Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2025 14:03 Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson skipa þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Vísir/Vilhelm Arnór Atlason verður þjálfari Holstebro næstu þrjú árin. Hann segir að starfið fari vel saman við það að vera aðstoðarþjálfari landsliðsins. Arnór hefur samið við Holstebro til ársins 2028 en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum og hefur gert góða hluti með liðið síðan þá. Á síðasta tímabili komst Holstebro í undanúrslit úrslitakeppninnar og Arnór var í kjölfarið valinn þjálfari ársins í Danmörku. „Ég vona að við getum haldið áfram að lyfta þessu upp á hærra plan. Við erum búnir að ná fínum árangri á þessum tveimur árum. Þetta var erfitt fyrsta ár og okkur langar að komast aftur í úrslitakeppnina,“ segir Arnór Atlason í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Holstebro var fyrir svona átta, níu árum stabíll topp fjögur lið í Danmörku sem hefur bæði verið í úrslitum og orðið bikarmeistari. En á síðustu þremur árum hefur þetta verið erfiðara og fyrir þremur árum rétt slapp liðið við fall og við þurftum að spila um það, rétt eins og við þurftum að gera á mínu fyrsta ári. Þetta er búið að vera mikill öldudalur. Fyrir þetta tímabil skiptum við alveg níu leikmönnum út sem er alveg svakalega mikið í handbolta,“ segir Arnór en liðið er nú skipað mörgum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Markmið Arnórs í þjálfun eru skýr, að einbeita sér að því félagi sem hann er hjá hverju sinni. „Starfið passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið hjá landsliðinu og það er stór partur af því að ég held áfram, að þetta passi mjög vel saman og það er ekki víst að það geri það annars staðar. Hvað varðar mín markmið, þá finnst mér maður bara skulda því liði sem maður er hjá hverju sinni að vera hundrað prósent einbeittur á það.“ Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira
Arnór hefur samið við Holstebro til ársins 2028 en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum og hefur gert góða hluti með liðið síðan þá. Á síðasta tímabili komst Holstebro í undanúrslit úrslitakeppninnar og Arnór var í kjölfarið valinn þjálfari ársins í Danmörku. „Ég vona að við getum haldið áfram að lyfta þessu upp á hærra plan. Við erum búnir að ná fínum árangri á þessum tveimur árum. Þetta var erfitt fyrsta ár og okkur langar að komast aftur í úrslitakeppnina,“ segir Arnór Atlason í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Holstebro var fyrir svona átta, níu árum stabíll topp fjögur lið í Danmörku sem hefur bæði verið í úrslitum og orðið bikarmeistari. En á síðustu þremur árum hefur þetta verið erfiðara og fyrir þremur árum rétt slapp liðið við fall og við þurftum að spila um það, rétt eins og við þurftum að gera á mínu fyrsta ári. Þetta er búið að vera mikill öldudalur. Fyrir þetta tímabil skiptum við alveg níu leikmönnum út sem er alveg svakalega mikið í handbolta,“ segir Arnór en liðið er nú skipað mörgum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Markmið Arnórs í þjálfun eru skýr, að einbeita sér að því félagi sem hann er hjá hverju sinni. „Starfið passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið hjá landsliðinu og það er stór partur af því að ég held áfram, að þetta passi mjög vel saman og það er ekki víst að það geri það annars staðar. Hvað varðar mín markmið, þá finnst mér maður bara skulda því liði sem maður er hjá hverju sinni að vera hundrað prósent einbeittur á það.“
Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira