Bellingham batnaði hraðar en búist var við Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2025 21:46 Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid á morgun. Alberto Gardin/Eurasia Sport Images/Getty Images Jude Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid í fyrsta sinn síðan á síðasta tímabili, þegar franska liðið Marseille heimsækir Santiago Bernabéu á morgun. Bellingham gekkst undir aðgerð á öxlinni í sumar eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli, síðan hann fór úr axlarlið í leik gegn Rayo Vallecano árið 2023. Hann hafði leikið með hlífðarbúnað á öxlinni en var orðinn þreyttur á því og lagðist undir hnífinn þegar HM félagsliða lauk. Batinn hefur gengið vonum framar, því upphaflega átti Bellingham ekki að snúa aftur fyrr en í október. Hann sneri aftur til æfinga í síðustu viku þegar landsleikjahlénu lauk og er einn af 23 leikmönnum í hópnum sem mætir Marseille annað kvöld. ▫️16th July, 2025: Jude Bellingham undergoes major shoulder surgery and is ruled OUT for 3 to 4 MONTHS! ▫️15th September, 2025: Jude Bellingham is back and included in squad to face Marseille. 🤯 INCREDIBLE. pic.twitter.com/CCV6U2yghy— Madrid Zone (@theMadridZone) September 15, 2025 Bellingham hefur verið lykilmaður hjá Madrídingum síðustu tvö tímabil. Hann skoraði 23 mörk í 43 leikjum á sínu fyrsta tímabili og vann tvöfald, deild og Meistaradeild. Á síðasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 58 leikjum og missti af báðum titlum. Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Real Madrid, sem er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í deildinni. Kylian Mbappé er markahæstur með fjögur mörk og Arda Guler og Vinicius Junior hafa báðir sett tvö mörk í upphafi tímabils. Sá eini sem virðist ekki vera að njóta sín í Madríd þessa dagana er Trent Alexander-Arnold, sem þurfti að verma varamannabekkinn í rúmar áttatíu mínútur í 2-1 sigrinum gegn Real Sociedad um helgina. Leikur Real Madrid og Marseille hefst klukkan sjö annað kvöld, þriðjudag, og er einn af sex leikjum Meistaradeildarinnar sem verða í beinni útsendingu á Sýn Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Bellingham gekkst undir aðgerð á öxlinni í sumar eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli, síðan hann fór úr axlarlið í leik gegn Rayo Vallecano árið 2023. Hann hafði leikið með hlífðarbúnað á öxlinni en var orðinn þreyttur á því og lagðist undir hnífinn þegar HM félagsliða lauk. Batinn hefur gengið vonum framar, því upphaflega átti Bellingham ekki að snúa aftur fyrr en í október. Hann sneri aftur til æfinga í síðustu viku þegar landsleikjahlénu lauk og er einn af 23 leikmönnum í hópnum sem mætir Marseille annað kvöld. ▫️16th July, 2025: Jude Bellingham undergoes major shoulder surgery and is ruled OUT for 3 to 4 MONTHS! ▫️15th September, 2025: Jude Bellingham is back and included in squad to face Marseille. 🤯 INCREDIBLE. pic.twitter.com/CCV6U2yghy— Madrid Zone (@theMadridZone) September 15, 2025 Bellingham hefur verið lykilmaður hjá Madrídingum síðustu tvö tímabil. Hann skoraði 23 mörk í 43 leikjum á sínu fyrsta tímabili og vann tvöfald, deild og Meistaradeild. Á síðasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 58 leikjum og missti af báðum titlum. Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Real Madrid, sem er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í deildinni. Kylian Mbappé er markahæstur með fjögur mörk og Arda Guler og Vinicius Junior hafa báðir sett tvö mörk í upphafi tímabils. Sá eini sem virðist ekki vera að njóta sín í Madríd þessa dagana er Trent Alexander-Arnold, sem þurfti að verma varamannabekkinn í rúmar áttatíu mínútur í 2-1 sigrinum gegn Real Sociedad um helgina. Leikur Real Madrid og Marseille hefst klukkan sjö annað kvöld, þriðjudag, og er einn af sex leikjum Meistaradeildarinnar sem verða í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira