Körfubolti

„Að spila á Ís­landi er frá­bært tæki­færi fyrir mig“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar, og Ade Murkey léttir í Portúgal í dag.
Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar, og Ade Murkey léttir í Portúgal í dag. mynd/aðsend

Bandaríkjamaðurinn Ade Murkey kom til móts við sitt nýja lið, Álftanes, í Lissabon í gær og þreytir frumraun sína með Álftnesingum í kvöld.

Murkey er 27 ára gamall og náði hátindi ferilsins er hann komst í hópinn hjá NBA-liði Sacramento Kings og náði að spila einn leik með liðinu í sterkustu deild heims.

Klippa: NBA stjarnan spennt að spila á Íslandi

Hann lenti í erfiðum hnémeiðslum en snéri til baka síðasta vetur er hann spilaði með venslafélagi Milwaukee Bucks sem heitir Wisconsin Herd. Hann spilaði í Ástralíu í sumar áður en hann ákvað að stökkva á tilboð Álftnesinga.

„Ísland er frábært tækifæri fyrir mig og mitt líf. Ég vildi bara fá tækifæri og held að þetta sé gott fyrir báða aðila. Ég er spenntur að byrja,“ sagði Murkey í stuttu spjalli við Hugin Frey Þorsteinsson, formann körfuknattleiksdeildar Álftaness.

Murkey veit að einhverju leyti hvað hann er að fara út í enda lék einn af hans bestu vinum, Vinnie Shahid, með Þór frá Þorlákshöfn leiktíðina 2022-23.

Álftanes á leik gegn stórliði Benfica í Portúgal í kvöld og mun Murkey fá sínar fyrstu mínútur í búningi Álftaness í leiknum.

Leikurinn hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma og verður í beinu vefstreymi. Hér má nálgast leikinn en stofna þarf aðgang til að horfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×