Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 08:46 Ted Cruz er til vinstri og Brendan Carr til hægri. Á milli þeirra er auglýsing fyrir kvikmyndina Goodfellas. Samsett Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990. „Jimmy Kimmel hefur verið rekinn. Hann hefur verið settur í ótímabundið leyfi. Mér finnst það frábært,“ sagði Cruz í upphafi hlaðvarps síns Verdict with Ted Cruz. Þrátt fyrir það sagði hann vandamál þessu tengt sem snúi að fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar sem fjallar um tjáningarfrelsi. Forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, tóku þá ákvörðun í vikunni að hætta að sýna þátt Jimmys Kimmel um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina. Cruz, sem áður var harður andstæðingur Donalds Trump en er nú einn helsti stuðningsmaður hans, sagði að ummæli Carr væru „ótrúlega hættuleg“ og varaði við að því að afskipti stjórnvalda og tilraun þeirra til að stjórna tjáningarfrelsinu í dag gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau komist Demókratar aftur til valda. Sjá einnig: Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma „Hann hótar berum orðum: „Við ætlum að ógilda útvarpsleyfi ABC. Við ætlum að taka hann af skjánum svo ABC geti ekki sent út lengur.“ ... Hann segir: „Það er hægt að gera þetta með auðveldum hætti, eða við getum þetta á erfiðan hátt“. Og ég verð að segja, þetta kemur beint úr Goodfellas. Þetta er alveg eins og ef mafíuforingi gengur inn á bar og segir: „Flottur bar sem þú rekur. Það væri synd ef eitthvað kæmi fyrir hann“,“ sagði Cruz í hlaðvarpinu um hótanir Carr. Gæti endað illa Cruz sagði enn fremur að hann „hataði“ það sem Jimmy Kimmel sagði um Charlie Kirk í þætti sínum og að hann væri ánægður að hann hefði verið rekinn en bætti þó við að ef stjórnvöld ætli að skipta sér af því sem fjölmiðlar segi og banna ákveðna fjölmiðlamenn eða miðla frá því að senda út gæti það endað illa fyrir íhaldsmenn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf ekki mikið fyrir ummæli Cruz þegar hann var spurður um þau á fundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagði að sjónvarpsstöðvar væru hugsanlega að misnota leyfi sitt til að senda út og birta gagnrýni um hann. „Þegar þú ert með sjónvarpsstöðvar sem gefa einhverjum 97 prósent neikvæða umfjöllun þá held ég að það sé óheiðarlegt,“ sagði Trump og að hans mati væri Carr föðurlandsvinur og hugrakkur maður. Hann sagðist vera ósammála Cruz í þessu máli. Bandaríkin Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Morðið á Charlie Kirk Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
„Jimmy Kimmel hefur verið rekinn. Hann hefur verið settur í ótímabundið leyfi. Mér finnst það frábært,“ sagði Cruz í upphafi hlaðvarps síns Verdict with Ted Cruz. Þrátt fyrir það sagði hann vandamál þessu tengt sem snúi að fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar sem fjallar um tjáningarfrelsi. Forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, tóku þá ákvörðun í vikunni að hætta að sýna þátt Jimmys Kimmel um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina. Cruz, sem áður var harður andstæðingur Donalds Trump en er nú einn helsti stuðningsmaður hans, sagði að ummæli Carr væru „ótrúlega hættuleg“ og varaði við að því að afskipti stjórnvalda og tilraun þeirra til að stjórna tjáningarfrelsinu í dag gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau komist Demókratar aftur til valda. Sjá einnig: Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma „Hann hótar berum orðum: „Við ætlum að ógilda útvarpsleyfi ABC. Við ætlum að taka hann af skjánum svo ABC geti ekki sent út lengur.“ ... Hann segir: „Það er hægt að gera þetta með auðveldum hætti, eða við getum þetta á erfiðan hátt“. Og ég verð að segja, þetta kemur beint úr Goodfellas. Þetta er alveg eins og ef mafíuforingi gengur inn á bar og segir: „Flottur bar sem þú rekur. Það væri synd ef eitthvað kæmi fyrir hann“,“ sagði Cruz í hlaðvarpinu um hótanir Carr. Gæti endað illa Cruz sagði enn fremur að hann „hataði“ það sem Jimmy Kimmel sagði um Charlie Kirk í þætti sínum og að hann væri ánægður að hann hefði verið rekinn en bætti þó við að ef stjórnvöld ætli að skipta sér af því sem fjölmiðlar segi og banna ákveðna fjölmiðlamenn eða miðla frá því að senda út gæti það endað illa fyrir íhaldsmenn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf ekki mikið fyrir ummæli Cruz þegar hann var spurður um þau á fundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagði að sjónvarpsstöðvar væru hugsanlega að misnota leyfi sitt til að senda út og birta gagnrýni um hann. „Þegar þú ert með sjónvarpsstöðvar sem gefa einhverjum 97 prósent neikvæða umfjöllun þá held ég að það sé óheiðarlegt,“ sagði Trump og að hans mati væri Carr föðurlandsvinur og hugrakkur maður. Hann sagðist vera ósammála Cruz í þessu máli.
Bandaríkin Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Morðið á Charlie Kirk Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira