Fótbolti

Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heimir svekktur eftir leik.
Heimir svekktur eftir leik. Stephen McCarthy/Getty Images

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, axlaði ábyrgð eftir tap liðsins gegn Armeníu í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fer næsta sumar. Hann var þó ekki sáttur með spyril RTÉ Sport eftir leik. 

„Þetta lokaði mörgum möguleikum, allt þarf að vera fullkomið héðan í frá. Eftir þessa frammistöðu er erfitt að vera bjartsýnn á að við vorum til Portúgal og leggjum þá að velli með frammistöðu eins og þessari hér í dag,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írland er með aðeins tvö stig eftir tvo leik og HM draumurinn svo gott sem úr sögunni.

Heimir var spurður í hverju vandamál liðsins fælust.

„Ég myndi segja í nánast öllu. Við vorum ekki nægilega þéttir varnarlega eins og við erum vanalega. Við töpuðum mörgum einvígum og með boltann þá gerðum við mörg mistök og töpuðum boltanum á hættulegum stöðum.“

„Þeir unnu okkur sannfærandi í kvöld,“ bætti Heimir við.

Spyrillinn hjá RTÉ Sport taldi svo upp undanfarin úrslit Armeníu og tilkynnti Heimi að Írland væri 45 sætum ofar á heimslista FIFA.

„Er þetta spurning?“

„Spurningin er, á Írland ekki að standa sig betur gegn slíkum liðum,“ svaraði spyrillinn súr.

„Það er ástæðan fyrir því að við erum gríðarlega svekktir.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×