Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 06:26 Trump sagði í gær að Selenskí væri „hugrakkur maður“. Spurður að því hvort hann treysti enn Vladimir Pútín, sagði hann það myndu koma í ljós innan mánaðar en Trump hefur ítrekað lengt í gálgafresti Rússa. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Rússa í afar erfiðri stöðu efnahagslega. Áralangt stríð hafi ekki skilað þeim neinu og aðeins afhjúpað hernaðarlega veikleika þeirra. Trump fór mikinn um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gær, eftir fund sinn með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Í færslu sinni sagði forsetinn meðal annars að eftir að hafa kynnt sér ítarlega hernaðarlega og efnahagslega stöðu Rússlands hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að Úkraína gæti, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, unnið aftur allt það land sem Rússar hefðu hernumið. Forsetinn sagði Rússa nú hafa staðið í stríði í þrjú og hálft ár, sem hefði átt að taka þá viku að vinna. Átökin hefðu afhjúpað Rússland sem „pappírs tígur“. Öllum útgjöldum væri varið í að fjármagna stríðsreksturinn og þá stæðu íbúar landsins í röðum til að kaupa eldsneyti. Trump sagði Úkraínumenn hafa sýnt mikinn baráttuanda. Hann ítrekaði að Rússland og Pútín ættu í verulegum efnahagslegum erfiðleikum og það væri kominn tími fyrir Úkraínumenn að grípa til aðgerða. Bandaríkin myndu halda áfram að sjá Nató fyrir vopnum og það væri undir Nató komið hvernig þau væru nýtt. Forsetinn hafði fyrr um daginn gert því skóna að Bandaríkin væru reiðubúinn til að herða efnahagslegar þvinganir gegn Rússum, svo lengi sem Evrópuríkin hættu að kaupa olíu af þeim. Hann virðist þó fara fram og til baka í afstöðu sinni gagnvart átökunum en Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir frekari stuðningi til að „grípa til aðgerða“, án þess að fá afgerandi svar frá bandamönnum. Þá var það til marks um hringlandahátt Bandaríkjaforseta að hann lauk færslu sinni á Truth Social með því að óska báðum deiluaðilum velfarnaðar. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Trump fór mikinn um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gær, eftir fund sinn með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Í færslu sinni sagði forsetinn meðal annars að eftir að hafa kynnt sér ítarlega hernaðarlega og efnahagslega stöðu Rússlands hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að Úkraína gæti, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, unnið aftur allt það land sem Rússar hefðu hernumið. Forsetinn sagði Rússa nú hafa staðið í stríði í þrjú og hálft ár, sem hefði átt að taka þá viku að vinna. Átökin hefðu afhjúpað Rússland sem „pappírs tígur“. Öllum útgjöldum væri varið í að fjármagna stríðsreksturinn og þá stæðu íbúar landsins í röðum til að kaupa eldsneyti. Trump sagði Úkraínumenn hafa sýnt mikinn baráttuanda. Hann ítrekaði að Rússland og Pútín ættu í verulegum efnahagslegum erfiðleikum og það væri kominn tími fyrir Úkraínumenn að grípa til aðgerða. Bandaríkin myndu halda áfram að sjá Nató fyrir vopnum og það væri undir Nató komið hvernig þau væru nýtt. Forsetinn hafði fyrr um daginn gert því skóna að Bandaríkin væru reiðubúinn til að herða efnahagslegar þvinganir gegn Rússum, svo lengi sem Evrópuríkin hættu að kaupa olíu af þeim. Hann virðist þó fara fram og til baka í afstöðu sinni gagnvart átökunum en Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir frekari stuðningi til að „grípa til aðgerða“, án þess að fá afgerandi svar frá bandamönnum. Þá var það til marks um hringlandahátt Bandaríkjaforseta að hann lauk færslu sinni á Truth Social með því að óska báðum deiluaðilum velfarnaðar.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira