Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. september 2025 12:01 Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert. Gjaldskrá dagpeninga til fanga hefur staðið óbreytt frá árinu 2006 en þeir eru greiddir þeim sem ekki geta sinnt vinnu eða námi. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur verðlag hækkað verulega, en fangar hafa ekki notið neinna leiðréttinga. Fæðisfé hefur aðeins hækkað tvisvar á þessu tímabili. Fyrst um 100 krónur árið 2008 eftir ítrekaðan þrýsting frá Afstöðu og aftur árið 2023. Fæðisfé fanga er nú 1.700 krónur á dag. Fangar kaupa sér sjálfir í matinn í verslun fangelsisins sem leggur á vöruálagningu. Þannig greiða fangar hærra verð fyrir mat en almenningur. Flestir reyna að mynda matarhópa til að geta verslað hagkvæmara en þrátt fyrir það er mjög erfitt að hafa efni á mannsæmandi mataræði innan fangelsa. Þóknun fyrir vinnu eða nám fanga er 415 krónur á tímann en oftar en ekki er sett þak á fjölda greiddra vinnustunda. Til samanburðar fá unglingar í unglingavinnunni á sumrin eru að fá frá 833- krónur og upp í 1388- krónur á tímann. Ef þóknun hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá 2006 væri hún í dag væri hún sennilegast í kringum 700- krónur á tímann. Þrátt fyrir að vera sviptir frelsi sínu standa fangar frammi fyrir útgjöldum á borð við tannviðgerðir, fatnað, skó og gleraugu. Þeir þurfa að standa straum af gjöldum barna sinna, kaupa afmælisgjafir, jólagjafir og aðrar nauðsynjar til að sinna fjölskyldum sínum. Afstaða hefur ítrekað bent á að fjárhæðir þóknunar, dagpeninga og fæðisfjár verði að hækka og tengjast neysluviðmiðum þannig að tryggt sé að fangar geti staðið undir lágmarksframfærslu og tekið þátt í samfélaginu á mannsæmandi hátt. Afstaða hefur á síðustu tveimur áratugum átt fjölda funda með dómsmálaráðherrum og ítrekað vakið athygli á að tryggja verði mannlega reisn þeirra sem eru frelsissviptir. Fjöldinn allur af erindum hafa einnig verið send til ráðuneytisins en ákvörðunum ávallt slegið á frest. Áður var rætt um að bíða með breytingar þar til heildarendurskoðun á lögum um fullnustu færi fram en biðin er orðin óbærileg. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra að hækka gjaldskrána og nauðsynlegt að það verði gert án frekari tafa. Þegar síðast var gripið til breytinga var leitast við að finna leið til að hækkana, án þess þó að bæta við fjármagni. Þá voru launaflokkar sameinaðir í einn og sem er 415 krónur á tímann, sem var reyndar ósk Afstöðu, en á sama tíma var sett þak á fjölda vinnustunda. Þannig lækkuðu raunverulegar tekjur fanga og Fangelsismálastofnun sparaði fé á kostnað þeirra sem minnst máttu sín. Þetta er dæmi um hvernig lausnir hafa verið fundnar til að tefja umbætur í stað þess að leysa málið með ábyrgum hætti. Þessi gjaldskrá er án efa það mál sem Afstaða hefur mest fjallað um í samskiptum við stjórnvöld. Það er því sorglegt að ekkert hafi áunnist í málinu þrátt fyrir áralanga baráttu. Afstaða hefur jafnvel leitað til Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum (CPT) sem fylgist með aðbúnaði fanga og sækir Ísland reglulegar heim. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki loks á þessu máli. Þótt sumum kunni að þykja að fangar hafi það betra en margir í samfélaginu breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir eiga rétt á mannsæmandi framfærslu. Ísland hefur skuldbundið sig til að tryggja mannréttindi allra sem dvelja í fangelsum. Nú er rétti tíminn til að bæta ráð sitt og hækka þóknun fanga, dagpeninga og fæðisfé í samræmi við neysluviðmið enda spurning um að fólk haldi mannlegri reisn. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert. Gjaldskrá dagpeninga til fanga hefur staðið óbreytt frá árinu 2006 en þeir eru greiddir þeim sem ekki geta sinnt vinnu eða námi. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur verðlag hækkað verulega, en fangar hafa ekki notið neinna leiðréttinga. Fæðisfé hefur aðeins hækkað tvisvar á þessu tímabili. Fyrst um 100 krónur árið 2008 eftir ítrekaðan þrýsting frá Afstöðu og aftur árið 2023. Fæðisfé fanga er nú 1.700 krónur á dag. Fangar kaupa sér sjálfir í matinn í verslun fangelsisins sem leggur á vöruálagningu. Þannig greiða fangar hærra verð fyrir mat en almenningur. Flestir reyna að mynda matarhópa til að geta verslað hagkvæmara en þrátt fyrir það er mjög erfitt að hafa efni á mannsæmandi mataræði innan fangelsa. Þóknun fyrir vinnu eða nám fanga er 415 krónur á tímann en oftar en ekki er sett þak á fjölda greiddra vinnustunda. Til samanburðar fá unglingar í unglingavinnunni á sumrin eru að fá frá 833- krónur og upp í 1388- krónur á tímann. Ef þóknun hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá 2006 væri hún í dag væri hún sennilegast í kringum 700- krónur á tímann. Þrátt fyrir að vera sviptir frelsi sínu standa fangar frammi fyrir útgjöldum á borð við tannviðgerðir, fatnað, skó og gleraugu. Þeir þurfa að standa straum af gjöldum barna sinna, kaupa afmælisgjafir, jólagjafir og aðrar nauðsynjar til að sinna fjölskyldum sínum. Afstaða hefur ítrekað bent á að fjárhæðir þóknunar, dagpeninga og fæðisfjár verði að hækka og tengjast neysluviðmiðum þannig að tryggt sé að fangar geti staðið undir lágmarksframfærslu og tekið þátt í samfélaginu á mannsæmandi hátt. Afstaða hefur á síðustu tveimur áratugum átt fjölda funda með dómsmálaráðherrum og ítrekað vakið athygli á að tryggja verði mannlega reisn þeirra sem eru frelsissviptir. Fjöldinn allur af erindum hafa einnig verið send til ráðuneytisins en ákvörðunum ávallt slegið á frest. Áður var rætt um að bíða með breytingar þar til heildarendurskoðun á lögum um fullnustu færi fram en biðin er orðin óbærileg. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra að hækka gjaldskrána og nauðsynlegt að það verði gert án frekari tafa. Þegar síðast var gripið til breytinga var leitast við að finna leið til að hækkana, án þess þó að bæta við fjármagni. Þá voru launaflokkar sameinaðir í einn og sem er 415 krónur á tímann, sem var reyndar ósk Afstöðu, en á sama tíma var sett þak á fjölda vinnustunda. Þannig lækkuðu raunverulegar tekjur fanga og Fangelsismálastofnun sparaði fé á kostnað þeirra sem minnst máttu sín. Þetta er dæmi um hvernig lausnir hafa verið fundnar til að tefja umbætur í stað þess að leysa málið með ábyrgum hætti. Þessi gjaldskrá er án efa það mál sem Afstaða hefur mest fjallað um í samskiptum við stjórnvöld. Það er því sorglegt að ekkert hafi áunnist í málinu þrátt fyrir áralanga baráttu. Afstaða hefur jafnvel leitað til Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum (CPT) sem fylgist með aðbúnaði fanga og sækir Ísland reglulegar heim. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki loks á þessu máli. Þótt sumum kunni að þykja að fangar hafi það betra en margir í samfélaginu breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir eiga rétt á mannsæmandi framfærslu. Ísland hefur skuldbundið sig til að tryggja mannréttindi allra sem dvelja í fangelsum. Nú er rétti tíminn til að bæta ráð sitt og hækka þóknun fanga, dagpeninga og fæðisfé í samræmi við neysluviðmið enda spurning um að fólk haldi mannlegri reisn. Höfundur er formaður Afstöðu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun