Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 21:58 Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu. Fólkið sem höfðaði málið upprunalega og samtök smárra fyrirtækja sem standa við bak þeirra, fóru einnig fram á að málið fengi flýtimeðferð hjá Hæstarétti, á þeim grundvelli að tollarnir séu mikill skaðvaldur. Sjá einnig: Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Málið verður tekið fyrir hæstarétt í byrjun nóvember og gæti úrskurður legið fyrir í lok árs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Trump hefur beitt fjölmörg ríki heims umfangsmiklum tollum frá því hann tók við embætti forseta í janúar. Marga þeirra setti hann á á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Tollana hefur Trump notað til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Í fyrri úrskurðum í málinu sögðu dómarar að umrædd lög veiti forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Það ætti samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna að vera á höndum þingsins. Trump hefur ítrekað tekið sér völd sem hingað til hafa verið þingsins en Repúblikanar, sem eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa sýnt lítinn mótþróa. Ríkisstjórn Trumps segir að verði tollarnir úrskurðaðir ólöglegir muni það leiða til hamfara í Bandaríkjunum. Búist sé við því að ríkið muni afla allt að þúsund milljörðum dala vegna tollanna fyrir næsta sumar og falli það niður myndu afleiðingarnar á ríkisreksturinn verða miklar. Einnig þyrfti að semja við fjölda ríkja upp á nýtt og jafnvel endurgreiða ríkjum sem búið er að semja við á grunni tollanna. Vongóðir fyrir hæstarétti Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump. Þegar dómurinn hefur formlega störf í október eru nokkur mál um valdsvið Trumps sem fara á borð dómara þar og eru Trump-liðar borubrattir um að málin muni fara þeim í vil. Dómarar á neðri dómstigum hafa ítrekað staðið í vegi Trumps en hæstiréttur hefur í fjölda tilfella úrskurðað forsetanum í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum. Nú í kvöld frysti John Roberts, forseti hæstaréttar, úrksurð lægra dómstigs um að Trump væri ekki heimilt að stöðva fjárútlát til þróunaraðstoðar sem þingið hefði þegar samþykkt. Hann færði engin rök fyrir ákvörðun sinni en hún felur í sér að peningunum verði ekki eytt að svo stöddu. Þetta mál byggir á því að Trump hefur neitað að verja um fimm milljörðum dala í þróunaraðstoð, eins og þingið hefur sagt að eigi að gera. Það gerði Trump á gunni laga frá 1974. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Lögin hafa ekki verið notuð í nærri því hálfa öld og áður hafa sérfræðingar komist að því að ólöglegt sé að beita þeim með þessum hætti. Þessi lög fela í sér að forseti geti sent þinginu kröfu um að tilteknum fjármunum verði ekki varið og hefst þá 45 daga ferli þar sem þingið má ekki snerta peningana. Núverandi fjárlagaári lýkur í lok september, svo með þessu er Trump í raun að taka fyrir hendurnar á þinginu og koma í veg fyrir að peningunum verði varið í það sem þingið samþykkti. Á fyrra kjörtímabili Trumps komust sérfræðingar sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar, sem kallast Government Accountability Office, eða GAO, að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri að beita áðurnefndum lögum með þessum hætti. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna.AP/Manuel Balce Ceneta Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur eftir féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira
Fólkið sem höfðaði málið upprunalega og samtök smárra fyrirtækja sem standa við bak þeirra, fóru einnig fram á að málið fengi flýtimeðferð hjá Hæstarétti, á þeim grundvelli að tollarnir séu mikill skaðvaldur. Sjá einnig: Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Málið verður tekið fyrir hæstarétt í byrjun nóvember og gæti úrskurður legið fyrir í lok árs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Trump hefur beitt fjölmörg ríki heims umfangsmiklum tollum frá því hann tók við embætti forseta í janúar. Marga þeirra setti hann á á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Tollana hefur Trump notað til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Í fyrri úrskurðum í málinu sögðu dómarar að umrædd lög veiti forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Það ætti samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna að vera á höndum þingsins. Trump hefur ítrekað tekið sér völd sem hingað til hafa verið þingsins en Repúblikanar, sem eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa sýnt lítinn mótþróa. Ríkisstjórn Trumps segir að verði tollarnir úrskurðaðir ólöglegir muni það leiða til hamfara í Bandaríkjunum. Búist sé við því að ríkið muni afla allt að þúsund milljörðum dala vegna tollanna fyrir næsta sumar og falli það niður myndu afleiðingarnar á ríkisreksturinn verða miklar. Einnig þyrfti að semja við fjölda ríkja upp á nýtt og jafnvel endurgreiða ríkjum sem búið er að semja við á grunni tollanna. Vongóðir fyrir hæstarétti Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump. Þegar dómurinn hefur formlega störf í október eru nokkur mál um valdsvið Trumps sem fara á borð dómara þar og eru Trump-liðar borubrattir um að málin muni fara þeim í vil. Dómarar á neðri dómstigum hafa ítrekað staðið í vegi Trumps en hæstiréttur hefur í fjölda tilfella úrskurðað forsetanum í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum. Nú í kvöld frysti John Roberts, forseti hæstaréttar, úrksurð lægra dómstigs um að Trump væri ekki heimilt að stöðva fjárútlát til þróunaraðstoðar sem þingið hefði þegar samþykkt. Hann færði engin rök fyrir ákvörðun sinni en hún felur í sér að peningunum verði ekki eytt að svo stöddu. Þetta mál byggir á því að Trump hefur neitað að verja um fimm milljörðum dala í þróunaraðstoð, eins og þingið hefur sagt að eigi að gera. Það gerði Trump á gunni laga frá 1974. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Lögin hafa ekki verið notuð í nærri því hálfa öld og áður hafa sérfræðingar komist að því að ólöglegt sé að beita þeim með þessum hætti. Þessi lög fela í sér að forseti geti sent þinginu kröfu um að tilteknum fjármunum verði ekki varið og hefst þá 45 daga ferli þar sem þingið má ekki snerta peningana. Núverandi fjárlagaári lýkur í lok september, svo með þessu er Trump í raun að taka fyrir hendurnar á þinginu og koma í veg fyrir að peningunum verði varið í það sem þingið samþykkti. Á fyrra kjörtímabili Trumps komust sérfræðingar sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar, sem kallast Government Accountability Office, eða GAO, að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri að beita áðurnefndum lögum með þessum hætti. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna.AP/Manuel Balce Ceneta
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur eftir féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira