Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 12:02 Lamine Yamal brosmildur í landsleiknum gegn Tyrklandi, sem Spánn vann 6-0. Getty/Ahmad Mora Hansi Flick, þjálfari Barcelona, er hundóánægður með meðferðina sem hinn ungi Lamine Yamal fékk hjá spænska landsliðinu í nýafstöðnu landsleikjahléi. Yamal var ekki með á æfingu Börsunga í dag vegna bakmeiðsla og Flick staðfesti svo á blaðamannafundi að þessi 18 ára stjörnuleikmaður yrði ekki með gegn Valencia á morgun. Mögulega missir hann einnig af fyrsta leiknum í Meistaradeild Evrópu, gegn Newcastle á fimmtudagskvöld. Flick kennir landsliðsþjálfara Spánverja, Luis de la Fuente, um stöðuna. Yamal átti samtals þrjár stoðsendingar í 3-0 og 6-0 útisigrum gegn Búlgaríu og Tyrklandi, 4. og 7. september. „Hann [Yamal] spilaði með landsliðinu þrátt fyrir að finna fyrir sársauka og fékk verkjalyf til að geta spilað. Hann spilaði 79 og 73 mínútur með þessi eymsli og án þess að æfa á milli leikja. Þarna er ekki verið að hugsa um hag leikmannanna,“ sagði Flick við blaðamenn. „Mér finnst spænska landsliðið vera með frábæran hóp, bestu leikmenn heims, en þeir passa ekki upp á leikmennina og það hryggir mig,“ sagði Flick. 🚨⚠️ Lamine Yamal will miss tomorrow’s game and can be also out vs Newcastle.Hansi Flick: “Spain gave him painkillers and even when they were winning they made him play. This is not taking care of the players. I'm very sad about this”. pic.twitter.com/MsjsyDOA3J— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2025 Hann var svo spurður að því hvort hann hefði rætt málið við spænska landsliðsþjálfarann: „Ég hef aldrei talað við hann, bara skipst á skilaboðum. Spænskan mín er ekki mjög góð og ekki heldur enskan hans, en þegar allt kemur til alls þá gætu samskiptin verið betri. Við erum ekki bara með einn leikmann, þeir eru fleiri,“ sagði Flick. „Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur og samskiptin við félagsliðin verða að vera góð,“ bætti han við. HM 2026 í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Yamal var ekki með á æfingu Börsunga í dag vegna bakmeiðsla og Flick staðfesti svo á blaðamannafundi að þessi 18 ára stjörnuleikmaður yrði ekki með gegn Valencia á morgun. Mögulega missir hann einnig af fyrsta leiknum í Meistaradeild Evrópu, gegn Newcastle á fimmtudagskvöld. Flick kennir landsliðsþjálfara Spánverja, Luis de la Fuente, um stöðuna. Yamal átti samtals þrjár stoðsendingar í 3-0 og 6-0 útisigrum gegn Búlgaríu og Tyrklandi, 4. og 7. september. „Hann [Yamal] spilaði með landsliðinu þrátt fyrir að finna fyrir sársauka og fékk verkjalyf til að geta spilað. Hann spilaði 79 og 73 mínútur með þessi eymsli og án þess að æfa á milli leikja. Þarna er ekki verið að hugsa um hag leikmannanna,“ sagði Flick við blaðamenn. „Mér finnst spænska landsliðið vera með frábæran hóp, bestu leikmenn heims, en þeir passa ekki upp á leikmennina og það hryggir mig,“ sagði Flick. 🚨⚠️ Lamine Yamal will miss tomorrow’s game and can be also out vs Newcastle.Hansi Flick: “Spain gave him painkillers and even when they were winning they made him play. This is not taking care of the players. I'm very sad about this”. pic.twitter.com/MsjsyDOA3J— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2025 Hann var svo spurður að því hvort hann hefði rætt málið við spænska landsliðsþjálfarann: „Ég hef aldrei talað við hann, bara skipst á skilaboðum. Spænskan mín er ekki mjög góð og ekki heldur enskan hans, en þegar allt kemur til alls þá gætu samskiptin verið betri. Við erum ekki bara með einn leikmann, þeir eru fleiri,“ sagði Flick. „Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur og samskiptin við félagsliðin verða að vera góð,“ bætti han við.
HM 2026 í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira