Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2025 18:02 Liðsfélagar með landsliðinu en andstæðingar í kvöld. Getty Images Þýskalandsmeistarar Bayern München lögðu Freiburg í efstu deild þýska fótboltans. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern og kollegi hennar í íslenska landsliðinu, Ingibjörg Sigurðardóttir, var í hjarta varnar gestanna. Bayern tapaði gríðarlega óvænt stigum gegn Jena á dögunum þegar liðin gerðu markalaust jafntefli. Ef til vill hafa Ingibjörg og stöllur hugsað sér gott til glóðarinnar og vonast til þessa að stela stig í dag, annað kom þó á daginn. Bæjarar voru einfaldlega ljósárum betri og lauk leiknum með 4-0 sigri þeirra. Þó þrjú markanna hafi komið eftir að 60 mínútur voru komnar á klukkuna var aðeins eitt lið á vellinum frá fyrstu mínútu. Vanessa Gilles kom Bayern yfir eftir undirbúning Carolin Simon þegar rúmar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Lena Oberdorf tvöfaldaði forystuna eftir sendingu Georgiu Stanway sem lagði einnig upp þriðja mark leiksins. Það skoraði Lea Schüller þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Í uppbótartíma bætti Klara Bühl við fjórða markinu og aftur var það Stanway sem gaf stoðsendinguna. Þrenna af stoðsendingum hjá ensku landsliðskonunni. Reyndist það síðasta mark leiksins og voru gestirnir himinlifandi þegar leikurinn var loks flautaður af. Glódís Perla var tekin af velli á 74. mínútu á meðan Ingibjörg spilaði allan leikinn í liði gestanna. Bayern er nú á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum leikjum og markatöluna 8-0. Werder Bremen og Wolfsburg koma þar á eftir með 7 stig en þau mætast annað kvöld. Freiburg er svo þar á eftir í 4. sætinu, einnig með 7 stig. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Bayern tapaði gríðarlega óvænt stigum gegn Jena á dögunum þegar liðin gerðu markalaust jafntefli. Ef til vill hafa Ingibjörg og stöllur hugsað sér gott til glóðarinnar og vonast til þessa að stela stig í dag, annað kom þó á daginn. Bæjarar voru einfaldlega ljósárum betri og lauk leiknum með 4-0 sigri þeirra. Þó þrjú markanna hafi komið eftir að 60 mínútur voru komnar á klukkuna var aðeins eitt lið á vellinum frá fyrstu mínútu. Vanessa Gilles kom Bayern yfir eftir undirbúning Carolin Simon þegar rúmar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Lena Oberdorf tvöfaldaði forystuna eftir sendingu Georgiu Stanway sem lagði einnig upp þriðja mark leiksins. Það skoraði Lea Schüller þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Í uppbótartíma bætti Klara Bühl við fjórða markinu og aftur var það Stanway sem gaf stoðsendinguna. Þrenna af stoðsendingum hjá ensku landsliðskonunni. Reyndist það síðasta mark leiksins og voru gestirnir himinlifandi þegar leikurinn var loks flautaður af. Glódís Perla var tekin af velli á 74. mínútu á meðan Ingibjörg spilaði allan leikinn í liði gestanna. Bayern er nú á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum leikjum og markatöluna 8-0. Werder Bremen og Wolfsburg koma þar á eftir með 7 stig en þau mætast annað kvöld. Freiburg er svo þar á eftir í 4. sætinu, einnig með 7 stig.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira