Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar 13. september 2025 10:31 Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls. Sú ákvörðun þjónar fyrst og fremst hagsmunum heildsala og innflutningsaðila, en á sama tíma er hún til þess fallin að veikja stöðu íslenskra bænda. Fæðuöryggi og byggðafesta í hættu Ef tollarnir á þessum osti verða afnumdir mun það hafa alvarleg áhrif á íslenska kúabændur. Tugir kúabúa gætu neyðst til að hætta starfsemi. Hundruð milljóna króna færast frá íslenskum bændum til erlendra stórfyrirtækja, og framtíð ungra bænda verður óviss. Afleiðingin verður veikara fæðuöryggi og minni byggðafesta í sveitum landsins. Þetta er ekki aðeins spurning um verð á osti í verslun – heldur um framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu. Ætlum við að fórna okkar eigin framleiðslu og sjálfbærni fyrir skammtímaávinning heildsala? Að mínu mati er Alþingi skuldbundið til að verja innlenda hagsmuni, bændur og fæðuöryggi þjóðarinnar – ekki til að ganga erinda heildsala og erlendra fyrirtækja. Íslenskir dómstólar hafa þegar staðfest núverandi tollflokkun. Það eitt ætti að gefa stjórnvöldum tilefni til að standa fast gegn kröfum ESA. Fjölmörg ríki hafa neitað að fylgja sambærilegum tilmælum án þess að það hafi haft neikvæðar afleiðingar. Fullveldi Alþingis Það er líka mikilvægt að minna á lagalega hliðina, Ísland er ekki skuldbundið til að breyta tollflokkuninni bara vegna ESA, því bókun 35 hefur ekki verið tekin upp í íslensk lög. Alþingi ræður og getur valið að verja hagsmuni íslenskra bænda. Það kann að leiða til ágreinings við ESA og jafnvel málshöfðunar fyrir EFTA-dómstólnum, en það er pólitísk ákvörðun að standa í lappirnar. Félag atvinnurekenda hefur árum saman þrýst á stjórnvöld í þessu máli. Þeir tala um réttlæti og fríverslun, en í raun snýst baráttan um að færa fjármuni frá íslenskum bændum til heildsala og erlendra framleiðenda. Það er óásættanlegt að ríkisstjórnin skuli ganga að kröfum þeirra, í stað þess að standa vörð um íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu? Nú er komið að Alþingi og stjórnvöldum að taka afstöðu. Viljum við halda í sjálfstæða og sterka innlenda matvælaframleiðslu sem tryggir þjóðaröryggi og byggðafestu, eða ætlum við að treysta æ meira á innflutning frá erlendum stórfyrirtækjum, að kröfu heildsala? Að mínu mati er svarið skýrt, Við verðum að verja íslenskan landbúnað, tryggja framtíð unga fólksins í sveitum landsins og standa vörð um sjálfbærni okkar sem þjóðar. Þetta er ekki aðeins hagsmunamál bænda – heldur allra landsmanna. Grafalvarleg staða blasir við í þessum efnum. Við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensks landbúnaðar. Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis. Þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Framsóknarflokkurinn Matvælaframleiðsla Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls. Sú ákvörðun þjónar fyrst og fremst hagsmunum heildsala og innflutningsaðila, en á sama tíma er hún til þess fallin að veikja stöðu íslenskra bænda. Fæðuöryggi og byggðafesta í hættu Ef tollarnir á þessum osti verða afnumdir mun það hafa alvarleg áhrif á íslenska kúabændur. Tugir kúabúa gætu neyðst til að hætta starfsemi. Hundruð milljóna króna færast frá íslenskum bændum til erlendra stórfyrirtækja, og framtíð ungra bænda verður óviss. Afleiðingin verður veikara fæðuöryggi og minni byggðafesta í sveitum landsins. Þetta er ekki aðeins spurning um verð á osti í verslun – heldur um framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu. Ætlum við að fórna okkar eigin framleiðslu og sjálfbærni fyrir skammtímaávinning heildsala? Að mínu mati er Alþingi skuldbundið til að verja innlenda hagsmuni, bændur og fæðuöryggi þjóðarinnar – ekki til að ganga erinda heildsala og erlendra fyrirtækja. Íslenskir dómstólar hafa þegar staðfest núverandi tollflokkun. Það eitt ætti að gefa stjórnvöldum tilefni til að standa fast gegn kröfum ESA. Fjölmörg ríki hafa neitað að fylgja sambærilegum tilmælum án þess að það hafi haft neikvæðar afleiðingar. Fullveldi Alþingis Það er líka mikilvægt að minna á lagalega hliðina, Ísland er ekki skuldbundið til að breyta tollflokkuninni bara vegna ESA, því bókun 35 hefur ekki verið tekin upp í íslensk lög. Alþingi ræður og getur valið að verja hagsmuni íslenskra bænda. Það kann að leiða til ágreinings við ESA og jafnvel málshöfðunar fyrir EFTA-dómstólnum, en það er pólitísk ákvörðun að standa í lappirnar. Félag atvinnurekenda hefur árum saman þrýst á stjórnvöld í þessu máli. Þeir tala um réttlæti og fríverslun, en í raun snýst baráttan um að færa fjármuni frá íslenskum bændum til heildsala og erlendra framleiðenda. Það er óásættanlegt að ríkisstjórnin skuli ganga að kröfum þeirra, í stað þess að standa vörð um íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu? Nú er komið að Alþingi og stjórnvöldum að taka afstöðu. Viljum við halda í sjálfstæða og sterka innlenda matvælaframleiðslu sem tryggir þjóðaröryggi og byggðafestu, eða ætlum við að treysta æ meira á innflutning frá erlendum stórfyrirtækjum, að kröfu heildsala? Að mínu mati er svarið skýrt, Við verðum að verja íslenskan landbúnað, tryggja framtíð unga fólksins í sveitum landsins og standa vörð um sjálfbærni okkar sem þjóðar. Þetta er ekki aðeins hagsmunamál bænda – heldur allra landsmanna. Grafalvarleg staða blasir við í þessum efnum. Við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensks landbúnaðar. Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis. Þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun