Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 12:02 Miklar væntingar hafa verið gerðar til Ousmané Dembélé í lengri tíma en hann sprakk algjörlega út á síðasta tímabili. epa/YOAN VALAT Í kvöld verður Gullboltinn, verðlaunin fyrir besta leikmann Evrópu, veittur við hátíðlega athöfn. Lið þess sem þykir líklegastur til hreppa hnossið spilar í kvöld. Franska tímaritið France Football hefur veitt Gullboltann síðan 1956. Lionel Messi hefur hlotið verðlaunin oftast allra, eða átta sinnum. Samkvæmt veðbönkum þykir Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, líklegastur til að hljóta Gullboltann. Dembélé var í lykilhlutverki hjá PSG sem vann þrefalt á síðasta tímabili; frönsku úrvalsdeildina, frönsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Hinn 28 ára Dembélé var nokkuð rólegur fyrir áramót en fór á mikið flug eftir að árið 2025 gekk í garð og blómstraði í nýrri stöðu, sem fremsti maður. Frakkinn skoraði 35 mörk og lagði upp sextán í öllum keppnum á síðasta tímabili. Ef Dembélé vinnur Gullboltann verður hann fyrsti Frakkinn síðan Karim Benzema 2022 til að fá þessi verðlaun. Hann verður einnig annar leikmaður PSG til að hljóta Gullboltann, á eftir Messi 2021. Fimm Frakkar hafa hlotið Gullboltann: Michel Platini, Raymond Kopa, Jean-Pierre Papin, Zinedine Zidane og Benzema. PSG á leik gegn Marseille á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Dembélé verður þó líklega ekki með í leiknum vegna meiðsla og gæti því verið viðstaddur afhendingu Gullboltans. Dembélé hefur misst af báðum leikjum PSG eftir landsleikjahléið vegna meiðsla í læri. Næstur á lista veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að fá Gullboltann er ungstirnið Lamine Yamal hjá Barcelona. Ef það gerist verður hann sá yngsti í sögunni til að vinna verðlaunin, aðeins átján ára. Brasilíumaðurinn Ronaldo er yngsti sigurvegari Gullboltans en hann var 21 ára og 96 daga þegar hann fékk Gullboltann 1996. Samherji Yamals hjá Barcelona, Raphinha, er einnig ofarlega á lista veðbanka en hann skoraði 34 mörk og gaf 22 stoðsendingar þegar Börsungar unnu tvöfalt á síðasta tímabili. Portúgalski miðjumaðurinn hjá PSG, Vitinha, og Mohamed Salah, framherji Liverpool, þykja einnig líklegir. Afhending Gullknattarins verður í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay. Hefst útsending klukkan 19:00 í kvöld. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Franska tímaritið France Football hefur veitt Gullboltann síðan 1956. Lionel Messi hefur hlotið verðlaunin oftast allra, eða átta sinnum. Samkvæmt veðbönkum þykir Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, líklegastur til að hljóta Gullboltann. Dembélé var í lykilhlutverki hjá PSG sem vann þrefalt á síðasta tímabili; frönsku úrvalsdeildina, frönsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Hinn 28 ára Dembélé var nokkuð rólegur fyrir áramót en fór á mikið flug eftir að árið 2025 gekk í garð og blómstraði í nýrri stöðu, sem fremsti maður. Frakkinn skoraði 35 mörk og lagði upp sextán í öllum keppnum á síðasta tímabili. Ef Dembélé vinnur Gullboltann verður hann fyrsti Frakkinn síðan Karim Benzema 2022 til að fá þessi verðlaun. Hann verður einnig annar leikmaður PSG til að hljóta Gullboltann, á eftir Messi 2021. Fimm Frakkar hafa hlotið Gullboltann: Michel Platini, Raymond Kopa, Jean-Pierre Papin, Zinedine Zidane og Benzema. PSG á leik gegn Marseille á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Dembélé verður þó líklega ekki með í leiknum vegna meiðsla og gæti því verið viðstaddur afhendingu Gullboltans. Dembélé hefur misst af báðum leikjum PSG eftir landsleikjahléið vegna meiðsla í læri. Næstur á lista veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að fá Gullboltann er ungstirnið Lamine Yamal hjá Barcelona. Ef það gerist verður hann sá yngsti í sögunni til að vinna verðlaunin, aðeins átján ára. Brasilíumaðurinn Ronaldo er yngsti sigurvegari Gullboltans en hann var 21 ára og 96 daga þegar hann fékk Gullboltann 1996. Samherji Yamals hjá Barcelona, Raphinha, er einnig ofarlega á lista veðbanka en hann skoraði 34 mörk og gaf 22 stoðsendingar þegar Börsungar unnu tvöfalt á síðasta tímabili. Portúgalski miðjumaðurinn hjá PSG, Vitinha, og Mohamed Salah, framherji Liverpool, þykja einnig líklegir. Afhending Gullknattarins verður í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay. Hefst útsending klukkan 19:00 í kvöld.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira