Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifa 9. september 2025 07:01 Covid heimsfaraldurinn sýndi að hægt er að vinna mun fleiri verkefni óháð staðsetningu, að hluta eða öllu leyti. Stjórnvöld hafa í auknum mæli lagt áherslu á að jafna atvinnutækifæri óháð búsetu og í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir 2022-2036 segir að störf hjá ríkinu skuli ekki vera staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Er þetta fyrst og fremst gert fyrir landsbyggðina eða hagnast allir þegar hæfasta fólkið er ráðið hverju sinni? Hverju þarf að huga að? Til að dreifð teymi virki, starfsfólki líði vel, vinnubrögð verði árangursrík og inngilding eigi sér stað þurfa ákveðnir grunnþættir að vera til staðar. Það þarf að innleiða menningu og vinnubrögð sem tryggja þátttöku og upplýsingaflæði til alls starfsfólks óháð staðsetningu sem og að huga vel að félagslega þættinum sem er oft vanmetinn. Tæknin er sannarlega til staðar t.d. innri vefir, fjarfundabúnaður, samskiptamiðlar og deiliskjöl. Lykilatriði er að tæknin virki, myndavélar séu góðar og hljóðgæði framúrskarandi. Stefnur vinnustaða þarf að aðlaga að þessum breytingum, svo sem framtíðarsýn og samskiptastefnu og skýrar leiðbeiningar þarf um hvernig starfsmenn vinna best saman sem heild. Góðu fréttirnar fyrir stjórnendur eru að þetta er að miklu leyti í þeirra höndum. Þeirra vinnulag, áherslur og gildi hafa mikil áhrif hér eins og í mörgu öðru. Út frá reynslu okkar sem stjórnendur mælum við eindregið með check in fundum a.m.k. 2-3 sinnum í viku og auknum aga á fjarfundum. Fundir fari fram einungis á meðan allir eru viðstaddir, fyrir og eftir fundir þeirra sem eru á sama stað heyri sögunni til. Stjórnandi sé meðvitaður um hvert hann beinir athygli sinni, hvert hann beinir verkefnum og venji sig á að eiga í jafn miklum samskiptum við starfsfólk óháð staðsetningu. Hugarlás stjórnenda Niðurstöður úr vefkönnun voru birtar í ágúst 2021 þar sem kom fram viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana á höfuðborgarsvæðinu til fjölgunar starfa án staðsetningar (könnun RHA er nýlegri og víðtækari en svörin voru svipuð). Þar töldu 71% þeirra forstöðumanna sem tóku þátt í vefkönnuninni frekar eða mjög ólíklegt að 10% auglýstra starfa hjá þeirra stofnun yrðu án staðsetningar fyrir árslok 2024. Um 27% töldu mjög eða frekar líklegt að ráða í starf án staðsetningar á næstu 24 mánuðum en 63% töldu það mjög eða frekar ólíklegt. Hræðsla og þekkingarleysi geta ýtt undir að flækjustigið sé ofmetið, sér í lagi hjá stofnunum þar sem enginn er fyrir í starfi án staðsetningar. Stjórnendastöður og lykilstöður virðast sérstaklega vera undanskildar þegar kemur að auglýsingum um óstaðbundin störf sem gefur til kynna að viðhorfið gagnvart þeim stöðum þurfi að breytast, því í þeim felast fyrirmyndir. Aðhaldskrafa hefur verið viðvarandi og kostnaður fylgir því að halda úti húsnæði, ferja fólk á starfsdaga og þess háttar. Búi stjórnandi ekki til fjárhagslegt rými til að tryggja að starfsfólk í óstaðbundnum störfum geti komið í höfuðstöðvar og verið þátttakendur í mikilvægum staðbundum atburðum verða störf án staðsetningar aldrei farsæl, sanngjörn né á jafnréttisgrundvelli. Er 3% allt sem við treystum okkur í? Auglýstar stöður hjá hinu opinbera eru langflestar staðbundnar og alls ekki alltaf augljóst hvers vegna staðan er bundin við staðsetningu í auglýsingu. Frá 1. janúar 2022 til 1. september 2025 hafa 11.761 starfsauglýsingar verið birtar á Starfatorgi fyrir 22.740 störf. Á sama tímabili voru 709 af störfunum auglýst sem óstaðbundin störf á Starfatorgi, eða 3,1% af auglýstum störfum (22.740). Einnig voru nokkur störf flokkuð sem óstaðbundin innan landsfjórðungs og eru þau undanskilin í þessari tölu en slíkt er þó afar mikilvægt skref og getur verið eðlilegt ef starfsemin er þegar með mikla landfræðilega dreifingu. Hvað þarf að breytast? Ljóst er að skýrar reglur eða hvatar þurfa að vera til staðar um ráðningar hjá hinu opinbera í störf án staðsetningar og stuðningur meiri við að koma þessu kerfi almennilega á ef standa á við setta stefnu. Líklegast er að áfram verði brestur á að auglýst séu störf án staðsetningar á meðan einungis stefna er til staðar sem leiðarljós og engin eftirfylgni fer fram. Hugsanlega mætti útfæra kröfur um rökstuðning í þeim tilfellum sem störf eru auglýst á fasta starfsstöð eða skilgreina hvaða störf hjá ríkinu eru undanþegin t.d. störf við aðhlynningu, ákveðin þjónustustörf, ræstingu og önnur vettvangsstörf. Sé hins vegar ekki augljóst að starfið þurfi að vera staðbundið þá væri möguleiki á að sækja um undanþágu. Einnig er hægt að hugsa sér ef stofnun er þegar með dreifða starfsemi að það dugi að auglýsa þær starfsstöðvar sem fyrir eru sem mögulegar staðsetningar. Fyrst og fremst þurfa þó stjórnendur hjá hinu opinbera að taka skrefið, læra af þeim sem þegar hafa lagt upp í þessa vegferð, hefja endurskipulagningu með þessar breytingar í huga og hugsa vinnustaðinn upp á nýtt til framtíðar með öllu því jákvæða og jú því flókna sem fylgir. Hvað færir aukin breidd okkur? Fleiri störf án staðsetningar snúast ekki aðeins um byggðastefnu heldur jafnrétti, meira og oft betra úrval umsækjenda, fjölbreytt mannlíf og meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk. Reynsla höfunda er sú að með landfræðilegri breidd teyma kemur önnur sýn inn sem er dýrmæt og hætta á að hefði ekki skilað sér hefðu allir verið frá sama stað. Flestar stofnanir eru að þjónusta alla landsmenn og skýr ávinningur er af því að sjónarhorn landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins skili sér í þeim verkefnum sem fengist er við hjá hinu opinbera. Nútíma vinnustaðir sem hafa tileinkað sér fjarvinnu og störf án staðsetningar eru meira aðlaðandi í huga flestra, draga úr ferðatíma og orkunotkun og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Losum um hugarlásinn Stjórnvöld þurfa að finna leiðir til að stofnanir taki byggðastefnuna til sín og innleiði hana í framkvæmd. Það getur orðið of seint fyrir einhvern byggðarlög áður en langt um líður. Spurningin er því ekki hvort við getum unnið störf án staðsetningar, heldur hvort við leggjum í það og þorum að sleppa takinu á kaffivélasamræðunum og finna aðrar leiðir til tengsla og samskipta. Þannig stíga stjórnendur inn í framtíðina sem er full af tækifærum, fyrir landið allt. Höfundar hafa langa reynslu af stjórnun hjá hinu opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þegar leikreglurnar líkjast lönguvitleysu Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kemur fram að brjóti starfsmaður af sér í starfi skuli stjórnandi veita viðkomandi áminningu. Áminning er viðvörun sem hefur þó ekki skýran gildistíma en oft er miðað við eitt til tvö ár. Brjóti starfmaður sem áður hefur verið áminntur aftur af sér í starfi en með öðrum hætti teljast brotin ótengd. 14. mars 2022 10:31 Þegar réttur eins kann að skaða annan Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. 23. apríl 2021 12:30 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Covid heimsfaraldurinn sýndi að hægt er að vinna mun fleiri verkefni óháð staðsetningu, að hluta eða öllu leyti. Stjórnvöld hafa í auknum mæli lagt áherslu á að jafna atvinnutækifæri óháð búsetu og í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir 2022-2036 segir að störf hjá ríkinu skuli ekki vera staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Er þetta fyrst og fremst gert fyrir landsbyggðina eða hagnast allir þegar hæfasta fólkið er ráðið hverju sinni? Hverju þarf að huga að? Til að dreifð teymi virki, starfsfólki líði vel, vinnubrögð verði árangursrík og inngilding eigi sér stað þurfa ákveðnir grunnþættir að vera til staðar. Það þarf að innleiða menningu og vinnubrögð sem tryggja þátttöku og upplýsingaflæði til alls starfsfólks óháð staðsetningu sem og að huga vel að félagslega þættinum sem er oft vanmetinn. Tæknin er sannarlega til staðar t.d. innri vefir, fjarfundabúnaður, samskiptamiðlar og deiliskjöl. Lykilatriði er að tæknin virki, myndavélar séu góðar og hljóðgæði framúrskarandi. Stefnur vinnustaða þarf að aðlaga að þessum breytingum, svo sem framtíðarsýn og samskiptastefnu og skýrar leiðbeiningar þarf um hvernig starfsmenn vinna best saman sem heild. Góðu fréttirnar fyrir stjórnendur eru að þetta er að miklu leyti í þeirra höndum. Þeirra vinnulag, áherslur og gildi hafa mikil áhrif hér eins og í mörgu öðru. Út frá reynslu okkar sem stjórnendur mælum við eindregið með check in fundum a.m.k. 2-3 sinnum í viku og auknum aga á fjarfundum. Fundir fari fram einungis á meðan allir eru viðstaddir, fyrir og eftir fundir þeirra sem eru á sama stað heyri sögunni til. Stjórnandi sé meðvitaður um hvert hann beinir athygli sinni, hvert hann beinir verkefnum og venji sig á að eiga í jafn miklum samskiptum við starfsfólk óháð staðsetningu. Hugarlás stjórnenda Niðurstöður úr vefkönnun voru birtar í ágúst 2021 þar sem kom fram viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana á höfuðborgarsvæðinu til fjölgunar starfa án staðsetningar (könnun RHA er nýlegri og víðtækari en svörin voru svipuð). Þar töldu 71% þeirra forstöðumanna sem tóku þátt í vefkönnuninni frekar eða mjög ólíklegt að 10% auglýstra starfa hjá þeirra stofnun yrðu án staðsetningar fyrir árslok 2024. Um 27% töldu mjög eða frekar líklegt að ráða í starf án staðsetningar á næstu 24 mánuðum en 63% töldu það mjög eða frekar ólíklegt. Hræðsla og þekkingarleysi geta ýtt undir að flækjustigið sé ofmetið, sér í lagi hjá stofnunum þar sem enginn er fyrir í starfi án staðsetningar. Stjórnendastöður og lykilstöður virðast sérstaklega vera undanskildar þegar kemur að auglýsingum um óstaðbundin störf sem gefur til kynna að viðhorfið gagnvart þeim stöðum þurfi að breytast, því í þeim felast fyrirmyndir. Aðhaldskrafa hefur verið viðvarandi og kostnaður fylgir því að halda úti húsnæði, ferja fólk á starfsdaga og þess háttar. Búi stjórnandi ekki til fjárhagslegt rými til að tryggja að starfsfólk í óstaðbundnum störfum geti komið í höfuðstöðvar og verið þátttakendur í mikilvægum staðbundum atburðum verða störf án staðsetningar aldrei farsæl, sanngjörn né á jafnréttisgrundvelli. Er 3% allt sem við treystum okkur í? Auglýstar stöður hjá hinu opinbera eru langflestar staðbundnar og alls ekki alltaf augljóst hvers vegna staðan er bundin við staðsetningu í auglýsingu. Frá 1. janúar 2022 til 1. september 2025 hafa 11.761 starfsauglýsingar verið birtar á Starfatorgi fyrir 22.740 störf. Á sama tímabili voru 709 af störfunum auglýst sem óstaðbundin störf á Starfatorgi, eða 3,1% af auglýstum störfum (22.740). Einnig voru nokkur störf flokkuð sem óstaðbundin innan landsfjórðungs og eru þau undanskilin í þessari tölu en slíkt er þó afar mikilvægt skref og getur verið eðlilegt ef starfsemin er þegar með mikla landfræðilega dreifingu. Hvað þarf að breytast? Ljóst er að skýrar reglur eða hvatar þurfa að vera til staðar um ráðningar hjá hinu opinbera í störf án staðsetningar og stuðningur meiri við að koma þessu kerfi almennilega á ef standa á við setta stefnu. Líklegast er að áfram verði brestur á að auglýst séu störf án staðsetningar á meðan einungis stefna er til staðar sem leiðarljós og engin eftirfylgni fer fram. Hugsanlega mætti útfæra kröfur um rökstuðning í þeim tilfellum sem störf eru auglýst á fasta starfsstöð eða skilgreina hvaða störf hjá ríkinu eru undanþegin t.d. störf við aðhlynningu, ákveðin þjónustustörf, ræstingu og önnur vettvangsstörf. Sé hins vegar ekki augljóst að starfið þurfi að vera staðbundið þá væri möguleiki á að sækja um undanþágu. Einnig er hægt að hugsa sér ef stofnun er þegar með dreifða starfsemi að það dugi að auglýsa þær starfsstöðvar sem fyrir eru sem mögulegar staðsetningar. Fyrst og fremst þurfa þó stjórnendur hjá hinu opinbera að taka skrefið, læra af þeim sem þegar hafa lagt upp í þessa vegferð, hefja endurskipulagningu með þessar breytingar í huga og hugsa vinnustaðinn upp á nýtt til framtíðar með öllu því jákvæða og jú því flókna sem fylgir. Hvað færir aukin breidd okkur? Fleiri störf án staðsetningar snúast ekki aðeins um byggðastefnu heldur jafnrétti, meira og oft betra úrval umsækjenda, fjölbreytt mannlíf og meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk. Reynsla höfunda er sú að með landfræðilegri breidd teyma kemur önnur sýn inn sem er dýrmæt og hætta á að hefði ekki skilað sér hefðu allir verið frá sama stað. Flestar stofnanir eru að þjónusta alla landsmenn og skýr ávinningur er af því að sjónarhorn landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins skili sér í þeim verkefnum sem fengist er við hjá hinu opinbera. Nútíma vinnustaðir sem hafa tileinkað sér fjarvinnu og störf án staðsetningar eru meira aðlaðandi í huga flestra, draga úr ferðatíma og orkunotkun og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Losum um hugarlásinn Stjórnvöld þurfa að finna leiðir til að stofnanir taki byggðastefnuna til sín og innleiði hana í framkvæmd. Það getur orðið of seint fyrir einhvern byggðarlög áður en langt um líður. Spurningin er því ekki hvort við getum unnið störf án staðsetningar, heldur hvort við leggjum í það og þorum að sleppa takinu á kaffivélasamræðunum og finna aðrar leiðir til tengsla og samskipta. Þannig stíga stjórnendur inn í framtíðina sem er full af tækifærum, fyrir landið allt. Höfundar hafa langa reynslu af stjórnun hjá hinu opinbera.
Þegar leikreglurnar líkjast lönguvitleysu Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kemur fram að brjóti starfsmaður af sér í starfi skuli stjórnandi veita viðkomandi áminningu. Áminning er viðvörun sem hefur þó ekki skýran gildistíma en oft er miðað við eitt til tvö ár. Brjóti starfmaður sem áður hefur verið áminntur aftur af sér í starfi en með öðrum hætti teljast brotin ótengd. 14. mars 2022 10:31
Þegar réttur eins kann að skaða annan Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. 23. apríl 2021 12:30
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun