Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 20. september 2025 12:33 Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól. Vegalengd sem í upphafi virtist vera fjarlægur veruleiki fyrir miðaldra, þriggja barna móður búsetta í Breiðholti varð staðreynd. Á árinu hef ég hjólað tæplega 1.300 kílómetra, til og frá vinnu, í búðina, í sund, í heimsóknir eða á fundi. Vel að setjast á hjólið, skilja bílinn heima, spara akstur þegar tækifæri gefst. Hvað þýðir það að hjóla 1.300 kílómetra á ári eða 5.000 kílómetra á fjórum? Fyrir heimilisbókhaldið, fyrir loftslagið, fyrir heilsuna? Hvað gefa 5.000 kílómetrar á hjóli? Frískandi útivera sparar 1,3 tonn koltvísýringi Það er gaman að hjóla, frelsandi tilfinning að setjast á hjólið. Hægt að stýra hraðanum, fara hægar yfir þegar útsýnið er fagurt – eða stíga brekkuna og fá hjartað til að pumpa hraðar, taka heilsurækt á leiðinni til og frá vinnu. Njóta eða þjóta - nema náttúruna bókstaflega á eigin skinni, síbreytilega eins og við Íslendingar þekkjum vel. Stundum blaut, stundum köld, stundum hvöss. Hjólið gleður ekki aðeins sálina heldur líka heimilisbókhaldið. Eldsneytiskaup fyrir meðalstóran heimilisbíl sömu vegalengd myndi kosta um 150 þúsund krónur, það er margt hægt að gera fyrir þá upphæð. Við höfum hér rætt ávinninginn fyrir heilsuna, sálina og buddauna, en megum ekki heldur gleyma ávinningnum fyrir loftslagið. Gróðurhúsalofttegundir sem valda hækkandi hita á jörðinni eru ein helsta ógn mannkyns. Það er því áhugavert að reikna út hversu mörg kíló af koltvísýringi sparast við það að velja hjólið umfram bílinn. Fyrir hverja 1.000 kílómetra sem farnir eru hjóli frekar en á áðurnefndum meðal fólksbíl sparast um 260 kg af koltvísýringi, sem gera 1,3 tonn fyrir 5.000 km. Það er góð tilfinning að hafa sparað 1,3 tonn af koltvísýringi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Hvað getum við sparað saman mörg tonn við að skilja bílinn eftir heima 1-2 daga í viku? Samgöngur bera ábyrgð á 54% kolefnisfótspori Reykjavíkur Á borgarþingi í byrjun september var farið yfir kolefnisfótspor borgarinnar en þar kom fram að samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þegar uppskipting samgangna er skoðuð ber einkabílinn ábyrgð á langstærstum hluta eða 57%, rútur og strætó 6%, vöruflutningabílar 19%, skip 16% og flug 2%. Hver ætli skiptingin sé fyrir stórhöfuðborgarsvæðið; frá Borgarnesi, Selfossi, Suðurnesjum og sveitarfélögunum í kringum Reykjavík? Svæði þar sem 84% þjóðarinnar býr, starfar og ferðast um og bera 3 af hverjum 4 ökutækjum á landsvísu enda sýna tölurnar okkur að umferðin eykst ár frá ári. Um 70 bílar mæta götur á höfuðborgarsvæðisins í hverri viku, um 3.600 á ári vegna fólksfjölgunar, ferðamanna og velmegunar. Tækifæri í breyttum ferðavenjum Tækifærið okkar liggur í breyttum ferðavenjum okkar á höfuðborgarsvæðinu til að draga úr umferð fyrir þau sem hafa tök á velja aðra ferðamáta en einkabílinn. Einn dagur á hjóli, annar í strætó og þriðja á bíl. Ef 100 þúsund manns myndu skilja bílinn eftir heima einn dag í viku, spara 15 km í akstri á dag, gætu setið eftir heima á hlaði um 20.000 tonn koltvísýringi á ári. Það er því til mikils að vinna að skipuleggja vikuna út frá veðri, hversdagslegum verkefnum, panta matarinnkaup í gegnum netkaup og velja að skilja bílinn eftir heima. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól. Vegalengd sem í upphafi virtist vera fjarlægur veruleiki fyrir miðaldra, þriggja barna móður búsetta í Breiðholti varð staðreynd. Á árinu hef ég hjólað tæplega 1.300 kílómetra, til og frá vinnu, í búðina, í sund, í heimsóknir eða á fundi. Vel að setjast á hjólið, skilja bílinn heima, spara akstur þegar tækifæri gefst. Hvað þýðir það að hjóla 1.300 kílómetra á ári eða 5.000 kílómetra á fjórum? Fyrir heimilisbókhaldið, fyrir loftslagið, fyrir heilsuna? Hvað gefa 5.000 kílómetrar á hjóli? Frískandi útivera sparar 1,3 tonn koltvísýringi Það er gaman að hjóla, frelsandi tilfinning að setjast á hjólið. Hægt að stýra hraðanum, fara hægar yfir þegar útsýnið er fagurt – eða stíga brekkuna og fá hjartað til að pumpa hraðar, taka heilsurækt á leiðinni til og frá vinnu. Njóta eða þjóta - nema náttúruna bókstaflega á eigin skinni, síbreytilega eins og við Íslendingar þekkjum vel. Stundum blaut, stundum köld, stundum hvöss. Hjólið gleður ekki aðeins sálina heldur líka heimilisbókhaldið. Eldsneytiskaup fyrir meðalstóran heimilisbíl sömu vegalengd myndi kosta um 150 þúsund krónur, það er margt hægt að gera fyrir þá upphæð. Við höfum hér rætt ávinninginn fyrir heilsuna, sálina og buddauna, en megum ekki heldur gleyma ávinningnum fyrir loftslagið. Gróðurhúsalofttegundir sem valda hækkandi hita á jörðinni eru ein helsta ógn mannkyns. Það er því áhugavert að reikna út hversu mörg kíló af koltvísýringi sparast við það að velja hjólið umfram bílinn. Fyrir hverja 1.000 kílómetra sem farnir eru hjóli frekar en á áðurnefndum meðal fólksbíl sparast um 260 kg af koltvísýringi, sem gera 1,3 tonn fyrir 5.000 km. Það er góð tilfinning að hafa sparað 1,3 tonn af koltvísýringi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Hvað getum við sparað saman mörg tonn við að skilja bílinn eftir heima 1-2 daga í viku? Samgöngur bera ábyrgð á 54% kolefnisfótspori Reykjavíkur Á borgarþingi í byrjun september var farið yfir kolefnisfótspor borgarinnar en þar kom fram að samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þegar uppskipting samgangna er skoðuð ber einkabílinn ábyrgð á langstærstum hluta eða 57%, rútur og strætó 6%, vöruflutningabílar 19%, skip 16% og flug 2%. Hver ætli skiptingin sé fyrir stórhöfuðborgarsvæðið; frá Borgarnesi, Selfossi, Suðurnesjum og sveitarfélögunum í kringum Reykjavík? Svæði þar sem 84% þjóðarinnar býr, starfar og ferðast um og bera 3 af hverjum 4 ökutækjum á landsvísu enda sýna tölurnar okkur að umferðin eykst ár frá ári. Um 70 bílar mæta götur á höfuðborgarsvæðisins í hverri viku, um 3.600 á ári vegna fólksfjölgunar, ferðamanna og velmegunar. Tækifæri í breyttum ferðavenjum Tækifærið okkar liggur í breyttum ferðavenjum okkar á höfuðborgarsvæðinu til að draga úr umferð fyrir þau sem hafa tök á velja aðra ferðamáta en einkabílinn. Einn dagur á hjóli, annar í strætó og þriðja á bíl. Ef 100 þúsund manns myndu skilja bílinn eftir heima einn dag í viku, spara 15 km í akstri á dag, gætu setið eftir heima á hlaði um 20.000 tonn koltvísýringi á ári. Það er því til mikils að vinna að skipuleggja vikuna út frá veðri, hversdagslegum verkefnum, panta matarinnkaup í gegnum netkaup og velja að skilja bílinn eftir heima. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun