Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar 12. september 2025 22:32 Nýlega fékk Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, úthlutað húsnæði í Ármúla eftir margra ára leit að nýju húsnæði enda núverandi húsnæði gamalt og löngu úr sér gengið. Líkt og við var að búast hafa verðandi nágrannar áhyggjur af því að konurnar sem þangað leita muni hafa neikvæð áhrif á starfsemina sem rekin er á nærliggjandi stöðum. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að hafa áhyggjur af því sem maður þekkir ekki og/eða veit e.t.v. lítið sem ekkert um, en einhvers staðar verða allir að vera og til að hlutirnir geti gengið er brýnt að fólk kynni sér um hvað málið snýst áður en það kemur fram með upphrópanir og rangfærslur sem eru til þess eins fallnar að brennimerkja og jaðarsetja hópinn enn frekar. Það að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að starfsemin geti flutt í nýtt húsnæði þykir mér umhugsunarvert og í sannleika sagt kom þetta frekar illa við mig. Við erum hér að tala um einn viðkvæmasta hóp samfélagsins, hópinn sem enginn vill vita af og enginn vill hafa nálægt sér. Eins og kom fram í fréttum í gær hafa forsvarsmenn Sameindar, heilbrigðisþjónustu, lagt fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þess efnis að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi, væntanlega með það að markmiði að koma í veg fyrir að starfsemin geti flutt í Ármúlann. Rökin sem þau bera fyrir sig eru arfaslök svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau tala um berklasmit hafi komið upp í athvarfi fyrir fíkniefnaneytendur - að einstaklingar innan hópsins séu tregir til að leita sér meðferðar og séu þar af leiðandi oft smitandi. Það er vissulega rétt að berklasmit hafi komið upp í neyðarathvarfi borgarinnar en hvergi hefur verið gefið upp í hvaða athvarfi það var og því er hér um hreinar getgátur að ræða af hálfu Sameindar. Undanfarin ár hef ég nær eingöngu sinnt heilbrigðisþjónustu við einstaklinga sem tilheyra jaðarsettum hópum, eru heimilislausir og/eða nota vímuefni. Ég hef nær undantekningarlaust átt gott og gjöfult samstarf við einstaklinga innan hópsins og leyfi mér að fullyrða það að þeir sem tilheyra þessum hópi eru ekki tregari en aðrir þjóðfélagshópar, sem ég hef sinnt á þeim 20 árum sem ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur, til að þiggja meðferð og þeir eru svo sannarlega ekki meira smitandi en aðrir smitandi einstaklingar í þjóðfélaginu - enda fara hvorki bakteríur né veirur í manngreinarálit. Hvað biðstofu Sameindar í Ármúla varðar þá er það nú svo að einstaklingar sem nota vímuefni (og nýta neyðarskýlin) koma á allar biðstofur landsins líkt og allir aðrir sem þurfa að leita sér þjónustu, hvort sem það er á sjúkrahúsum, læknastofum, heilsugæslum, sálfræðistofum eða annars staðar. Þetta hljóta forsvarsmenn Sameindar að vita enda starfar rannsóknarstofan á fleiri stöðum en í Ármúlanum. Að þau skuli setja fram rök með þessum hætti skýtur því vissulega skökku við. Þá vekur einnig athygli að áhyggjur líkt og þær sem nú eru reifaðar hafi ekki komið fram fyrr varðandi aðrar biðstofur rannsóknarstofunnar en ætla má að vímuefnanotendur nýti sér þær til jafns við aðra. Þá er einnig rétt að halda því til haga að um þriðjungur mannkyns er með berklabakteríuna s.k. “sofandi berkla” en aðeins örlítil prósenta (0,2%) þeirra er með virk smit og þ.a.l. smitandi. Þegar einstaklingur greinist með smitandi berkla er viðkomandi í ÖLLUM tilvikum settur í einangrun þar til hann er ekki lengur smitandi. Því má síðan bæta við að hér á landi eru Sóttvarnalög sem áhugasamir geta kynnt sér ef áhugi er fyrir hendi. Það má því vera nokkuð ljóst að það að skýla sér á bak við möguleg berklasmit til að koma í veg fyrir að Konukot geti flutt í Ármúlann er algjörlega fráleitt. Því miður er það því svo að sú gagnrýni sem hefur verið sett fram virðist fyrst og fremst vera byggð á fordómum. Notuð eru stór orð og alhæfingar til að lýsa konunum og ástandi þeirra. En líkt og í öllum öðrum hópum samfélagsins eru heimilislausar konur alls konar. Það að halda því fram að þær séu allar í mikilli neyslu og geti ekki bjargað sér sjálfar ef upp komi eldur er ansi stór fullyrðing sem og að halda því fram að þær séu hættulegar sínu nánasta umhverfi. Þetta eru oftar en ekki konur sem er búið að fara svo illa með í gegnum árum að þeirra eina bjargráð til að lifa af er að deyfa sig - en þær eru vanar að þurfa að bjarga sér úr hættulegum aðstæðum, það þarf enginn að efast um getu þeirra til þess. Fólk verður heimilislaust af ýmsum ástæðum en aðdragandinn er jafnan langur og yfirleitt er mikið búið að ganga á í lífi einstaklings áður en hann lendir á götunni, mjög mikið. Konurnar sem hér um ræðir hafa margar hverjar verið óvelkomnar lengi - óvelkomnar alls staðar! Viðmótið sem þær mæta er oft svo ógeðslegt að ég ætla ekki að hafa það eftir - það stingur þó alltaf mest þegar þær kippa sér ekki upp við það heldur segjast bara vera vanar því. Það veit það enginn betur en þær sjálfar hversu óvelkomnar þær eru - það kemur þeim því sennilega minnst á óvart að þær séu ekki heldur velkomnar í Ármúlann, því miður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Reykjavík Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fékk Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, úthlutað húsnæði í Ármúla eftir margra ára leit að nýju húsnæði enda núverandi húsnæði gamalt og löngu úr sér gengið. Líkt og við var að búast hafa verðandi nágrannar áhyggjur af því að konurnar sem þangað leita muni hafa neikvæð áhrif á starfsemina sem rekin er á nærliggjandi stöðum. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að hafa áhyggjur af því sem maður þekkir ekki og/eða veit e.t.v. lítið sem ekkert um, en einhvers staðar verða allir að vera og til að hlutirnir geti gengið er brýnt að fólk kynni sér um hvað málið snýst áður en það kemur fram með upphrópanir og rangfærslur sem eru til þess eins fallnar að brennimerkja og jaðarsetja hópinn enn frekar. Það að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að starfsemin geti flutt í nýtt húsnæði þykir mér umhugsunarvert og í sannleika sagt kom þetta frekar illa við mig. Við erum hér að tala um einn viðkvæmasta hóp samfélagsins, hópinn sem enginn vill vita af og enginn vill hafa nálægt sér. Eins og kom fram í fréttum í gær hafa forsvarsmenn Sameindar, heilbrigðisþjónustu, lagt fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þess efnis að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi, væntanlega með það að markmiði að koma í veg fyrir að starfsemin geti flutt í Ármúlann. Rökin sem þau bera fyrir sig eru arfaslök svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau tala um berklasmit hafi komið upp í athvarfi fyrir fíkniefnaneytendur - að einstaklingar innan hópsins séu tregir til að leita sér meðferðar og séu þar af leiðandi oft smitandi. Það er vissulega rétt að berklasmit hafi komið upp í neyðarathvarfi borgarinnar en hvergi hefur verið gefið upp í hvaða athvarfi það var og því er hér um hreinar getgátur að ræða af hálfu Sameindar. Undanfarin ár hef ég nær eingöngu sinnt heilbrigðisþjónustu við einstaklinga sem tilheyra jaðarsettum hópum, eru heimilislausir og/eða nota vímuefni. Ég hef nær undantekningarlaust átt gott og gjöfult samstarf við einstaklinga innan hópsins og leyfi mér að fullyrða það að þeir sem tilheyra þessum hópi eru ekki tregari en aðrir þjóðfélagshópar, sem ég hef sinnt á þeim 20 árum sem ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur, til að þiggja meðferð og þeir eru svo sannarlega ekki meira smitandi en aðrir smitandi einstaklingar í þjóðfélaginu - enda fara hvorki bakteríur né veirur í manngreinarálit. Hvað biðstofu Sameindar í Ármúla varðar þá er það nú svo að einstaklingar sem nota vímuefni (og nýta neyðarskýlin) koma á allar biðstofur landsins líkt og allir aðrir sem þurfa að leita sér þjónustu, hvort sem það er á sjúkrahúsum, læknastofum, heilsugæslum, sálfræðistofum eða annars staðar. Þetta hljóta forsvarsmenn Sameindar að vita enda starfar rannsóknarstofan á fleiri stöðum en í Ármúlanum. Að þau skuli setja fram rök með þessum hætti skýtur því vissulega skökku við. Þá vekur einnig athygli að áhyggjur líkt og þær sem nú eru reifaðar hafi ekki komið fram fyrr varðandi aðrar biðstofur rannsóknarstofunnar en ætla má að vímuefnanotendur nýti sér þær til jafns við aðra. Þá er einnig rétt að halda því til haga að um þriðjungur mannkyns er með berklabakteríuna s.k. “sofandi berkla” en aðeins örlítil prósenta (0,2%) þeirra er með virk smit og þ.a.l. smitandi. Þegar einstaklingur greinist með smitandi berkla er viðkomandi í ÖLLUM tilvikum settur í einangrun þar til hann er ekki lengur smitandi. Því má síðan bæta við að hér á landi eru Sóttvarnalög sem áhugasamir geta kynnt sér ef áhugi er fyrir hendi. Það má því vera nokkuð ljóst að það að skýla sér á bak við möguleg berklasmit til að koma í veg fyrir að Konukot geti flutt í Ármúlann er algjörlega fráleitt. Því miður er það því svo að sú gagnrýni sem hefur verið sett fram virðist fyrst og fremst vera byggð á fordómum. Notuð eru stór orð og alhæfingar til að lýsa konunum og ástandi þeirra. En líkt og í öllum öðrum hópum samfélagsins eru heimilislausar konur alls konar. Það að halda því fram að þær séu allar í mikilli neyslu og geti ekki bjargað sér sjálfar ef upp komi eldur er ansi stór fullyrðing sem og að halda því fram að þær séu hættulegar sínu nánasta umhverfi. Þetta eru oftar en ekki konur sem er búið að fara svo illa með í gegnum árum að þeirra eina bjargráð til að lifa af er að deyfa sig - en þær eru vanar að þurfa að bjarga sér úr hættulegum aðstæðum, það þarf enginn að efast um getu þeirra til þess. Fólk verður heimilislaust af ýmsum ástæðum en aðdragandinn er jafnan langur og yfirleitt er mikið búið að ganga á í lífi einstaklings áður en hann lendir á götunni, mjög mikið. Konurnar sem hér um ræðir hafa margar hverjar verið óvelkomnar lengi - óvelkomnar alls staðar! Viðmótið sem þær mæta er oft svo ógeðslegt að ég ætla ekki að hafa það eftir - það stingur þó alltaf mest þegar þær kippa sér ekki upp við það heldur segjast bara vera vanar því. Það veit það enginn betur en þær sjálfar hversu óvelkomnar þær eru - það kemur þeim því sennilega minnst á óvart að þær séu ekki heldur velkomnar í Ármúlann, því miður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun