Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 17:07 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins veltir fyrir sér hver stýrir landinu nú um mundir. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. Líkt og fram hefur komið stöðvaðist flugumferð um Kastrup flugvöll og Gardenmoen flugvöll í gærkvöldi og í nótt. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt um alvarlegustu árásina gegn dönskum innviðum að ræða til þessa. Enn er til rannsóknar hver ber ábyrgð á drónafluginu, Volodómír Selenskí forseti Úkraínu hefur sagt fullum fetum að það séu Rússar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru báðar staddar í Bandaríkjunum þar sem þær sækja nú allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inga Sæland félagsmálaráðherra er því starfandi forsætisráðherra. Hún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið væri litið alvarlegum augum. Gagnrýnir Ingu fyrir ákvarðanaleysi Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gerði málið að umfjöllunarefni í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi nú síðdegis. Hún segir alveg ljóst að sem starfandi forsætisráðherra fari Inga með vald til þess að kalla ráðið saman. „Forsætisráðherra Danmerkur sagði í morgun þetta vera alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Þarlend stjórnvöld ræddu þegar sama kvöld við nágranna sína, við Nato og ESB. Hér heima er forsætisráðherra erlendis. Utanríkisráðherra er erlendis. Starfandi forsætisráðherra talar um að hugsanlega kalla saman þjóðaröryggisráð en vísaði þeirri ákvörðun frá sér í viðtali í morgun. Það er alrangt,“ sagði Guðrún. „Forsætisráðherra fer með formennsku í ráðinu og ákveður hvort kalla eigi það saman. Því hlýt ég að spyrja: Hver tekur ákvarðanir hér og nú í þessu landi? Hver tryggir samhæfingu stjórnvalda á meðan ástandið er óljóst í nágrannalöndunum? Ég óska eftir því að forsætisráðherra kalli saman þjóðaröryggisráð strax í dag, taki ákvörðun um það og tilkynni hana opinberlega.“ Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Líkt og fram hefur komið stöðvaðist flugumferð um Kastrup flugvöll og Gardenmoen flugvöll í gærkvöldi og í nótt. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt um alvarlegustu árásina gegn dönskum innviðum að ræða til þessa. Enn er til rannsóknar hver ber ábyrgð á drónafluginu, Volodómír Selenskí forseti Úkraínu hefur sagt fullum fetum að það séu Rússar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru báðar staddar í Bandaríkjunum þar sem þær sækja nú allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inga Sæland félagsmálaráðherra er því starfandi forsætisráðherra. Hún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið væri litið alvarlegum augum. Gagnrýnir Ingu fyrir ákvarðanaleysi Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gerði málið að umfjöllunarefni í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi nú síðdegis. Hún segir alveg ljóst að sem starfandi forsætisráðherra fari Inga með vald til þess að kalla ráðið saman. „Forsætisráðherra Danmerkur sagði í morgun þetta vera alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Þarlend stjórnvöld ræddu þegar sama kvöld við nágranna sína, við Nato og ESB. Hér heima er forsætisráðherra erlendis. Utanríkisráðherra er erlendis. Starfandi forsætisráðherra talar um að hugsanlega kalla saman þjóðaröryggisráð en vísaði þeirri ákvörðun frá sér í viðtali í morgun. Það er alrangt,“ sagði Guðrún. „Forsætisráðherra fer með formennsku í ráðinu og ákveður hvort kalla eigi það saman. Því hlýt ég að spyrja: Hver tekur ákvarðanir hér og nú í þessu landi? Hver tryggir samhæfingu stjórnvalda á meðan ástandið er óljóst í nágrannalöndunum? Ég óska eftir því að forsætisráðherra kalli saman þjóðaröryggisráð strax í dag, taki ákvörðun um það og tilkynni hana opinberlega.“
Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59