Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2025 10:02 Jón Halldórsson, formaður HSÍ Vísir/Sigurjón Formaður HSÍ segir fjárhagsstöðu sambandsins grafalvarlega. Sambandinu refsist fyrir góðan árangur landsliða sinna sem taki á rekstur þess. Leitað er nýrra leiða til að rétta fjárhaginn af. Jón Halldórsson tók við formannsstóli HSÍ af Guðmundi B. Ólafssyni í vor og hefur tekist á við ýmsar áskoranir. Fjárhagshliðin er þar ofarlega á lista, enda HSÍ verið rekið með tæplega 130 milljón króna halla síðustu tvö ár. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ segir Jón í Sportpakkanum á Sýn. Af hverju ekki? „Skuldir sambandsins eru gríðarlegar og styrkir sem við erum að fá hafa í raun ekki dugað fyrir rekstrinum. Það eru gríðarlegar hækkanir sem tengjast mikið ferðakostnaði,“ Árangurinn of góður Ferðakostnaðurinn hljótist af árangri bæði A-landsliða og yngri landsliða við að komast á stórmót. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ „Árangri fylgja ferðalög. Við búum á eyju svo við þurfum að ferðast mikið. Ef við ætlum að halda uppi afreksstarfinu þá þurfum við að ferðast til að fara og keppa við þau bestu sem við ætlum að þróast í átt með,“ Leita til almennings eftir brotthvarf Rapyd HSÍ varð af styrktarfé þegar sambandið sagði upp umdeildum samningi við greiðslufyrirtækið Rapyd en nýrra styrktaraðila er leitað. „Í rauninni ætlum við að blása til sóknar. Við ætlum á komandi mánuðum ekki bara að gefa fyrirtækjum, heldur einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að taka þátt í þessari vegferð með okkur. Að koma og styðja við bakið á okkur í þessari spennandi vegferð,“ „Við þurfum alla upp á dekk, ætlum að ná öllum upp á dekk, munum ná öllum upp á dekk og munum lyfta handbolta upp í hæstu hæðir,“ segir Jón. Viðtalið má sjá í spilaranum. HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Sjá meira
Jón Halldórsson tók við formannsstóli HSÍ af Guðmundi B. Ólafssyni í vor og hefur tekist á við ýmsar áskoranir. Fjárhagshliðin er þar ofarlega á lista, enda HSÍ verið rekið með tæplega 130 milljón króna halla síðustu tvö ár. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ segir Jón í Sportpakkanum á Sýn. Af hverju ekki? „Skuldir sambandsins eru gríðarlegar og styrkir sem við erum að fá hafa í raun ekki dugað fyrir rekstrinum. Það eru gríðarlegar hækkanir sem tengjast mikið ferðakostnaði,“ Árangurinn of góður Ferðakostnaðurinn hljótist af árangri bæði A-landsliða og yngri landsliða við að komast á stórmót. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ „Árangri fylgja ferðalög. Við búum á eyju svo við þurfum að ferðast mikið. Ef við ætlum að halda uppi afreksstarfinu þá þurfum við að ferðast til að fara og keppa við þau bestu sem við ætlum að þróast í átt með,“ Leita til almennings eftir brotthvarf Rapyd HSÍ varð af styrktarfé þegar sambandið sagði upp umdeildum samningi við greiðslufyrirtækið Rapyd en nýrra styrktaraðila er leitað. „Í rauninni ætlum við að blása til sóknar. Við ætlum á komandi mánuðum ekki bara að gefa fyrirtækjum, heldur einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að taka þátt í þessari vegferð með okkur. Að koma og styðja við bakið á okkur í þessari spennandi vegferð,“ „Við þurfum alla upp á dekk, ætlum að ná öllum upp á dekk, munum ná öllum upp á dekk og munum lyfta handbolta upp í hæstu hæðir,“ segir Jón. Viðtalið má sjá í spilaranum.
HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Sjá meira