Lífið

Fögnuðu sögu­legum 850 þúsund króna há­talara Ella Egils

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Það var margt um mannið á Kjarval í gærkvöldi.
Það var margt um mannið á Kjarval í gærkvöldi. Eygló Gísla

Það var margt um manninn á Vinnustofu Kjarval í gærkvöldi þar sem fram fór glæsilegt frumsýningarboð og hulunni var svipt af samstarfi Bang&Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Kynnt var sérútgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir listamanninn en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök (1/50–50/50).

Hátalarinn er kominn í sölu á hjá versluninni og kostar 850 þúsund krónur. Viðburðurinn markaði einnig stór tímamót en í ár fagnar Ormsson 10 árum sem umboðsaðili Bang&Olufsen á Íslandi og Bang&Olufsen fagnar 100 ára afmæli sínu.

Á viðburðinum var jafnframt tilkynnt að málverkið, sem Elli málaði sérstaklega fyrir verkefnið, verði selt á uppboði á heimasíðu Ormsson í desember. Allur ágóði sölunnar rennur til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

Elli mætti í Bítið á Bylgjunni í gær og ræddi lífið með eiginkonunni Maríu Birtu Fox í Las Vegas og nýja hátalarann.

Eygló Gísla ljósmyndari var á svæðinu og myndaði gesti í bak og fyrir.

Kjartan Örn Sigurðsson forstjóri Ormsson og hátalarinn glæsilegi.
Björg Magnúsdóttir ásamt manni sínum Tryggva og sonum.Eygló Gísla

Hér má sjá hátalarann glæsilega í bakgrunni.Eygló Gísla
Eygló Gísla
Örn Kjartansson og Berglind „Icey“. 
Eðvarð og Unnur.
Sara Lind og Thelma í góðum gír.Eygló Gísla
Sigurbjörg Birta og Gissur.
Logi Geirsson, Inga Tinna hjá Dinout ásamt Ella Egils.Eygló Gísla
María Birta á tali við gesti.
Anna Beta og Halldóra voru glæsilegar að vanda.
María Birta og Elli í stuði.
Berglind, Pattra og Helga Gabríela.Eygló Gísla
Rannveig Kristjánsdóttir ásamt Heklu.
Knattspyrnukapparnir Gylfi Þór Sigurðsson og Garðar Gunnlaugsson.Eygló Gísla





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.