Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar 18. september 2025 07:31 Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytjist í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu – nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Heimilisofbeldi Reykjavík Kynbundið ofbeldi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytjist í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu – nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun