Aukningin í innlánum eldri kynslóða um áttfalt meiri en fólks á miðjum aldri

Sú mikla aukning sem hefur orðið á undanförnum árum í innlánaeign heimilanna er nánast einvörðungu bundin við eldri kynslóðir en sparnaður þeirra samhliða háu vaxtastigi hefur að jafnaði vaxið margfalt meira en hjá fólki undir fimmtíu ára aldri.
Tengdar fréttir

Lítil lækkun á innlánum heimila eftir sölu Íslandsbanka kemur „verulega á óvart“
Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna.