Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2025 09:30 Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta síðan í janúar og stefnir á HM 2027. Vísir/Getty Elísabet Gunnarsdóttir var ósátt við svör KSÍ þegar gengið var framhjá henni við val á landsliðsþjálfara kvenna í ársbyrjun 2021. Í dag er hún þó sátt í Belgíu og stefnir á HM eftir tvö ár. KSÍ leitaði landsliðsþjálfara eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum í árslok 2020. Elísabet fór í starfsviðtal hjá KSÍ en tjáði sambandinu að hún gæti ekki horfið frá félagsliði sínu Kristianstad fyrr en um vorið. Hún gæti stýrt báðum samhliða fyrst um sinn. Ekki var fallist á það og Þorsteinn Halldórsson var í hennar stað ráðinn í janúar 2021. Elísabet ræddi ferlið við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. „Ég fór í tvö viðtöl. Ef ég man þetta rétt þá var þetta þannig að það var Covid ár. Það voru eitt eða tvö landsliðsverkefni eftir það ár. Því það var ekkert í gangi á þessum tíma og maður gat ekki farið í nein ferðalög,“ segir Elísabet sem stýrði þá liði Kristianstad í Svíþjóð í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Evrópu. „Við [í Kristianstad] vorum að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Ég sagði að það kæmi ekki til greina fyrir mig að sleppa því. Ég vildi taka við landsliðinu en fá að klára tímabilið með Kristianstad og síðan myndi ég hætta með liðið og fara alfarið í landsliðið. Það var sá möguleiki sem var til staðar frá minni hendi,“ Mark Parsons ásamt Lieke Mertens er hann stýrir Hollandi. Stjórnendum hjá KNVB, hollenska knattspyrnusambandinu, þótti ekki líta illa út að hann stýrði liðinu samhliða Portland Thorns um nokkurra mánaða skeið.Getty/Rico Brouwer „Svörin voru einfaldlega þannig að það myndi líta illa út, út á við, að landsliðsþjálfari Íslands væri ekki í 100 prósent starfi fyrir landsliðið. Á sama tíma var Mark Parsons að þjálfa eitt stærsta lið í heimi í Portland og tók við Hollandi. Hann kláraði tímabilið með Portland og tók við Hollandi sem voru Evrópumeistarar á þeim tíma,“ segir Elísabet sem sætti sig því illa við svörin frá stjórn KSÍ, sem var þá undir formennsku Guðna Bergssonar. „Þannig að ég var ekki sátt við þessi svör, ég get alveg verið hreinskilin með það. Ég hefði viljað að útkoman væri önnur.“ Ætlar að koma Belgum á HM í fyrsta sinn Elísabet hætti hjá Kristianstad eftir 15 ára veru hjá félaginu í fyrra. Í kjölfarið átti hún í viðræðum meðal annars við Chelsea á Englandi og norska kvennalandsliðið en tók svo við liði Belga í byrjun þessa árs. Margur hefur kallað eftir henni í landsliðsþjálfarastarf Íslands undanfarin ár og var heitt undir sitjandi landsliðsþjálfara, Þorsteini Halldórssyni, eftir EM í sumar þar sem árangur var undir væntingum. Aðstoðarþjálfarar hans voru látnir taka poka sinn eftir mótið en Elísabet segist engan áhuga hafa á starfinu eins og sakir standa. Ef þú yrðir beðin um að taka við íslenska landsliðinu í dag, myndirðu taka því? „Ég er þannig sem persóna og þjálfari að ég er all in í því sem ég er að gera. Nú er ég að þjálfa Belgíu og elska þetta lið út af lífinu nú þegar. Finnst æðislegt að vinna með leikmönnum og mínu starfsliði og númer 1, 2 og 3 í mínum huga er að koma Belgíu á HM í fyrsta skipti. Þjóðin hefur aldrei komist á HM, ég var ráðin til að gera það. Þannig að ég er bara á fullu í því,“ segir Elísabet. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild má sjá í Bestu mörkunum á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00 í kvöld. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Sænski boltinn Belgíski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
KSÍ leitaði landsliðsþjálfara eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum í árslok 2020. Elísabet fór í starfsviðtal hjá KSÍ en tjáði sambandinu að hún gæti ekki horfið frá félagsliði sínu Kristianstad fyrr en um vorið. Hún gæti stýrt báðum samhliða fyrst um sinn. Ekki var fallist á það og Þorsteinn Halldórsson var í hennar stað ráðinn í janúar 2021. Elísabet ræddi ferlið við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. „Ég fór í tvö viðtöl. Ef ég man þetta rétt þá var þetta þannig að það var Covid ár. Það voru eitt eða tvö landsliðsverkefni eftir það ár. Því það var ekkert í gangi á þessum tíma og maður gat ekki farið í nein ferðalög,“ segir Elísabet sem stýrði þá liði Kristianstad í Svíþjóð í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Evrópu. „Við [í Kristianstad] vorum að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Ég sagði að það kæmi ekki til greina fyrir mig að sleppa því. Ég vildi taka við landsliðinu en fá að klára tímabilið með Kristianstad og síðan myndi ég hætta með liðið og fara alfarið í landsliðið. Það var sá möguleiki sem var til staðar frá minni hendi,“ Mark Parsons ásamt Lieke Mertens er hann stýrir Hollandi. Stjórnendum hjá KNVB, hollenska knattspyrnusambandinu, þótti ekki líta illa út að hann stýrði liðinu samhliða Portland Thorns um nokkurra mánaða skeið.Getty/Rico Brouwer „Svörin voru einfaldlega þannig að það myndi líta illa út, út á við, að landsliðsþjálfari Íslands væri ekki í 100 prósent starfi fyrir landsliðið. Á sama tíma var Mark Parsons að þjálfa eitt stærsta lið í heimi í Portland og tók við Hollandi. Hann kláraði tímabilið með Portland og tók við Hollandi sem voru Evrópumeistarar á þeim tíma,“ segir Elísabet sem sætti sig því illa við svörin frá stjórn KSÍ, sem var þá undir formennsku Guðna Bergssonar. „Þannig að ég var ekki sátt við þessi svör, ég get alveg verið hreinskilin með það. Ég hefði viljað að útkoman væri önnur.“ Ætlar að koma Belgum á HM í fyrsta sinn Elísabet hætti hjá Kristianstad eftir 15 ára veru hjá félaginu í fyrra. Í kjölfarið átti hún í viðræðum meðal annars við Chelsea á Englandi og norska kvennalandsliðið en tók svo við liði Belga í byrjun þessa árs. Margur hefur kallað eftir henni í landsliðsþjálfarastarf Íslands undanfarin ár og var heitt undir sitjandi landsliðsþjálfara, Þorsteini Halldórssyni, eftir EM í sumar þar sem árangur var undir væntingum. Aðstoðarþjálfarar hans voru látnir taka poka sinn eftir mótið en Elísabet segist engan áhuga hafa á starfinu eins og sakir standa. Ef þú yrðir beðin um að taka við íslenska landsliðinu í dag, myndirðu taka því? „Ég er þannig sem persóna og þjálfari að ég er all in í því sem ég er að gera. Nú er ég að þjálfa Belgíu og elska þetta lið út af lífinu nú þegar. Finnst æðislegt að vinna með leikmönnum og mínu starfsliði og númer 1, 2 og 3 í mínum huga er að koma Belgíu á HM í fyrsta skipti. Þjóðin hefur aldrei komist á HM, ég var ráðin til að gera það. Þannig að ég er bara á fullu í því,“ segir Elísabet. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild má sjá í Bestu mörkunum á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00 í kvöld.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Sænski boltinn Belgíski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira