Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar 19. september 2025 12:31 Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið. Það eru ekki aðeins blikur á lofti, það eru rauð ljós. Fimmtungur aðspurðra styður einræði við ákveðnar aðstæður og aðeins sex prósent telja að stjórnmálakerfið virki vel. Ég minnist þess ekki að könnunin hafi ratað á borð íslenskra fjölmiðla en niðurstöður hennar sýna að grundvallartraust á lýðræðinu stendur allt að því á brauðfótum. Fræðimenn hafa bent á að stofnanatraust fari minnkandi á heimsvísu, ekki síst meðal yngri kynslóðanna. Patricia Justino prófessor og næsti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Wider) segir í nýlegri grein að yfir fjórðungur þeirra sem fæddir eru á tíunda áratug síðustu aldar treysti stjórnvöldum alls ekki, samanborið við sautján prósent eldri borgara. Hún bendir á að Evrópa hafi um árabil verið undanskilin þessari þróun en nú sé unga fólkið orðið tortryggnara í garð lýðræðis en eldri kynslóðir. Þrennt skýrir að mestu þessa þróun: efnahagslega óvissa, ójöfnuður og endurteknar kreppur. Efnahagslega óvissan blasir við hér á landi: ungt fólk á erfitt með að koma sér inn á húsnæðismarkað, fasteignir eru dýrar, vextir háir og greiðslubyrðin þung. Og það er rándýrt að lifa, lítið eftir til að leggja fyrir. Að ekki sé minnst á leikskólavandann ógrátandi! En það er fleira sem grefur undan trú ungs fólks á getu stofnana til að bregðast við áföllum. Flóttamannavandinn, heimsfaraldurinn, loftslagskvíðinn og stríðin í heiminum með tilheyrandi mannfalli og hungri. Það kemur því tæpast á óvart að efasemdir um að lýðræðislegar stofnanir virki nútildags, kyndi undir vantrú unga fólksins á lýðræðinu. Justino bendir á að traust verði ekki endurheimt með orðræðu einni. Lýðræðið þurfi að skila áþreifanlegum árangri. Fyrst og fremst verði að tryggja ungu kynslóðinni viðráðanlegt húsnæði, mannsæmandi störf, lífvænlega plánetu og raunverulega þátttöku í stjórnmálum. Hún segir að ein áhrifaríkasta leiðin sé að efla félagslega vernd sem nái til allra og sé talin sanngjörn og aðgengileg. Sú stefna þurfi að taka mið af jafnvægi milli kynslóða. Af þessu má ráða að ungt fólk hafni ekki lýðræði sem hugmynd heldur þeirri útgáfu sem það upplifir sem ósanngjarna, ónæma og óábyrga. Nú ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja: Ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða gæti lýðræðisrofið orðið dýpra og einræðistilburðir náð fótfestu. Til þess þarf pólitískt hugrekki og félagsleg kerfi sem endurspegla veruleika ungs fólks. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið. Það eru ekki aðeins blikur á lofti, það eru rauð ljós. Fimmtungur aðspurðra styður einræði við ákveðnar aðstæður og aðeins sex prósent telja að stjórnmálakerfið virki vel. Ég minnist þess ekki að könnunin hafi ratað á borð íslenskra fjölmiðla en niðurstöður hennar sýna að grundvallartraust á lýðræðinu stendur allt að því á brauðfótum. Fræðimenn hafa bent á að stofnanatraust fari minnkandi á heimsvísu, ekki síst meðal yngri kynslóðanna. Patricia Justino prófessor og næsti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Wider) segir í nýlegri grein að yfir fjórðungur þeirra sem fæddir eru á tíunda áratug síðustu aldar treysti stjórnvöldum alls ekki, samanborið við sautján prósent eldri borgara. Hún bendir á að Evrópa hafi um árabil verið undanskilin þessari þróun en nú sé unga fólkið orðið tortryggnara í garð lýðræðis en eldri kynslóðir. Þrennt skýrir að mestu þessa þróun: efnahagslega óvissa, ójöfnuður og endurteknar kreppur. Efnahagslega óvissan blasir við hér á landi: ungt fólk á erfitt með að koma sér inn á húsnæðismarkað, fasteignir eru dýrar, vextir háir og greiðslubyrðin þung. Og það er rándýrt að lifa, lítið eftir til að leggja fyrir. Að ekki sé minnst á leikskólavandann ógrátandi! En það er fleira sem grefur undan trú ungs fólks á getu stofnana til að bregðast við áföllum. Flóttamannavandinn, heimsfaraldurinn, loftslagskvíðinn og stríðin í heiminum með tilheyrandi mannfalli og hungri. Það kemur því tæpast á óvart að efasemdir um að lýðræðislegar stofnanir virki nútildags, kyndi undir vantrú unga fólksins á lýðræðinu. Justino bendir á að traust verði ekki endurheimt með orðræðu einni. Lýðræðið þurfi að skila áþreifanlegum árangri. Fyrst og fremst verði að tryggja ungu kynslóðinni viðráðanlegt húsnæði, mannsæmandi störf, lífvænlega plánetu og raunverulega þátttöku í stjórnmálum. Hún segir að ein áhrifaríkasta leiðin sé að efla félagslega vernd sem nái til allra og sé talin sanngjörn og aðgengileg. Sú stefna þurfi að taka mið af jafnvægi milli kynslóða. Af þessu má ráða að ungt fólk hafni ekki lýðræði sem hugmynd heldur þeirri útgáfu sem það upplifir sem ósanngjarna, ónæma og óábyrga. Nú ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja: Ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða gæti lýðræðisrofið orðið dýpra og einræðistilburðir náð fótfestu. Til þess þarf pólitískt hugrekki og félagsleg kerfi sem endurspegla veruleika ungs fólks. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun