Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar 22. september 2025 07:30 Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Fyrir síðustu helgi kynnti menntamálaráðherra gamlar furðu hugmyndir fyrir framhaldsskólann. Koma á fót 4-6 svæðisskrifstofum og setja mannauð þangað sem heima á í skólunum sjálfum. Það á að styrkja skólana en í stað þess á reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu Hér er Reykjavíkurleiðin í grunnskólum endurfædd. Leið þar sem þjónustumiðstöðvar/svæðisskrifstofur voru settar á nokkra staði í borginni þegar fjölbreyttni nemendahópsins óx mikið. Leið sem kostar mikið, skilar litlu og skólarnir sitja áfram uppi með mestan vandann enda skólar samfélög þar sem tengsl, þekking og reynsla á gólfinu skipta öllu máli hvað árangur varðar. Þegar mannauður fer úr skólunum rofna tengsl hans við þau úrlausnarefni sem upp koma, hvort sem það eru nemenda-, starfsmanna- eða efnisleg mál skólanna. Þetta er algert lykilatriði Það á sér enga stoð í raunveruleikanum að hægt sé útvista ,,vandamálum“ skólanna til 4-6 stofnananna, þó að einhverja dreymi um það. Þú sendir ekki vanda fjölbreyttari nemendafánu inn í töflureikni á skrifstofu. Vandann þarf að leysa á staðnum með þeim sem eiga í hlut og hafa getu til, þ.e. ef menn vilja leysa vandann en ekki bara fjarlægja hann. Það er rangt að framhaldsskólar hafi ekki mætt áskorunum samtímans eins og ráðuneytið heldur fram. Þeir hafa einmitt gert það með innanhúss þekkingu og reynslu, eða eins og skólameistari Borgarholtsskóla segir: ,,…framhaldsskólar og kennarar í framhaldsskólum hafa verið mjög duglegir við að mæta kröfum samtímans og aðlaga sig“. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr iðnnámi, 27% aukning frá því í fyrra og hlutfall brottfalls er lækkandisem er jákvæð vísbending um bætt framhaldsskólastarf og markvissari stuðning við nemendur. Eru þetta merki um að framhaldsskólarnir geti ekki tekist á við áskoranir samtímans eins og ráðuneytið heldur fram? Það er fólkið á gólfinu: 1. Sem þekkir nemendur, tengist þeim og er færast og sneggst að leysa málin fái það tíma til þess, ólíklega fólk sem hefur ekki séð eða talað við nemendur áður. 2. Sem þekkir það best hvað þarf að gera til að árangur náist, ekki sérfræðingur úr ráðuneytinu. 3. Sem þekkir skólana sína best. Það veit hvar hægt er að sýna ráðdeild, nýta fjármagn vel og gera mikið úr litlu, ekki konan með excel-skjalið. Það er ljóst að þessar hugmyndir eru illa ígrundaðar, ólíklegar að leysa nokkuð og hafa verið reyndar áður með litlum árangri og miklum kostnaði. Sköðum ekki gott starf framhaldsskólanna með pólitískum flumbrugangi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Fyrir síðustu helgi kynnti menntamálaráðherra gamlar furðu hugmyndir fyrir framhaldsskólann. Koma á fót 4-6 svæðisskrifstofum og setja mannauð þangað sem heima á í skólunum sjálfum. Það á að styrkja skólana en í stað þess á reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu Hér er Reykjavíkurleiðin í grunnskólum endurfædd. Leið þar sem þjónustumiðstöðvar/svæðisskrifstofur voru settar á nokkra staði í borginni þegar fjölbreyttni nemendahópsins óx mikið. Leið sem kostar mikið, skilar litlu og skólarnir sitja áfram uppi með mestan vandann enda skólar samfélög þar sem tengsl, þekking og reynsla á gólfinu skipta öllu máli hvað árangur varðar. Þegar mannauður fer úr skólunum rofna tengsl hans við þau úrlausnarefni sem upp koma, hvort sem það eru nemenda-, starfsmanna- eða efnisleg mál skólanna. Þetta er algert lykilatriði Það á sér enga stoð í raunveruleikanum að hægt sé útvista ,,vandamálum“ skólanna til 4-6 stofnananna, þó að einhverja dreymi um það. Þú sendir ekki vanda fjölbreyttari nemendafánu inn í töflureikni á skrifstofu. Vandann þarf að leysa á staðnum með þeim sem eiga í hlut og hafa getu til, þ.e. ef menn vilja leysa vandann en ekki bara fjarlægja hann. Það er rangt að framhaldsskólar hafi ekki mætt áskorunum samtímans eins og ráðuneytið heldur fram. Þeir hafa einmitt gert það með innanhúss þekkingu og reynslu, eða eins og skólameistari Borgarholtsskóla segir: ,,…framhaldsskólar og kennarar í framhaldsskólum hafa verið mjög duglegir við að mæta kröfum samtímans og aðlaga sig“. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr iðnnámi, 27% aukning frá því í fyrra og hlutfall brottfalls er lækkandisem er jákvæð vísbending um bætt framhaldsskólastarf og markvissari stuðning við nemendur. Eru þetta merki um að framhaldsskólarnir geti ekki tekist á við áskoranir samtímans eins og ráðuneytið heldur fram? Það er fólkið á gólfinu: 1. Sem þekkir nemendur, tengist þeim og er færast og sneggst að leysa málin fái það tíma til þess, ólíklega fólk sem hefur ekki séð eða talað við nemendur áður. 2. Sem þekkir það best hvað þarf að gera til að árangur náist, ekki sérfræðingur úr ráðuneytinu. 3. Sem þekkir skólana sína best. Það veit hvar hægt er að sýna ráðdeild, nýta fjármagn vel og gera mikið úr litlu, ekki konan með excel-skjalið. Það er ljóst að þessar hugmyndir eru illa ígrundaðar, ólíklegar að leysa nokkuð og hafa verið reyndar áður með litlum árangri og miklum kostnaði. Sköðum ekki gott starf framhaldsskólanna með pólitískum flumbrugangi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun