Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 16:29 Maðurinn var leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir árásina. Vísir/Anton Brink Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Maðurinn var handtekinn þann 21. maí síðastliðinn eftir að hafa lagt til manns með stórum hnífi. Maðurinn særðist alvarlega en var ekki talinn í lífshættu. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu daginn eftir árásina. Árásin náðist að hluta til á myndband, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Tilraun til manndráps Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku og hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi varðhald til 7. október. Þá mun hann mátt dúsa í varðhaldi í tæpar 20 vikur. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal grunuðum manni ekki haldið í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur, nema ákæra hafi verið gefin út eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Að sögn Karls Inga hefur ákæra verið gefin út og atlagan heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Tilraun til manndráps varðar sömu refsingu og manndráp. Ófremdarástand í hverfinu Skömmu eftir árásina ræddu íbúar við Skyggnisbraut við Vísi og sögðu að lögregla hefði margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu undanfarin misseri. Meðal annars hefði maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vildu ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Þá var framin framin skotárás í Sifratjörn, götunni við hliðina á Skyggnisbraut, árið 2023. Shokri Keryo, rúmlega tvítugur Svíi, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í apríl í fyrra fyrir skotárásina en hann skaut í átt að fjórum mönnum. Stunguárás í Úlfarsárdal Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Maðurinn var handtekinn þann 21. maí síðastliðinn eftir að hafa lagt til manns með stórum hnífi. Maðurinn særðist alvarlega en var ekki talinn í lífshættu. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu daginn eftir árásina. Árásin náðist að hluta til á myndband, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Tilraun til manndráps Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku og hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi varðhald til 7. október. Þá mun hann mátt dúsa í varðhaldi í tæpar 20 vikur. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal grunuðum manni ekki haldið í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur, nema ákæra hafi verið gefin út eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Að sögn Karls Inga hefur ákæra verið gefin út og atlagan heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Tilraun til manndráps varðar sömu refsingu og manndráp. Ófremdarástand í hverfinu Skömmu eftir árásina ræddu íbúar við Skyggnisbraut við Vísi og sögðu að lögregla hefði margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu undanfarin misseri. Meðal annars hefði maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vildu ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Þá var framin framin skotárás í Sifratjörn, götunni við hliðina á Skyggnisbraut, árið 2023. Shokri Keryo, rúmlega tvítugur Svíi, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í apríl í fyrra fyrir skotárásina en hann skaut í átt að fjórum mönnum.
Stunguárás í Úlfarsárdal Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira