Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar 23. september 2025 15:01 Seðlabankinn hefur á undanförnum misserum haldið uppi háum stýrivöxtum, þvert á þær væntingar sem skapaðar voru við gerð síðustu kjarasamninga. Í þeim samningum sýndi launafólk ábyrgð: það tók á sig hóflegar launahækkanir og gaf í raun eftir hluta af verðmætasköpun sinni til að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Þessi ábyrgð hefur hins vegar ekki skilað sér í vaxtalækkunum, nema að litlu marki. Stýrivextir eru nú 7,50%, eftir að hafa hæst farið í 9,25%. Við venjulegu fólki blasir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands er í dag fyrst og fremst í þágu fjármagnseigenda. Það finna orðið allir sem þurfa að standa skil á húsnæðislánum, greiða hærri vexti af yfirdráttarlánum eða takast á við síhækkandi framfærslukostnað. Á sama tíma hafa bankar og stórfyrirtæki nýtt sér þetta svigrúm til að hagnast. Forstjórar birtast í fjölmiðlum, kvarta undan rekstrarumhverfinu – en birta svo methagnað í ársuppgjörum. Bankarnir og stórfyrirtæki virðast litla eða enga samfélagslega ábyrgð bera; þeir sjá arðsemi og arðgreiðslur til eigenda sem einu mælistikuna á velgengni. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, langt umfram laun og byggingarkostnað. Húsnæði hefur breyst í fjárfestingavöru fyrir fjármagnseigendur í stað þess að vera öruggt skjól fyrir fjölskyldur. Verðmyndun húsnæðis lýtur ekki lögmálum eftirspurnar sem sést á því að nú þegar hægt hefur á kaupum á húsnæðismarkaði lækkar verð fasteigna ekki. Á sama tíma spilar húsnæðisliðurinn lykilhlutverk í vísitölunni sem Seðlabankinn byggir vaxtastefnu sína á – þannig fær almenningur að súpa seyðið tvöfalt. Þrátt fyrir sterkt gengi krónunnar lækka innfluttar vörur eins og eldsneyti og matvara ekki. Opinberar gjaldskrár hafa hækkað og ýta undir kostnaðarþrýsting á heimilin. Launafólk, sem sló af kröfum sínum í þágu samfélagsins, sér enga leið út úr vítahringnum. Aðrir aðilar virðast ónæmir fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni. Seðlabankinn þarf að horfa á stærri myndina, samfélagið allt og afleiðingarnar fyrir heimilin. Vaxtastefnan á ekki að þjóna fjármagnseigendum, heldur samfélaginu í heild. Heimilin í landinu geta ekki borið þessa byrði ein – nú þarf raunverulega samfélagslega ábyrgð. Blind þjónusta við fjármagnið hefur okkur engu skilað. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Hilmar Harðarson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn hefur á undanförnum misserum haldið uppi háum stýrivöxtum, þvert á þær væntingar sem skapaðar voru við gerð síðustu kjarasamninga. Í þeim samningum sýndi launafólk ábyrgð: það tók á sig hóflegar launahækkanir og gaf í raun eftir hluta af verðmætasköpun sinni til að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Þessi ábyrgð hefur hins vegar ekki skilað sér í vaxtalækkunum, nema að litlu marki. Stýrivextir eru nú 7,50%, eftir að hafa hæst farið í 9,25%. Við venjulegu fólki blasir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands er í dag fyrst og fremst í þágu fjármagnseigenda. Það finna orðið allir sem þurfa að standa skil á húsnæðislánum, greiða hærri vexti af yfirdráttarlánum eða takast á við síhækkandi framfærslukostnað. Á sama tíma hafa bankar og stórfyrirtæki nýtt sér þetta svigrúm til að hagnast. Forstjórar birtast í fjölmiðlum, kvarta undan rekstrarumhverfinu – en birta svo methagnað í ársuppgjörum. Bankarnir og stórfyrirtæki virðast litla eða enga samfélagslega ábyrgð bera; þeir sjá arðsemi og arðgreiðslur til eigenda sem einu mælistikuna á velgengni. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, langt umfram laun og byggingarkostnað. Húsnæði hefur breyst í fjárfestingavöru fyrir fjármagnseigendur í stað þess að vera öruggt skjól fyrir fjölskyldur. Verðmyndun húsnæðis lýtur ekki lögmálum eftirspurnar sem sést á því að nú þegar hægt hefur á kaupum á húsnæðismarkaði lækkar verð fasteigna ekki. Á sama tíma spilar húsnæðisliðurinn lykilhlutverk í vísitölunni sem Seðlabankinn byggir vaxtastefnu sína á – þannig fær almenningur að súpa seyðið tvöfalt. Þrátt fyrir sterkt gengi krónunnar lækka innfluttar vörur eins og eldsneyti og matvara ekki. Opinberar gjaldskrár hafa hækkað og ýta undir kostnaðarþrýsting á heimilin. Launafólk, sem sló af kröfum sínum í þágu samfélagsins, sér enga leið út úr vítahringnum. Aðrir aðilar virðast ónæmir fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni. Seðlabankinn þarf að horfa á stærri myndina, samfélagið allt og afleiðingarnar fyrir heimilin. Vaxtastefnan á ekki að þjóna fjármagnseigendum, heldur samfélaginu í heild. Heimilin í landinu geta ekki borið þessa byrði ein – nú þarf raunverulega samfélagslega ábyrgð. Blind þjónusta við fjármagnið hefur okkur engu skilað. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar