Erlent

Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fimmtán milljarðar Bandaríkjadala eru jafnvirði ríflega 1.830 milljarða íslenskra króna.
Fimmtán milljarðar Bandaríkjadala eru jafnvirði ríflega 1.830 milljarða íslenskra króna. Getty/Kevin Dietsch

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt að hann hefði höfðað mál á hendur New York Times, þar sem miðillinn væri krafinn um 15 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur.

Sagði hann miðilinn versta dagblað landsins og áróðursmaskínu Demókrataflokksins. Stuðningur New York Times við flokkin væri „stærsta ólöglega kosningaframlag sögunnar“. 

„Times hefur logið um uppáhalds forsetann ykkar (MIG!) í áratugi, um fjölskyldu mína, fyrirtækin mín, America First hreyfinguna, MAGA og þjóðina okkar alla. Ég er stoltur af því að draga þennan eitt sinni virta „bleðil“ til ábyrgðar,“ sagði Trump og vísaði til annarra málaferla sinna gegn fjölmiðlum.

Forsetinn sagði New York Times hafa komist upp með að ljúga upp á sig alltof lengi. Málið yrði höfðað í Flórída.

New York Times hefur ekki brugðist við tilkynningu forsetans, enn sem komið er.


Tengdar fréttir

Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur

Fréttaveita ABC hef­ur samþykkt að greiða Don­ald Trump bæt­ur upp á 15 millj­ón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum ís­lenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun.

Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu

Paramount, móðurfélag CBS News, hefur samþykkt að greiða sextán milljónir dala til forsetabókasafns Donald Trump, vegna viðtals fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×