Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar 13. september 2025 16:01 Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla. Þann 13. september ár hvert er haldinn alþjóðlegur vitundardagur um sýklasótt, World Sepsis Day. Dagurinn minnir okkur á þá alvarlegu staðreynd að sýklasótt er ein helsta orsök dauðsfalla af völdum sýkinga í heiminum í dag. Talið er að á heimsvísu verði um 50 milljónir tilfella á ári og að 11 milljónir manna deyi vegna sýklasóttar. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þessa dags. Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa við öflugt heilbrigðiskerfi og frábært heilbrigðisstarfsfólk. En við erum ekki undanskilin þeirri vá sem sýklasótt og sýklalyfjaónæmi hafa í för með sér. Þess vegna er nauðsynlegt að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri vitundarvakningu og tengjum hana við okkar eigin stefnumótun. Íslenskar rannsóknir sýna að tilfelli sýklasóttar hér á landi sem krefjast gjörgæslumeðferðar eru rúmlega 200 á hverju ári (0,55 til 0,75 á hverja 1000 íbúa) og að einn af hverjum fjórum í þeim hópi deyr á fyrstu 28 dögum og um 40% á einu ári. Sýklalyfjaónæmi – hægfara faraldur Sýklalyfjaónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn nútímans. Þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum breytast þær úr því að vera viðráðanlegar í að valda lífshættulegum sýkingum sem engin lyf ráða við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst sýklalyfjaónæmi sem einni af stærstu ógnunum við heilsu og lífsgæði heimsbyggðarinnar á 21. öldinni. Á Íslandi erum við enn sem komið er í betri stöðu en mörg önnur lönd, en nýleg gögn sýna að tilfellum ónæmra baktería hefur fjölgað og sýklalyfjanotkun aukist að nýju eftir heimsfaraldur COVID-19. Það kallar á tafarlausar og markvissar aðgerðir. Aðgerðaráætlun Íslands gegn sýklalyfjaónæmi Í fyrra staðfestu heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfisráðherra heildstæða aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem gildir til ársins 2029. Hún byggir á svokallaðri One Health nálgun, þar sem horft er til heilsu manna, dýra, matvælaframleiðslu og umhverfis í samhengi. Áætlunin felur í sér sex meginverkefni, 24 markmið og 75 tiltekin úrræði. Þar má nefna: að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Með þessu erum við að tryggja að við séum betur í stakk búin til að takast á við þann vanda sem sýklalyfjaónæmi er og þar með einnig að verja fólk gegn afleiðingum sýklasóttar. Samhengið við aðgerðaráætlunina Það er engin tilviljun að við tengjum saman dag vitundarvakningar um sýklasótt og aðgerðaáætlunina gegn sýklalyfjaónæmi. Dagurinn minnir okkur á lífshættulegar afleiðingar sýkinga. Aðgerðaráætlun okkar gegn sýklalyfjaónæmi tryggir að við höfum verkfærin til að bregðast við þegar sýkingar eiga sér stað. Við getum ímyndað okkur hvernig heimurinn liti út án virkra sýklalyfja. Sýklasótt sem nú er hægt að meðhöndla yrðu aftur að dauðadómi. Smáaðgerðir, keisaraskurðir og krabbameinslyfjameðferðir yrðu mun hættulegri. Með öðrum orðum – það sem við teljum sjálfsagt í dag gæti orðið ómögulegt á morgun. Því er baráttan gegn sýklalyfjaónæmi ekki aðeins tæknilegt verkefni innan heilbrigðiskerfisins. Hún er samfélagslegt verkefni sem snýst um líf, heilsu og framtíð komandi kynslóða. Að lokum Alþjóðalegur dagur vitundarvakningar um sýklasótt minnir okkur á mikilvægi þess að grípa snemma inn í þegar grunur leikur á sýklasótt. En hann minnir okkur einnig á að sýklasótt og sýklalyfjaónæmi tengjast órjúfanlegum böndum. Án virkra sýklalyfja getum við ekki bjargað lífi þeirra sem veikjast. Með samþykkt aðgerðaráætlunar Íslands gegn sýklalyfjaónæmi höfum við tekið stórt skref til að verja samfélag okkar. Með samstilltu átaki getum við tryggt að sýklalyf haldi áfram að vera eitt mikilvægasta vopn okkar gegn sýkingum og að líf sem annars myndu tapast verði bjargað. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla. Þann 13. september ár hvert er haldinn alþjóðlegur vitundardagur um sýklasótt, World Sepsis Day. Dagurinn minnir okkur á þá alvarlegu staðreynd að sýklasótt er ein helsta orsök dauðsfalla af völdum sýkinga í heiminum í dag. Talið er að á heimsvísu verði um 50 milljónir tilfella á ári og að 11 milljónir manna deyi vegna sýklasóttar. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þessa dags. Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa við öflugt heilbrigðiskerfi og frábært heilbrigðisstarfsfólk. En við erum ekki undanskilin þeirri vá sem sýklasótt og sýklalyfjaónæmi hafa í för með sér. Þess vegna er nauðsynlegt að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri vitundarvakningu og tengjum hana við okkar eigin stefnumótun. Íslenskar rannsóknir sýna að tilfelli sýklasóttar hér á landi sem krefjast gjörgæslumeðferðar eru rúmlega 200 á hverju ári (0,55 til 0,75 á hverja 1000 íbúa) og að einn af hverjum fjórum í þeim hópi deyr á fyrstu 28 dögum og um 40% á einu ári. Sýklalyfjaónæmi – hægfara faraldur Sýklalyfjaónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn nútímans. Þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum breytast þær úr því að vera viðráðanlegar í að valda lífshættulegum sýkingum sem engin lyf ráða við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst sýklalyfjaónæmi sem einni af stærstu ógnunum við heilsu og lífsgæði heimsbyggðarinnar á 21. öldinni. Á Íslandi erum við enn sem komið er í betri stöðu en mörg önnur lönd, en nýleg gögn sýna að tilfellum ónæmra baktería hefur fjölgað og sýklalyfjanotkun aukist að nýju eftir heimsfaraldur COVID-19. Það kallar á tafarlausar og markvissar aðgerðir. Aðgerðaráætlun Íslands gegn sýklalyfjaónæmi Í fyrra staðfestu heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfisráðherra heildstæða aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem gildir til ársins 2029. Hún byggir á svokallaðri One Health nálgun, þar sem horft er til heilsu manna, dýra, matvælaframleiðslu og umhverfis í samhengi. Áætlunin felur í sér sex meginverkefni, 24 markmið og 75 tiltekin úrræði. Þar má nefna: að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Með þessu erum við að tryggja að við séum betur í stakk búin til að takast á við þann vanda sem sýklalyfjaónæmi er og þar með einnig að verja fólk gegn afleiðingum sýklasóttar. Samhengið við aðgerðaráætlunina Það er engin tilviljun að við tengjum saman dag vitundarvakningar um sýklasótt og aðgerðaáætlunina gegn sýklalyfjaónæmi. Dagurinn minnir okkur á lífshættulegar afleiðingar sýkinga. Aðgerðaráætlun okkar gegn sýklalyfjaónæmi tryggir að við höfum verkfærin til að bregðast við þegar sýkingar eiga sér stað. Við getum ímyndað okkur hvernig heimurinn liti út án virkra sýklalyfja. Sýklasótt sem nú er hægt að meðhöndla yrðu aftur að dauðadómi. Smáaðgerðir, keisaraskurðir og krabbameinslyfjameðferðir yrðu mun hættulegri. Með öðrum orðum – það sem við teljum sjálfsagt í dag gæti orðið ómögulegt á morgun. Því er baráttan gegn sýklalyfjaónæmi ekki aðeins tæknilegt verkefni innan heilbrigðiskerfisins. Hún er samfélagslegt verkefni sem snýst um líf, heilsu og framtíð komandi kynslóða. Að lokum Alþjóðalegur dagur vitundarvakningar um sýklasótt minnir okkur á mikilvægi þess að grípa snemma inn í þegar grunur leikur á sýklasótt. En hann minnir okkur einnig á að sýklasótt og sýklalyfjaónæmi tengjast órjúfanlegum böndum. Án virkra sýklalyfja getum við ekki bjargað lífi þeirra sem veikjast. Með samþykkt aðgerðaráætlunar Íslands gegn sýklalyfjaónæmi höfum við tekið stórt skref til að verja samfélag okkar. Með samstilltu átaki getum við tryggt að sýklalyf haldi áfram að vera eitt mikilvægasta vopn okkar gegn sýkingum og að líf sem annars myndu tapast verði bjargað. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun