„Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. september 2025 17:21 Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur UMFN Njarðvíkingar sitja eftir í Lengjudeildinni með sárt ennið eftir að hafa tapað í undanúrslitaeinvígi gegn nágrönnum sínum í Keflavík 0-3 á heimavelli í kvöld og samanlagt 2-4. „Vonsvikinn og bara virkilega ósáttur með það hvernig við bognum í byrjun seinni hálfleiks“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í dag. „Þeir komast á bragðið og við vorum kannski ekki alveg nógu klárir eða litlir í okkur eða hvað það var. Því miður þá bara bognum við þarna og við náum ekki að koma okkur út úr þessu og því miður þá er þetta heldur ekki í fyrsta skipti í sumar sem við lendum í þessum aðstæðum“ Það mátti sjá von kvikna í liði Keflavíkur þegar þeir skora frábært mark og jafna einvígið og um leið mátti sjá Njarðvíkinga verða svolítið litla í sér. „Þeir skora þarna frábært mark og auðvitað er það eitthvað svona mark sem þarf að vera til þess að brjóta okkur á bak aftur. Mér fannst þeir ekki gera neitt í fyrri hálfleik og við vorum með ágætis stjórn á þessu í fyrri hálfleik og fáum nokkur tækifæri til þess að skora en gerum það ekki“ „Við fórum brattir inn í hálfleik og fórum yfir hlutina sem að við vildum gera í seinni en fótbolti er bara þannig ef þú mætir ekki til leiks og sérstaklega ef að hitt liðið er með reynslu í því að koma inn í svon stærri leiki á réttum mómentum“ Annað mark Keflavíkur var mjög umdeilt en þeir skora þá eftir óbeina aukaspyrnu sem hafði verið dæmd eftir að boltinn hafi verið tæklaður upp í hendurnar á Aroni Snær Friðrikssyni markverði Njarðvíkur. „Ég sé þetta ekki nægilega vel hvort hann sé að gefa hann til baka endilega eða tækla en ég veit allavega að það er stutt á milli þeirra þarna og ég veit ekki hversu mikill brotavilji er þarna ef Sigurjón Már Markússon er að gefa hann til baka þarna úr þessu færi. Ég sé þetta ekki nægilega vel og er í smá snoker þarna við þá þarna þar sem ég stend“ „Þeir fá þetta og hann klárar þetta upp í skeytin og að fá tvö mörk á sig alveg upp í skeytin er mjög 'brutal' að detta út með þeim hætti“ Mikið var rætt og ritað um málefni Oumar Diouck í aðdraganda leiksins en hann fékk tvö gul og þar með rautt í síðasta leik sem varð til þess að hann tók út leikbann í dag. „Þetta er ekki fyrsti leikurinn í sumar þar sem við þurfum að breyta til hvort sem það sé vegna landsliðsverkefna, meiðsli eða leikbönn. Það kom bara maður í manns stað hjá okkur“ Framtíð Gunnars Heiðars Þorvaldssonar er nú í lausu lofti en hann er samningslaus eftir tímabilið hjá Njarðvík. „Ég er ekki alveg búin að ná hausnum í kringum þetta ef ég á að segja alveg eins og er. Ég er ótrúlega vonsvikinn með það hvernig við klárum tímabilið svona á þennan hátt. Strákarnir eiga mun meira skilið heldur en að detta út eins og þeir gerðu í dag“ „Ég er orðin atvinnulaus núna og það verður bara að skoða það eitthvað í framtíðinni. Ég er ekkert búin að pæla í því neitt. Ég hugsaði svo mikið um að reyna að koma þessum klúbbi upp hérna“ „Ég er ótrúlega ánægður með klúbbinn, strákana og teymið mitt að hafa komið á vagninn og eftir tvö og hálft ár þá held ég að við getum sagt það að ég er gríðarlega stoltur af þeirri vinnu sem að við erum búnir að gera því mér finnst við vera búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson. UMF Njarðvík Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Sjá meira
„Vonsvikinn og bara virkilega ósáttur með það hvernig við bognum í byrjun seinni hálfleiks“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í dag. „Þeir komast á bragðið og við vorum kannski ekki alveg nógu klárir eða litlir í okkur eða hvað það var. Því miður þá bara bognum við þarna og við náum ekki að koma okkur út úr þessu og því miður þá er þetta heldur ekki í fyrsta skipti í sumar sem við lendum í þessum aðstæðum“ Það mátti sjá von kvikna í liði Keflavíkur þegar þeir skora frábært mark og jafna einvígið og um leið mátti sjá Njarðvíkinga verða svolítið litla í sér. „Þeir skora þarna frábært mark og auðvitað er það eitthvað svona mark sem þarf að vera til þess að brjóta okkur á bak aftur. Mér fannst þeir ekki gera neitt í fyrri hálfleik og við vorum með ágætis stjórn á þessu í fyrri hálfleik og fáum nokkur tækifæri til þess að skora en gerum það ekki“ „Við fórum brattir inn í hálfleik og fórum yfir hlutina sem að við vildum gera í seinni en fótbolti er bara þannig ef þú mætir ekki til leiks og sérstaklega ef að hitt liðið er með reynslu í því að koma inn í svon stærri leiki á réttum mómentum“ Annað mark Keflavíkur var mjög umdeilt en þeir skora þá eftir óbeina aukaspyrnu sem hafði verið dæmd eftir að boltinn hafi verið tæklaður upp í hendurnar á Aroni Snær Friðrikssyni markverði Njarðvíkur. „Ég sé þetta ekki nægilega vel hvort hann sé að gefa hann til baka endilega eða tækla en ég veit allavega að það er stutt á milli þeirra þarna og ég veit ekki hversu mikill brotavilji er þarna ef Sigurjón Már Markússon er að gefa hann til baka þarna úr þessu færi. Ég sé þetta ekki nægilega vel og er í smá snoker þarna við þá þarna þar sem ég stend“ „Þeir fá þetta og hann klárar þetta upp í skeytin og að fá tvö mörk á sig alveg upp í skeytin er mjög 'brutal' að detta út með þeim hætti“ Mikið var rætt og ritað um málefni Oumar Diouck í aðdraganda leiksins en hann fékk tvö gul og þar með rautt í síðasta leik sem varð til þess að hann tók út leikbann í dag. „Þetta er ekki fyrsti leikurinn í sumar þar sem við þurfum að breyta til hvort sem það sé vegna landsliðsverkefna, meiðsli eða leikbönn. Það kom bara maður í manns stað hjá okkur“ Framtíð Gunnars Heiðars Þorvaldssonar er nú í lausu lofti en hann er samningslaus eftir tímabilið hjá Njarðvík. „Ég er ekki alveg búin að ná hausnum í kringum þetta ef ég á að segja alveg eins og er. Ég er ótrúlega vonsvikinn með það hvernig við klárum tímabilið svona á þennan hátt. Strákarnir eiga mun meira skilið heldur en að detta út eins og þeir gerðu í dag“ „Ég er orðin atvinnulaus núna og það verður bara að skoða það eitthvað í framtíðinni. Ég er ekkert búin að pæla í því neitt. Ég hugsaði svo mikið um að reyna að koma þessum klúbbi upp hérna“ „Ég er ótrúlega ánægður með klúbbinn, strákana og teymið mitt að hafa komið á vagninn og eftir tvö og hálft ár þá held ég að við getum sagt það að ég er gríðarlega stoltur af þeirri vinnu sem að við erum búnir að gera því mér finnst við vera búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
UMF Njarðvík Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Sjá meira