Fótbolti

De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sá rautt undir lok leiks.
Sá rautt undir lok leiks. EPA/Guillaume Horcajuelo

Marseille lagði Evrópumeistara París Saint-Germain í efstu deild franska fótboltans. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs.

Frestunin gerði það að verkum að eitthvað af stjörnum PSG komst ekki verðlaunaafhendingu Gullknattarins sem fram fer í kvöld. Ef til vill voru gestirnir frá París því annars hugar en þeir voru langt frá sínu besta í kvöld.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Marseille þökk sé skallamarki Nayef Aguerd af stuttu færi strax á 5. mínútu leiksins.

Í uppbótartíma var Roberto De Zerbi, þjálfari Marseille, rekinn af velli. Það hafði ekki áhrif á hans menn sem héldu út og unnu frábæran sigur.

Sigurinn lyftir Marseille upp í 6. sætið með 9 stig en sendir PSG niður í 2. sætið á markatölu. Monaco er sem stendur í toppsætinu með 12 stig líkt og PSG, Lyon og Strasbourg þegar fimm umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×