Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar 26. september 2025 12:30 Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030. Sjávarútvegur er stór hagaðili á hafinu í kringum Ísland, hefur mikla staðþekkingu og margir fiskistofnar á Íslandsmiðum eru undir styrkri stjórn. Það er því ekki nema eðlilegt að einhverjir velti því fyrir sér hvort við getum ekki bara byggt 30 x 30 svæðisvernd á núverandi svæðisbundnum aðgerðum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins? Frá sjónarhorni fiskifræðinnar hefur okkur gengið vel að stýra veiðiálagi á okkar helstu fiskistofna. Þessi árangur byggir á mörgum þáttum en ekki síst því að Íslendingar hafa almennt verið sammála um mikilvægi þess að viðhalda veiðistofnum í hafinu í kringum landið. Sögulegir atburðir hafa líka hjálpað, t.d. urðu Íslendingar almennt mótfallnir botnvörpuveiðum í lögsögunni. Þjóðin ávann sér virðingu á alþjóðavettvangi ekki síst byggt á þeirri staðreynd að Íslendingar náðu á seinni hluta tuttugustu aldar að forðast algjört hrun lykilstofna, eins og þorsksins. Það náðist reyndar alls ekki sársaukalaust heldur fól í sér erfiðar aðgerðir og uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árangurinn hefur heldur ekki staðið undir væntingum allra. Landaður afli þorsks er enn mun lægri en hann var á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessar aðgerðir og fiskveiðistjórnunin sem á eftir fylgdi byggðu fyrst og fremst á fiskifræðilegum forsendum. Markmiðið var að hámarka afla lykiltegunda án skaða fyrir stofnana. Á síðari árum hefur orðið aukin áhersla á annars konar stýringu og hugtakið vistkerfisnálgun heyrist í auknum mæli. Vistkerfisnálgun í samhengi við fiskveiðistjórnum felur í sér viðurkenningu á því að nýting sjávarauðlinda hefur áhrif umfram þann stofn sem er nýttur. Þannig hafa t.d. veiðar á loðnu mögulega áhrif á þorsk, ekki er hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á meðafla og botnvörpuveiðar geta skaðað samfélög hryggleysinga og sjávargróðurs. Þetta eru einungis fá dæmi. Eðli málsins samkvæmt krefst full vistkerfisnálgun gífurlegs magns af áræðanlegum gögnum enda eru margar tegundir og samfélög undir. Þetta flækjustig er helsta ástæða þess að vistkerfisnálgun er sjaldan beitt tölulega til ráðgjafar, enda gildir það almennt um töluleg líkön að þau eru ekki betri en gögnin sem liggja að baki. Það má líka færa rök fyrir því að sá fjöldi áræðanlegra einstofna líkana sem unnið er með í dag skili ásættanlegum árangri í að viðhalda jafnvægi í líffríkinu. Sumir vilja meina að þessi vöktun sé þegar nægilega sterkur metill á það hvort vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu í góðu ástandi. Hér er mikilvægt að staldra við og muna að jafnvel þó að vistkerfisnálgun í fiskveiðistjórnun taki mið af víðari áhrifum nýtingar er áhersla hennar er fyrst og fremst á stjórn veiðanna. Hún nær því aldrei utan um allt það fjölbreytta lífríki og þá ólíku hagsmuni sem móta heildarskipulag hafsins. Niðurstaðan er að þrátt fyrir að fiskveiðistjórnun við Ísland virki vel, og vistkerfisnálgun verði í auknum mæli innleidd, getur fiskveiðistjórnun ekki verið eini grundvöllur hafskipulags Íslands til framtíðar. Nýting á hafinu verður sífellt fjölbreyttari og hagaðilarnar fleiri. Umræðan á alþjóðavettvangi er líka að breytast. Líffræðileg fjölbreytni verður aldrei metin byggt á fiski eingöngu. Til framtíðar ættum við að byggja á því sem vel hefur verið gert en skipa okkur nýjan sess sem leiðandi í málefnum hafsins á breiðari grunni. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030. Sjávarútvegur er stór hagaðili á hafinu í kringum Ísland, hefur mikla staðþekkingu og margir fiskistofnar á Íslandsmiðum eru undir styrkri stjórn. Það er því ekki nema eðlilegt að einhverjir velti því fyrir sér hvort við getum ekki bara byggt 30 x 30 svæðisvernd á núverandi svæðisbundnum aðgerðum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins? Frá sjónarhorni fiskifræðinnar hefur okkur gengið vel að stýra veiðiálagi á okkar helstu fiskistofna. Þessi árangur byggir á mörgum þáttum en ekki síst því að Íslendingar hafa almennt verið sammála um mikilvægi þess að viðhalda veiðistofnum í hafinu í kringum landið. Sögulegir atburðir hafa líka hjálpað, t.d. urðu Íslendingar almennt mótfallnir botnvörpuveiðum í lögsögunni. Þjóðin ávann sér virðingu á alþjóðavettvangi ekki síst byggt á þeirri staðreynd að Íslendingar náðu á seinni hluta tuttugustu aldar að forðast algjört hrun lykilstofna, eins og þorsksins. Það náðist reyndar alls ekki sársaukalaust heldur fól í sér erfiðar aðgerðir og uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árangurinn hefur heldur ekki staðið undir væntingum allra. Landaður afli þorsks er enn mun lægri en hann var á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessar aðgerðir og fiskveiðistjórnunin sem á eftir fylgdi byggðu fyrst og fremst á fiskifræðilegum forsendum. Markmiðið var að hámarka afla lykiltegunda án skaða fyrir stofnana. Á síðari árum hefur orðið aukin áhersla á annars konar stýringu og hugtakið vistkerfisnálgun heyrist í auknum mæli. Vistkerfisnálgun í samhengi við fiskveiðistjórnum felur í sér viðurkenningu á því að nýting sjávarauðlinda hefur áhrif umfram þann stofn sem er nýttur. Þannig hafa t.d. veiðar á loðnu mögulega áhrif á þorsk, ekki er hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á meðafla og botnvörpuveiðar geta skaðað samfélög hryggleysinga og sjávargróðurs. Þetta eru einungis fá dæmi. Eðli málsins samkvæmt krefst full vistkerfisnálgun gífurlegs magns af áræðanlegum gögnum enda eru margar tegundir og samfélög undir. Þetta flækjustig er helsta ástæða þess að vistkerfisnálgun er sjaldan beitt tölulega til ráðgjafar, enda gildir það almennt um töluleg líkön að þau eru ekki betri en gögnin sem liggja að baki. Það má líka færa rök fyrir því að sá fjöldi áræðanlegra einstofna líkana sem unnið er með í dag skili ásættanlegum árangri í að viðhalda jafnvægi í líffríkinu. Sumir vilja meina að þessi vöktun sé þegar nægilega sterkur metill á það hvort vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu í góðu ástandi. Hér er mikilvægt að staldra við og muna að jafnvel þó að vistkerfisnálgun í fiskveiðistjórnun taki mið af víðari áhrifum nýtingar er áhersla hennar er fyrst og fremst á stjórn veiðanna. Hún nær því aldrei utan um allt það fjölbreytta lífríki og þá ólíku hagsmuni sem móta heildarskipulag hafsins. Niðurstaðan er að þrátt fyrir að fiskveiðistjórnun við Ísland virki vel, og vistkerfisnálgun verði í auknum mæli innleidd, getur fiskveiðistjórnun ekki verið eini grundvöllur hafskipulags Íslands til framtíðar. Nýting á hafinu verður sífellt fjölbreyttari og hagaðilarnar fleiri. Umræðan á alþjóðavettvangi er líka að breytast. Líffræðileg fjölbreytni verður aldrei metin byggt á fiski eingöngu. Til framtíðar ættum við að byggja á því sem vel hefur verið gert en skipa okkur nýjan sess sem leiðandi í málefnum hafsins á breiðari grunni. Höfundur er líffræðingur.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar