Verða bílveikari í rafbílum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 07:01 Hannes segir ýmsar getgátur uppi um hvað valdi aukinni bílveiki í rafbílum. Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. Rætt er við Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalækni í Reykjavík síðdegis í dag. Þar vísar hann til kínverskrar rannsóknar sem framkvæmd var í fyrra en þar segir að svokölluð hreyfiveiki, gjarnan kennd við bílveiki og jafnvel sjóveiki sé að aukast. Hannes segir ljóst að fólk verði bílveikt í öllum bílum en kvartanir hafi sérstaklega borist vegna rafbílanna og þar virðist einkennin verri. Hreyfingarnar öðruvísi „Það eru aðeins öðruvísi hröðunarbreytingar í rafmagnsbílunum og innri eyrun okkar eru í rauninni ekkert annað en hröðunarviðtæki. Innri eyrun mæla hröðun líkamans,“ segir Hannes. Ef hröðunin sé snögg, með því þegar gefið er í eða bremsað þá finni eyrað það. „Og við vitum að ef við gefum rafmagnsbílnum inn þá er viðbragðið snöggt og þegar við sleppum rafmagnspedalanum þá byrjar bíllinn að hægja strax á sér, hann leyfir þessu ekki aðeins að renna til,“ segir Hannes sem bætir við að hjálpartæki í bílunum hafi einnig áhrif þegar skipt er um akreinar og í fleiri aðstæðum. „Við förum yfir brotalínu á miðju eða út af veginum hægra megin þá tekur stýrið yfir og það aðeins gefur svona hnykk sem leiðir til þessara hröðunarbreytinga. Þetta er eitt af þessum atriðum sem hafa verið nefnd til sögunnar en eflaust eru þau fleiri.“ Bílveikin muni aukast með sjálfvirkni Hannes segir það skothelt ráð fyrir þá sem finni gjarnan fyrir bílveiki að vera virkur þátttakandi í ferðalaginu. Sitja helst framm í og horfa út um framrúðuna, jafnvel fylgjast með bílstjóranum og vita hvað er að fara að gerast. „Mun bíllinn hægja á sér eða verður hraðinn aukinn og annað slíkt, semsagt vera með og reyna að forðast það að lesa á símann eða bauka eitthvað annað á meðan ökuferðinni stendur. Það er kannski það helst. “ Hann segir nokkuð víst að bílveiki muni aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Það sé auðveldara að vera ekki virkur þátttakandi í ferðalögum með slíkum bílum og nefnir dæmi um ferðalag frá Reykjavík til Akureyrar. „Ég ætla ekki að glápa út um framrúðuna alla leið, ég myndi vilja snúa mér inn í bílinn, tala við aðra, vinna á tölvuna og þá koma þessir þættir sem mótvægisaðgerðir. Þá hættum við að fylgjast með og við vitum og það er búið að skoða í hermum og rannsóknarstofum að fólk á eftir að finna meira fyrir hreyfiveiki í þessum heldur en rafmagnsbílunum.“ Bílar Vistvænir bílar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Rætt er við Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalækni í Reykjavík síðdegis í dag. Þar vísar hann til kínverskrar rannsóknar sem framkvæmd var í fyrra en þar segir að svokölluð hreyfiveiki, gjarnan kennd við bílveiki og jafnvel sjóveiki sé að aukast. Hannes segir ljóst að fólk verði bílveikt í öllum bílum en kvartanir hafi sérstaklega borist vegna rafbílanna og þar virðist einkennin verri. Hreyfingarnar öðruvísi „Það eru aðeins öðruvísi hröðunarbreytingar í rafmagnsbílunum og innri eyrun okkar eru í rauninni ekkert annað en hröðunarviðtæki. Innri eyrun mæla hröðun líkamans,“ segir Hannes. Ef hröðunin sé snögg, með því þegar gefið er í eða bremsað þá finni eyrað það. „Og við vitum að ef við gefum rafmagnsbílnum inn þá er viðbragðið snöggt og þegar við sleppum rafmagnspedalanum þá byrjar bíllinn að hægja strax á sér, hann leyfir þessu ekki aðeins að renna til,“ segir Hannes sem bætir við að hjálpartæki í bílunum hafi einnig áhrif þegar skipt er um akreinar og í fleiri aðstæðum. „Við förum yfir brotalínu á miðju eða út af veginum hægra megin þá tekur stýrið yfir og það aðeins gefur svona hnykk sem leiðir til þessara hröðunarbreytinga. Þetta er eitt af þessum atriðum sem hafa verið nefnd til sögunnar en eflaust eru þau fleiri.“ Bílveikin muni aukast með sjálfvirkni Hannes segir það skothelt ráð fyrir þá sem finni gjarnan fyrir bílveiki að vera virkur þátttakandi í ferðalaginu. Sitja helst framm í og horfa út um framrúðuna, jafnvel fylgjast með bílstjóranum og vita hvað er að fara að gerast. „Mun bíllinn hægja á sér eða verður hraðinn aukinn og annað slíkt, semsagt vera með og reyna að forðast það að lesa á símann eða bauka eitthvað annað á meðan ökuferðinni stendur. Það er kannski það helst. “ Hann segir nokkuð víst að bílveiki muni aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Það sé auðveldara að vera ekki virkur þátttakandi í ferðalögum með slíkum bílum og nefnir dæmi um ferðalag frá Reykjavík til Akureyrar. „Ég ætla ekki að glápa út um framrúðuna alla leið, ég myndi vilja snúa mér inn í bílinn, tala við aðra, vinna á tölvuna og þá koma þessir þættir sem mótvægisaðgerðir. Þá hættum við að fylgjast með og við vitum og það er búið að skoða í hermum og rannsóknarstofum að fólk á eftir að finna meira fyrir hreyfiveiki í þessum heldur en rafmagnsbílunum.“
Bílar Vistvænir bílar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira