Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 14:19 Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, lýsir áhyggjum af boðuðum hækkunum stjórnvalda. Vísir/aðsend Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins. Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Samtökin eru ekki þau fyrstu til að lýsa efasemdum og áhyggjum af áformunum, en það gerði til að mynda forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi í síðustu viku. „Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands,“ er haft eftir Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, í tilkynningunni. Hún þar til 13. greinar Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem kveðið sé á um að „æðri menntun skuli vera öllum aðgengileg og þróunin stefna að því að hún verði ókeypis.“ Þá benda samtökin á í tilkynningu sinni að hækkun gjaldanna dugi ekki til að rétta af „viðvarandi undirfjármögnun“ háskólanna. Sömuleiðis feli hækkunin sem af þessu leiði í sér aukin útgjöld fyrir námsmenn, en samkvæmt nýlegri könnun glími yfir 30% íslenskra háskólanema við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda. Þar er vísað til könnunar Eurostudent sem sýni einnig fram á að fjárhagsáhyggjur stúdenta séu hvergi meiri á Norðurlöndum en hér á Íslandi. „Þá hefur kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tvo áratugi og arðsemi háskólamenntunar aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Það skýtur skökku við að draga úr hvata til náms með því að auka fjárhagsbyrðar stúdenta á þessum tíma,“ er haft eftir Lísu Margréi sem bendir einnig á að um þrír af hverjum fjórum háskólanemum á vinnumarkaði starfi með námi til að hafa efni á að stunda sitt nám. Þá séu meira en þriðjungur íslenskra stúdenta foreldrar í námi. „Í ljósi nýútgefinnar skýrslu OECD krefjast LÍS þess að stjórnvöld bregðist við rót vandans með því að tryggja grunnfjármögnun háskólastigsins til jafns við meðaltal OECD-ríkja, í stað þess að velta kostnaði yfir á stúdenta sem þegar búa við efnahagslegt óöryggi og ófullnægjandi námslánakerfi,“ segir loks í tilkynningunni. Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Félagasamtök Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Samtökin eru ekki þau fyrstu til að lýsa efasemdum og áhyggjum af áformunum, en það gerði til að mynda forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi í síðustu viku. „Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands,“ er haft eftir Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, í tilkynningunni. Hún þar til 13. greinar Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem kveðið sé á um að „æðri menntun skuli vera öllum aðgengileg og þróunin stefna að því að hún verði ókeypis.“ Þá benda samtökin á í tilkynningu sinni að hækkun gjaldanna dugi ekki til að rétta af „viðvarandi undirfjármögnun“ háskólanna. Sömuleiðis feli hækkunin sem af þessu leiði í sér aukin útgjöld fyrir námsmenn, en samkvæmt nýlegri könnun glími yfir 30% íslenskra háskólanema við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda. Þar er vísað til könnunar Eurostudent sem sýni einnig fram á að fjárhagsáhyggjur stúdenta séu hvergi meiri á Norðurlöndum en hér á Íslandi. „Þá hefur kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tvo áratugi og arðsemi háskólamenntunar aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Það skýtur skökku við að draga úr hvata til náms með því að auka fjárhagsbyrðar stúdenta á þessum tíma,“ er haft eftir Lísu Margréi sem bendir einnig á að um þrír af hverjum fjórum háskólanemum á vinnumarkaði starfi með námi til að hafa efni á að stunda sitt nám. Þá séu meira en þriðjungur íslenskra stúdenta foreldrar í námi. „Í ljósi nýútgefinnar skýrslu OECD krefjast LÍS þess að stjórnvöld bregðist við rót vandans með því að tryggja grunnfjármögnun háskólastigsins til jafns við meðaltal OECD-ríkja, í stað þess að velta kostnaði yfir á stúdenta sem þegar búa við efnahagslegt óöryggi og ófullnægjandi námslánakerfi,“ segir loks í tilkynningunni.
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Félagasamtök Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira