Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2025 19:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun á næstu vikum leggja fram stefnu i öryggis- og varnarmálum. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra hyggst leggja fram varnar- og öryggisstefnu á Alþingi í þessum mánuði. Líta þurfi á varnarmál til lengri tíma og gera það sem þarf til að verja öryggi borgaranna. Í morgun var kynnt skýrsla samráðshóps þingmanna um fjórtán lykiláherslur í varnar- og öryggismálum hér á landi. Utanríkisráðherra mun leggja stefnu í málaflokknum fyrir þingið á næstu vikum sem byggir á skýrslunni. „Ógnin er veruleg. Allar vísbendingar, allar upplýsingar sýna að við þurfum að taka þessu mjög alvarlega. Áhugi Rússa á Norðurslóðum hefur ekkert minnkað með stríði í Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Efla innviði landsins Áherslupunktarnir eru fjórtán og þeim skipt niður í þrjá flokka. Fyrst á að efla alþjóðasamstarf, í gegnum NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og með styrkingu norræns varnarsamstarfs. Þá á að efla innlendan varnarviðbúnað, þekkingu og getu, meðal annars með auknum fjárfestingum, eflingu áfallaþols, aukinni greiningargetu og virkri upplýsingamiðlun. Að lokum þarf að bregðast við áskorunum í stofnana- og lagaumhverfi, með gerð heildstæðrar löggjafar og styrkingu stofnanaumgjarðar. „Við þurfum að efla mannauðinn hér heima, efla enn frekar eigin greiningargetu, að sjálfsögðu munum við styðjast við greiningar og samstarf annarra ríkja en við þurfum líka að geta metið það sjálf út fá okkar fullveldi hreinlega.“ Ekki til umræðu að hér verði varnarlið Fram kemur í skýrslunni að efla þurfi opna og lýðræðislega umræðu og styrkja fjölmiðla. Fyrrverandi utanríkisráðherra, sem situr í samráðshópnum segir stjórnvöld þurfa að styrkja fjölmiðlaumhverfið. „Við erum ekki nægilega dugleg að vera tilbúin að borga fyrir að fá upplýsingar sem að eru réttar þar sem eru gerðar kröfur til þeirra sem þar starfa, þar sem eru einhverjir ábyrgðarmenn þar að baki. ÞEtta er líka eitthvað sem við þurfum að spyrja okkur: hvers virði eru sterkir fjölmiðlar, öflugir fjölmiðlar og hvaða hlutverki hafa þeir að gegna í samfélögum?“ spyr Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðherra segir ekki koma til greina að stofna her hér á landi og ekki hafi komið til umræðu að hér verði varnarlið með fasta viðveru. „Hér er alltaf viðverandi herafli með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorgerður. „Við þurfum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það sé ákveðin fæling hér á Íslandi, að við getum staðið frammi fyrir þeim ógnum sem vissulega kunna að koma án þess að við stefnum öryggi borgaranna í hættu.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Alþingi Tengdar fréttir Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30 Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í morgun var kynnt skýrsla samráðshóps þingmanna um fjórtán lykiláherslur í varnar- og öryggismálum hér á landi. Utanríkisráðherra mun leggja stefnu í málaflokknum fyrir þingið á næstu vikum sem byggir á skýrslunni. „Ógnin er veruleg. Allar vísbendingar, allar upplýsingar sýna að við þurfum að taka þessu mjög alvarlega. Áhugi Rússa á Norðurslóðum hefur ekkert minnkað með stríði í Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Efla innviði landsins Áherslupunktarnir eru fjórtán og þeim skipt niður í þrjá flokka. Fyrst á að efla alþjóðasamstarf, í gegnum NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og með styrkingu norræns varnarsamstarfs. Þá á að efla innlendan varnarviðbúnað, þekkingu og getu, meðal annars með auknum fjárfestingum, eflingu áfallaþols, aukinni greiningargetu og virkri upplýsingamiðlun. Að lokum þarf að bregðast við áskorunum í stofnana- og lagaumhverfi, með gerð heildstæðrar löggjafar og styrkingu stofnanaumgjarðar. „Við þurfum að efla mannauðinn hér heima, efla enn frekar eigin greiningargetu, að sjálfsögðu munum við styðjast við greiningar og samstarf annarra ríkja en við þurfum líka að geta metið það sjálf út fá okkar fullveldi hreinlega.“ Ekki til umræðu að hér verði varnarlið Fram kemur í skýrslunni að efla þurfi opna og lýðræðislega umræðu og styrkja fjölmiðla. Fyrrverandi utanríkisráðherra, sem situr í samráðshópnum segir stjórnvöld þurfa að styrkja fjölmiðlaumhverfið. „Við erum ekki nægilega dugleg að vera tilbúin að borga fyrir að fá upplýsingar sem að eru réttar þar sem eru gerðar kröfur til þeirra sem þar starfa, þar sem eru einhverjir ábyrgðarmenn þar að baki. ÞEtta er líka eitthvað sem við þurfum að spyrja okkur: hvers virði eru sterkir fjölmiðlar, öflugir fjölmiðlar og hvaða hlutverki hafa þeir að gegna í samfélögum?“ spyr Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðherra segir ekki koma til greina að stofna her hér á landi og ekki hafi komið til umræðu að hér verði varnarlið með fasta viðveru. „Hér er alltaf viðverandi herafli með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorgerður. „Við þurfum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það sé ákveðin fæling hér á Íslandi, að við getum staðið frammi fyrir þeim ógnum sem vissulega kunna að koma án þess að við stefnum öryggi borgaranna í hættu.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Alþingi Tengdar fréttir Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30 Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30
Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04
Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51