8 -33 2015 482 493 -11 -1 -25 2012 483 496 -13 -17 -24 2009 500 493 7 16 -7 2006 484 492 -8 -8 -23 2003 492 494 -2 -15 -15 2000 507 500 7 0 Ef skoðað er hvar Ísland mælist í samanburði við önnur lönd þá er erfitt að greina lestrar þáttinn eingöngu. En gróft á litið þá var Ísland í efri helmingi þ.e. yfir meðaltali árið 2000 en var svo komið í áberandi niðursveiflu árin 2015 / 2018 og ógnvænlega neðarlega í röðinni árið 2022 - í kringum 37 sætið en nokkur óvissa er í tölum varðandi lesturinn eingöngu (sjá: Wikipedia).Hvað er að: Samkvæmt greiningu Wikipedia um PISA könnunina 2022 þá hefur: ●Læsi hefur dalað í 20 ár. OECD metur það svo að 15 ára Íslendingar árið 2022 séu á stigi sem 14 ára nemendur voru nokkrum árum fyrr. ●Of stór hópur nær ekki lágmarks kunnáttu í lestri en 40%íslenskra nemenda ná ekki grunnhæfni samanborið við 26% á Norðurlöndum. ●Mikill munur er á milli árangurs stúlkna og drengja en þær eru að meðaltali 35 stigum betri í lestri en þeir. ●Sorglegt er að sjá að 47% drengja náðu ekki lágmarks lestrarfærni (stig 2) á meðan 32% stelpna eru staddar á þeim stað. Þetta er ekki sá árangur sem vonir stóðu til að yrði. Það er í rauninni mjög vandasamt að meta árangur af þessum þremur stóru átökum: Átaki í lestri (2000), Þjóðarsáttmálinn (2014) og Lestrarátaki Ævars vísindamanns (2015) sem lýst var hér að framan, aðallega vegna þess að markmið þeirra voru ekki skýr og illa mælanleg, ekkert stöðumat var gert til þess að miða breytingar við og mælingar sem til eru voru ekki gerðar til að mæla árangur átakanna sem slíkra.Aðlögum umhverfið að börnunum, ekki börnin að umhverfinu.Átak í lestri árið 2000 minnti þjóðina á að lestur er grunnur menntunar og menningar. Nú, þegar nýjar kynslóðir vaxa úr grasi í hraðari heimi sem býr yfir miklu meiri áreiti en þá var, þurfum við að hugsa málin upp á nýtt. Ef við viljum að íslenskan blómstri áfram og að börn framtíðarinnar standi sterkt í alþjóðlegum heimi, þá er engin einfaldari, ódýrari og áhrifaríkari leið en að lesa – á hverjum degi.Það er markmið þeirra sem standa að LESA ( sjá lesa.is) - að auka lestrarfærni og lestrargleði barna og ýta þeim yfir í yndislestur. Til þess munum við nýta alla þá tækni og vitneskju sem bæst hefur í safnið frá árinu 2000. Forritun hefur fleygt fram, leikjafræði hefur tekið stórum framförum, gervigreindin er komin á ótrúlegan stað og allt þetta munum við nýta til að mæta börnunum með heilbrigðum leik og námi á skjánum. Því börnin eru þar hvort sem okkur líkar vel eða illa.Við ætlum að greina með mælingum: náttúrulegan lestrarhraða, lesskilning, lestrargleði og samfellutölfræði. Mikilvægast er að skapa jákvæða upplifun með því að nota aðferðir leikjafræða svo börnin tengi lestur við ánægju, forvitni og samveru, ekki bara skyldu. Höfundur er framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Revera og stofnandi Lesa.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun