Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 25. september 2025 11:15 Ólögleg veðmálastarfsemi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og án nokkurs vafa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir marga og samfélagið í heild. Lítið hefur verið aðhafst og umræðan oft á tíðum mótsagnakennd. Íþróttahreyfingin, Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg, hafa þannig opinberlega gagnrýnt ólöglega veðmálastarfsemi en hafa sjálf verið leiðandi í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Þessir aðilar hafa stuðlað að útbreiðslu spilakassa og annarra fjárhættuspila sem eru sérstaklega hönnuð til að hafa fé af fólki. Horft hefur verið fram hjá vanda þess fólks sem haldið er spilafíkn og sækir í þessa kassa. Sagt er að starfsfólk sérleyfishafa hafi jafnvel sótt fjárhættuspilaráðstefnur í Las Vegas til að kynna sér nýjustu tæki og leiðir til að draga fólk að kössunum. Ég hef heyrt að Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða krossins og Landsbjargar, hafi fengið viðkvæma hópa fólks með spilafíkn í eins konar tilraunasal til að rannsaka hvaða spilakassar og leikir eru líklegastir til að tryggja sem mestar tekjur. Það er athyglivert að mestu áhyggjur innlendra sérleyfishafa og stofnana, eins og Háskóli Íslands, snúast um innkomu erlendra aðila á spilamarkaðinn sem ekki hafa fengið leyfi íslenskra stjórnvalda til starfseminnar. Þessir aðilar vilja sem sagt verja sína stöðu gangvart íslenskum spilafíklum en hafa litlar sem engar áhyggjur af afleiðingum starfseminnar. Þetta er gríðarlega arðbær starfsemi og ekki skal dregið í efa að innlendir rekstraraðilar hennar þurfa á fjármunum að halda. En þetta er ákaflega skaðleg starfsemi og það ber fyrst og fremst að hafa í huga varðandi allar leyfisveitingar. Hvernig má það vera að sára sjaldan er talað um fólkið sem fjármagnar þennan gróða? Hvers vegna vilja stofnanir eins og Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg opna fjárhættuspil á netinu, þrátt fyrir að skaðsemi þeirra sé vel skjalfest og vel þekkt? Hagsmunir þessara aðila virðast settir ofar samfélagslegri ábyrgð. Eða er gróðahyggjan ein og sér göfug? Rannsóknir samhljóða Rannsóknir meðal ungmenna á aldrinum 16–18 ára árið 2004 sýndu að fjárhættuspil eru gríðarlega útbreidd: Um 97 prósent ungmenna höfðu spilað peningaspil á síðustu 12 mánuðum, 79 prósent einu sinni eða oftar á sama tímabili og 10 prósent spiluðu vikulega eða oftar. Áætlað er að um 2,7 prósent ungmenna glími við verulegan spilavanda. Mín eigin rannsókn sem ég gerði í samstarfi við prófessor Daníel Þór Ólason o.fl. leiddi í ljós að 16 prósent nemenda höfðu veðjað á netinu. Niðurstöður sýndu vaxandi áhættu tengda fjárhættuspilum og veðmálum á netinu. Þetta voru niðurstöðurnar árin 2004 en 2005 síðan þá hefur aðgengi og algengi fjárhættuspila margfaldast. Það skiptir spilafíkilinn engu máli hvort veðmálin eða fjárhættuspilin eru á vegum innlendra eða erlendra aðila. Hvort starfsemin er lögleg eða ólögleg. Það er aðgangurinn sem skiptir öllu máli. Eignarhald og lögmæti spilastarfseminni ræður því ekki hvort fólk verður háð fjárhættuspilum. Tómatur er alltaf tómatur hvort sem hann er innlendur eða erlendur – löglegur eða ólöglegur. Ólögleg veðmálastarfsemi krefst skýrra viðbragða og aðgerða. Það er nauðsynlegt að stöðva auglýsingar um fjárhættuspil og veðmál, greiðslumiðlun og starfsemi erlendra ólöglegra fyrirtækja sem beina starfsemi sinni að íslenskum notendum. Sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni fyrir þessum freistingum. Það er líka nauðsynlegt að varpa ljósi á hvers vegna íslensk fjármálafyrirtæki, jafnvel banki í ríkiseigu, eru milliliðir í greiðslum til ólöglegra fyrirtækja. Hvers vegna lögregla og eftirlit virðist ekki grípa inn í þessa starfsemi með fullnægjandi hætti. Horfumst í augu við staðreyndir Spilakassar og fjárhættuspil eru sama tóbakið. Skaðsemin er mikil. Flokkur fólksins vill að tekið verði á þessum málum. Í tíð minni sem borgarfulltrúi ræddi ég þessi mál ítrekað í borgarstjórn. Í mars 2021 lagði ég fram tillögu í borgarráði um „Að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar um spilakassa í Reykjavík með það að markmiði að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar slíks reksturs.“ Tillagan var felld. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu. Samtökin berjast fyrir því að spilasölum og spilakössum verði lokað. Fram hefur komið að einhverjir áskilji sér jafnvel rétt til að leita réttar síns gagnvart Happdrætti Háskólans, Háspennu ehf. og íslenska ríkinu og krefjist skaðabóta eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem rekstur spilakassa hefur valdið einstaklingum og fjölskyldum. Þetta eitt segir okkur hversu alvarleg þessi mál eru. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Ólögleg veðmálastarfsemi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og án nokkurs vafa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir marga og samfélagið í heild. Lítið hefur verið aðhafst og umræðan oft á tíðum mótsagnakennd. Íþróttahreyfingin, Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg, hafa þannig opinberlega gagnrýnt ólöglega veðmálastarfsemi en hafa sjálf verið leiðandi í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Þessir aðilar hafa stuðlað að útbreiðslu spilakassa og annarra fjárhættuspila sem eru sérstaklega hönnuð til að hafa fé af fólki. Horft hefur verið fram hjá vanda þess fólks sem haldið er spilafíkn og sækir í þessa kassa. Sagt er að starfsfólk sérleyfishafa hafi jafnvel sótt fjárhættuspilaráðstefnur í Las Vegas til að kynna sér nýjustu tæki og leiðir til að draga fólk að kössunum. Ég hef heyrt að Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða krossins og Landsbjargar, hafi fengið viðkvæma hópa fólks með spilafíkn í eins konar tilraunasal til að rannsaka hvaða spilakassar og leikir eru líklegastir til að tryggja sem mestar tekjur. Það er athyglivert að mestu áhyggjur innlendra sérleyfishafa og stofnana, eins og Háskóli Íslands, snúast um innkomu erlendra aðila á spilamarkaðinn sem ekki hafa fengið leyfi íslenskra stjórnvalda til starfseminnar. Þessir aðilar vilja sem sagt verja sína stöðu gangvart íslenskum spilafíklum en hafa litlar sem engar áhyggjur af afleiðingum starfseminnar. Þetta er gríðarlega arðbær starfsemi og ekki skal dregið í efa að innlendir rekstraraðilar hennar þurfa á fjármunum að halda. En þetta er ákaflega skaðleg starfsemi og það ber fyrst og fremst að hafa í huga varðandi allar leyfisveitingar. Hvernig má það vera að sára sjaldan er talað um fólkið sem fjármagnar þennan gróða? Hvers vegna vilja stofnanir eins og Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg opna fjárhættuspil á netinu, þrátt fyrir að skaðsemi þeirra sé vel skjalfest og vel þekkt? Hagsmunir þessara aðila virðast settir ofar samfélagslegri ábyrgð. Eða er gróðahyggjan ein og sér göfug? Rannsóknir samhljóða Rannsóknir meðal ungmenna á aldrinum 16–18 ára árið 2004 sýndu að fjárhættuspil eru gríðarlega útbreidd: Um 97 prósent ungmenna höfðu spilað peningaspil á síðustu 12 mánuðum, 79 prósent einu sinni eða oftar á sama tímabili og 10 prósent spiluðu vikulega eða oftar. Áætlað er að um 2,7 prósent ungmenna glími við verulegan spilavanda. Mín eigin rannsókn sem ég gerði í samstarfi við prófessor Daníel Þór Ólason o.fl. leiddi í ljós að 16 prósent nemenda höfðu veðjað á netinu. Niðurstöður sýndu vaxandi áhættu tengda fjárhættuspilum og veðmálum á netinu. Þetta voru niðurstöðurnar árin 2004 en 2005 síðan þá hefur aðgengi og algengi fjárhættuspila margfaldast. Það skiptir spilafíkilinn engu máli hvort veðmálin eða fjárhættuspilin eru á vegum innlendra eða erlendra aðila. Hvort starfsemin er lögleg eða ólögleg. Það er aðgangurinn sem skiptir öllu máli. Eignarhald og lögmæti spilastarfseminni ræður því ekki hvort fólk verður háð fjárhættuspilum. Tómatur er alltaf tómatur hvort sem hann er innlendur eða erlendur – löglegur eða ólöglegur. Ólögleg veðmálastarfsemi krefst skýrra viðbragða og aðgerða. Það er nauðsynlegt að stöðva auglýsingar um fjárhættuspil og veðmál, greiðslumiðlun og starfsemi erlendra ólöglegra fyrirtækja sem beina starfsemi sinni að íslenskum notendum. Sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni fyrir þessum freistingum. Það er líka nauðsynlegt að varpa ljósi á hvers vegna íslensk fjármálafyrirtæki, jafnvel banki í ríkiseigu, eru milliliðir í greiðslum til ólöglegra fyrirtækja. Hvers vegna lögregla og eftirlit virðist ekki grípa inn í þessa starfsemi með fullnægjandi hætti. Horfumst í augu við staðreyndir Spilakassar og fjárhættuspil eru sama tóbakið. Skaðsemin er mikil. Flokkur fólksins vill að tekið verði á þessum málum. Í tíð minni sem borgarfulltrúi ræddi ég þessi mál ítrekað í borgarstjórn. Í mars 2021 lagði ég fram tillögu í borgarráði um „Að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar um spilakassa í Reykjavík með það að markmiði að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar slíks reksturs.“ Tillagan var felld. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu. Samtökin berjast fyrir því að spilasölum og spilakössum verði lokað. Fram hefur komið að einhverjir áskilji sér jafnvel rétt til að leita réttar síns gagnvart Happdrætti Háskólans, Háspennu ehf. og íslenska ríkinu og krefjist skaðabóta eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem rekstur spilakassa hefur valdið einstaklingum og fjölskyldum. Þetta eitt segir okkur hversu alvarleg þessi mál eru. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar