Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2025 12:02 Maðurinn fullyrti að hann hefði aðlagast íslensku samfélagi undanfarin tvö ár. Hér njóta landsmenn veðurblíðu við Austurvöll í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hélt því fram að brottvísun væri ósanngjörn Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi sumarið 2023, kærði ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í febrúar á þessu ári. Hann krafðist þess að brottvísunin yrði felld úr gildi eða að endurkomubannið yrði stytt. Í greinargerð sinni hélt hann því fram að brot hans væru ekki svo alvarleg að réttlæta brottvísun. Hann sagðist aðeins hafa hlotið einn refsidóm og að um minniháttar auðgunarbrot og umferðarlagabrot væri að ræða. Þá hefði hann aðlagast íslensku samfélagi og ætti engin tengsl við Litháen, þar sem hann hefði hvorki búið né talað tungumálið. Brottvísun væri því „bersýnilega ósanngjörn“, að hans mati. Kærandi byggði einnig á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og vísaði til reglna Evrópusambandsins um frjálsa för borgara EES-ríkja, þar sem tekið er mið af lengd dvalar, fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðlögun áður en gripið er til brottvísunar. Tvö dómsmál og endurtekin brot Kærunefnd féllst ekki á þessi rök. Í úrskurði hennar kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir fjölda brota á árunum 2024 og 2025. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í september 2024 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsisdóm, að hluta skilorðsbundinn, fyrir þjófnaðarbrot, eignarspjöll, húsbrot, nytjastuld, vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot. Í maí 2025 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann síðan í tólf mánaða fangelsi fyrir 15 ákæruliði, þar á meðal fimm þjófnaðarbrot, gripdeildir, fjársvik, fleiri nytjastuldi, vörslu fíkniefna og fíkniefnaakstur. Fjárhæð fjármunabrota hans nam rúmlega 630 þúsund krónum auk þess sem hann braust inn á heimili og í iðnaðarhúsnæði og stal verðmætum tækjum og fatnaði. Samkvæmt lögreglu hafa afskipti af manninum verið tíð og hann hafi ítrekað framið brot stuttu eftir að hann kom til landsins. Hann hafi ítrekað lagst til svefns í annarlegu ástandi í húsnæði eða bifreiðum, hvar hann væri óvelkominn. Þá hafi hann einnig verið vistaður í gæsluvarðhaldi til að sporna gegn áframhaldandi brotahrinu. Talinn ógn við samfélagið Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hegðun mannsins benti til þess að hann muni fremja ný brot og að hann væri yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hann hafi ekki sýnt fram á tengsl við Ísland né að hann nyti ótímabundins dvalarréttar. Einnig var tekið fram að hann hafi ekki verið í stöðugri vinnu eftir maí 2024 og þegið félagslega aðstoð. Brotaferill hans sýndi skeytingarleysi gagnvart lögum landsins og lítil sem engin merki um aðlögun að íslensku samfélagi. Að öllu virtu staðfesti kærunefndin brottvísunina og sjö ára endurkomubann. Dómsmál Litáen Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira
Hélt því fram að brottvísun væri ósanngjörn Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi sumarið 2023, kærði ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í febrúar á þessu ári. Hann krafðist þess að brottvísunin yrði felld úr gildi eða að endurkomubannið yrði stytt. Í greinargerð sinni hélt hann því fram að brot hans væru ekki svo alvarleg að réttlæta brottvísun. Hann sagðist aðeins hafa hlotið einn refsidóm og að um minniháttar auðgunarbrot og umferðarlagabrot væri að ræða. Þá hefði hann aðlagast íslensku samfélagi og ætti engin tengsl við Litháen, þar sem hann hefði hvorki búið né talað tungumálið. Brottvísun væri því „bersýnilega ósanngjörn“, að hans mati. Kærandi byggði einnig á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og vísaði til reglna Evrópusambandsins um frjálsa för borgara EES-ríkja, þar sem tekið er mið af lengd dvalar, fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðlögun áður en gripið er til brottvísunar. Tvö dómsmál og endurtekin brot Kærunefnd féllst ekki á þessi rök. Í úrskurði hennar kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir fjölda brota á árunum 2024 og 2025. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í september 2024 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsisdóm, að hluta skilorðsbundinn, fyrir þjófnaðarbrot, eignarspjöll, húsbrot, nytjastuld, vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot. Í maí 2025 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann síðan í tólf mánaða fangelsi fyrir 15 ákæruliði, þar á meðal fimm þjófnaðarbrot, gripdeildir, fjársvik, fleiri nytjastuldi, vörslu fíkniefna og fíkniefnaakstur. Fjárhæð fjármunabrota hans nam rúmlega 630 þúsund krónum auk þess sem hann braust inn á heimili og í iðnaðarhúsnæði og stal verðmætum tækjum og fatnaði. Samkvæmt lögreglu hafa afskipti af manninum verið tíð og hann hafi ítrekað framið brot stuttu eftir að hann kom til landsins. Hann hafi ítrekað lagst til svefns í annarlegu ástandi í húsnæði eða bifreiðum, hvar hann væri óvelkominn. Þá hafi hann einnig verið vistaður í gæsluvarðhaldi til að sporna gegn áframhaldandi brotahrinu. Talinn ógn við samfélagið Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hegðun mannsins benti til þess að hann muni fremja ný brot og að hann væri yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hann hafi ekki sýnt fram á tengsl við Ísland né að hann nyti ótímabundins dvalarréttar. Einnig var tekið fram að hann hafi ekki verið í stöðugri vinnu eftir maí 2024 og þegið félagslega aðstoð. Brotaferill hans sýndi skeytingarleysi gagnvart lögum landsins og lítil sem engin merki um aðlögun að íslensku samfélagi. Að öllu virtu staðfesti kærunefndin brottvísunina og sjö ára endurkomubann.
Dómsmál Litáen Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira