Skoðun

Far­sæl fram­fara­skref á Sól­heimum

Sigurjón Örn Þórsson skrifar

Á þessum vettvangi hafa málefni samfélagsins á Sólheimum verið til nokkurrar, og að okkar mati óvæginnar, umfjöllunar að undanförnu. Stjórn og framkvæmdastjóri Sólheima hafa verið borin þungum sökum af starfsmanni sem sagt var upp störfum. Í þeim málflutningi hefur víða verið hallað réttu máli og dregin upp mynd sem mjög er á skjön við þann veruleika sem er okkar upplifun og vonandi líka langflestra í þeim frábæra hópi starfsfólks sem Sólheimar hafa í sínum röðum.

Af þessu tilefni vil ég fyrir hönd stjórnar Sólheima árétta eindreginn stuðning okkar við öll þau skref sem framkvæmdastjórinn, Kristín Björg Albertsdóttir, hefur ýmist lagt til eða verið hvött til þess að stíga frá því hún var fengin til starfa í byrjun ársins. Þau hafa að okkar mati verið bæði framsækin og farsæl. Óhjákvæmilegt var að straumlínulaga reksturinn og endurskipuleggja með það að leiðarljósi að skerpa áherslur og efla enn frekar stuðning við þjónustunotendur Sólheima. Um leið yrðu undirstöður starfseminnar til lengri framtíðar styrktar.

Enginn þessara þátta gæti raungerst án öflugs starfsliðs Sólheima. Þess vegna verður allt kapp lagt á að þétta hópinn í því mikilvæga starfi sem hann sinnir.

Höfundur er formaður stjórnar Sólheima.


Tengdar fréttir




Skoðun

Sjá meira


×